Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 34
33
konur eru höggvin, konur, börn og gamalmenni brennd inni. Konur eru
höggnar en venjulega svívirtar samtímis þannig að pilsum þeirra er flett
yfir höfuð svo að kynfæri þeirra eru öllum sýnileg. Lýsingarnar eru graf-
ískar en séra Ólafur Egilsson tekur það fram að grimmustu „Tyrkirnir“
eru ekki tyrkneskir heldur trúskiptingarnir: „En það fólk, sem kristið hefir
verið, og af trúnni er gengið [...] það er nú það allra versta fólkið, sem að
bæði drepur og lemstrar það kristna fólkið [...]“ segir Ólafur.17
Séra Ólafur Egilsson vill gjarna segja sannleikann og ekkert annað og
því tekur hann skýrt fram að sjóræningjarnir hafi ekki sýnt fólkinu grimmd
um borð í skipinu þann mánuð sem sjóferðin varði þó að aðbúnaðurinn
hafi verið skelfilegur. Þrjár rosknar konur deyja, barn fæðist og sjóræningj-
arnir umkringja það og færa því gjafir eins og vitringarnir, gamlar skyrtur
að vísu en ekki gull, reykelsi og myrru. Ólafur Egilsson lýsir útliti skipverja
og klæðaburði nákvæmlega og undirstrikar að þó að Evrópubúarnir sem
voru í hópi sjóræningjanna hafi haldið sínum klæðaburði séu Tyrkirnir
allir eins klæddir. Samt eru þeir ekki allir eins heldur ýmist stórir eða
smáir, dökkir eða ljósir, og alls ekki illilegir að sjá (62–63).
Þessar einfeldningslegu athuganir endurspegla uppbyggingu þekkingar-
fræði og óríentalisma samtímis og eru afar þversagnakenndar. Það má sjá
að Ólafur er að reyna að búa til staðalmanngerðir úr sjóræningjunum, það
er forsenda þess að geta „aðrað“ einstaklinga og hópa eins og breski menn-
ingarfræðingurinn Stuart Hall hefur lýst prýðilega.18 Ólafur kallar Tyrkina
„þjóna satans“ (54) „illmenni“ (61) og „illvirkja“ (67) . Hatur hans og reiði
ber mörg merki heiftar hins nýlendukúgaða og ekkert sem hann, lúterski
presturinn, hefur til að auka gildi sitt í augum „heiðingjanna“ er nokkurs
virði. Þó er hann hluti af fólkinu „sem þeim leizt í skárra lagi vera“. Beiðni
trúarleiðtoga Íslendinganna um náð fyrir hann og konu hans er að engu
höfð en hann tekinn og strýktur til að pynta hann til sagna um hvort og
hvar peningar séu í eyjunni. Eins og Þorsteinn Helgason bendir á „bregst
Ólafur við „á þann hátt sem þrælum var stundum notadrjúgur: með því að
hvetja kvalarann til að ganga alveg frá sér. Þá var hann látinn í friði.“19
17 Reisubók séra Ólafs Egilssonar, 1969, bls. 63. Vitnað verður í bókina með blaðsíðutöl-
um innan sviga inni í textanum hér eftir.
18 Stuart Hall, „The Spectacle of the ‘other’“, Representations. Cultural Representations
and Signifying Practices, ritstj. Stuart Hall, London: Sage and The open University,
1997, bls. 225.
19 Þorsteinn Helgason, Minning og saga í ljósi Tyrkjaránsins, bls. 166.
TyRKJARÁNið oG GUðRÍðUR SÍMoNARdÓTTiR SEM BLæTi