Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 30
29
í krossferðum kristinna Evrópubúa tveimur öldum áður.3 Rán og sala afr-
ískra fanga þótti skammarleg en ráni Norður-Afríkubúa, Tyrkja, á kristn-
um mönnum var fagnað í heimalöndunum sem sigri yfir vantrúarhundum
og með réttu eða röngu hefur þeim verið líkt hugmyndalega við „jihad“
eða heilagt stríð.4
Edward Said hefur leitt rök að því að þótt Evrópubúar hafi ekki vitað
mikið um lönd og menningu Tyrkjanna eða Asíu yfirleitt hafi þeir bætt
fá fræðina upp með líflegum fantasíum og fordómum. Said notaði hug-
takið „óríentalismi“ (e. Orientalism) til að lýsa slíkum hugmyndum eða
hugmyndafræði Vesturlandabúa um austrið. Hugtakið vísar til þeirrar
aðferðar Evrópubúa að stilla austrinu upp sem andstæðu vestursins í býsna
fastlæstri tvenndahyggju.5 Margar lífseigar staðalhugmyndir um austrið
byggjast á slíkum óríentalisma. Homi Bhabha hefur gagnrýnt kenningar
Saids og segir að tvíhyggjan sé ef til vill ekki eins læst og hann vill vera láta
og andstæð fyrirbæri þurfi ekki endilega að útiloka hvort annað. Það verði
að taka það með í reikninginn að nýlendubúinn hneigist til að líkja eftir
(e. mimic) menningu nýlenduherrans:
Eftirherman dulbýr sig á sama hátt og blætið og gerir sig að hluta-
viðfangi sem kastar róttæku ljósi á gefna þekkingu á því að for-
gangsraða kynþætti, ritun, sögu. Því að blætið hermir eftir formum
valdsins í þeim mæli að það grefur undan valdinu sjálfu. Munurinn
á nýlendubúa og nýlenduherra verður óskýr, nýlendubúinn hermir
eftir menningu nýlenduherrans þar til hann verður „næstum eins
en ekki alveg...“ Þetta „ekki alveg“ veldur miklum ótta af því að það
sýnir hlutaviðfang nærverunnar og hinn óhjákvæmilega klofning
milli nýlendubúans og viðfangsblætisins.6
3 Robert C. davis, Christian Slaves, Muslim Masters. White Slavery in the Mediter-
ranean, the Barbary Coast, and Italy, 1500–1800, New york: Palgrave McMillan,
2003, bls. xxv.
4 „Var Tyrkjaránið heilagt stríð?“, Viðtal við Þorstein Helgason, Morgunblaðið, 21.
desember 2003, bls. 79. Þorsteinn ræðir bæði hinn trúarlega og hernaðarlega þátt
ránsins ítarlega í doktorsritgerð sinni Minning og saga í ljósi Tyrkjaránsins 2013, bls.
241–270. ég vil þakka Þorsteini fyrir afar áhugaverð samtöl og ábendingar þegar
þessi grein var í smíðum og ég vil líka þakka Gunnari Karlssyni fyrir að lesa hana
yfir. Sömuleiðis vil ég þakka Steinunni Jóhannesdóttur fyrir upplýsandi samræður
og örlæti hennar í allri grein.
5 Edward Said, Orientalism: Western Conceptions of the Orient, Middlesex: Penguin
Books, 1995 [1978].
6 Homi Bhabha, „of mimicry and man: The ambivalence of colonial discourse“,
TyRKJARÁNið oG GUðRÍðUR SÍMoNARdÓTTiR SEM BLæTi