Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 217
217
landinu væri til staðar starfhæf ríkisstjórn ef þinginu mistækist að sjá til
þess.60
Lokaorð
Að mínu mati réð Sveinn Björnsson sem ríkisstjóri úrslitum um að breyta
íslenska stjórnkerfinu frá óheftri þingstjórn, alvaldi Alþingis, yfir í nýtt
stjórnskipulag – fyrst „ríkisstjóraþingræði“ og síðan, með stjórnarskrá lýð-
veldisins, nýja formlega stjórnskipun sem nefna má „forsetaþingræði“ eða
„stjórnskipun sem mælir fyrir um þjóðkjörinn forseta sem kjörinn er til
tiltekins kjörtímabils og forsætisráðherra og ríkisstjórn sem bera ábyrgð
gagnvart þjóðþinginu“. Einnig var samkvæmt stjórnarskrá íslenska lýð-
veldisins mælt fyrir um ótakmarkaðan rétt forseta til að synja að staðfesta
lagafrumvörp sem Alþingi hafði samþykkt (26. gr.). Lögin taka engu að
síður gildi en koma til bindandi afgreiðslu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt
þetta samrýmdist vel hugmyndum Sveins Björnssonar um þrískiptingu
valdsins og að þjóðarvilji væri ofar þingvilja, lýðræði æðra óheftri þing-
stjórn.61
Þannig fóru Íslendingar leið nýsköpunar lýðræðis en höfnuðu bæði leið
Bretlands (þingstjórn) og leið Bandaríkjanna (forsetaræði). Þar með verð-
ur ekki sagt að ríkisstjórastörf Sveins hafi einungis mótast af lýðræðisást
hans eða hann hafi ætíð haft betur í átökum þessa tíma. Frekar má segja að
hann hafi séð nauðsyn á að taka frumkvæði í þjóðmálum vegna þess að
stjórnmálaflokkarnir voru ófærir um að stjórna landinu einir. Að þessu
leyti fylgdi Sveinn Björnsson í fótspor hins merka fræðimanns og stjórn-
málamanns Max Weber (1864–1920) en hann átti sæti í nefnd þeirri sem
samdi Weimar-stjórnarskrá Þýskalands en þar var í fyrsta sinn tilskilið að
forseti skyldi kosinn beinni kosningu: „Ákvæðið um að forsetinn skyldi
vera þjóðkjörinn er frá honum [Weber] runnið, og bjó sú hugsun að baki,
að með því yrði helzt spornað við óhóflegum áhrifum ríkisþingsins.
Al mennt var Weber mest í mun, að stjórnskipun yrði þannig hagað, að til
forystu veldust leiðtogar, sem bæru ábyrgð fyrir þjóðinni og hefðu mynd-
ugleika til að sveigja embættiskerfið undir forustu sína.“62
60 Einkaskjöl Sveins Björnssonar, bls. 42–43 og 121–122.
61 Sbr. einnig m.a. Svanur Kristjánsson, „Stofnun lýðveldis – nýsköpun lýðræðis“,
einkum bls. 7–8; Svanur Kristjánsson, „Hraðskilnaður eða lögskilnaður?“, einkum
bls. 42–58.
62 Sigurður Líndal, „Max Weber“, Max Weber, Mennt og máttur, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1973, bls. 9–68, hér bls. 16. Weimar-stjórnarskráin var í
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð