Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 74
73
og stúdenta kemur fram að mikill munur sé á færni manna og margir lýsa
áhyggjum af enskukunnáttu sinni.13 Haastrup varar við að gengið sé út frá
því að háskólakennarar í danmörku hafi næga færni til að vinna á akadem-
ískri ensku.14
Finnar hafa fyrir löngu áttað sig á þessum vanda og þegar á níunda ára-
tugnum komu þeir á fót ritsmiðjum þar sem háskólakennarar geta fengið
aðstoð við yfirlestur og ritstýringu áður en greinarnar eru sendar í ritrýn-
ingu.15 Annað dæmi er CiP-stofnunin (Center for Internationalization and
Parallel Language Use) við Kaupmanna hafnarháskóla en hún var sett á stofn
til að efla hina alþjóðlegu ímynd (e. profile) háskólans með því að styðja
kennara og nemendur sem þurfa að vinna á öðru tungumáli en móðurmáli
sínu. Þessi stuðningur býðst jafnt dönum sem þurfa að vinna á ensku og
erlendum kennurum við háskólann sem þurfa að nota dönsku.16
Líkt og annars staðar á Norðurlöndum hefur enska fest sig í sessi sem
samskiptamál á Íslandi. Vart er hægt að tala um ensku lengur sem erlent
mál, hvorki í skólakerfinu né í atvinnulífinu, svo víðtæk virðist bæði ensku-
notkun og enskukunnátta Íslendinga vera.17 Þessi þróun mun vafalaust
halda áfram enda samræmist hún þeim alþjóðlegu samþykktum sem
íslenskir háskólar eru aðilar að.18 Rannsóknir benda hins vegar til þess
að enskuáreiti, og því sennilega enskufærni, séu aðallega fólgin í að skilja
talað og ritað mál (e. receptive language skills), þ.e. að Íslendingar heyri og
skilji meira en þeir geti tjáð í ræðu og riti og færni flestra sé bundin við
daglegt mál, þ.e. óformlegt málsnið.19 Færni í að skilja daglegt mál nægir
13 diane Pilkinton-Pihko, „English as lingua franca lecturers’ self-perceptions of
their language use“, Helsinki English Studies 6/2010, bls. 58–74.
14 Kirsten Haastrup, „English-Medium Higher Education in denmark“, Nordic
Journal of English Studies 3/2008, bls. 205–206.
15 Eija Ventola og Anna Mauranen, „Non-native writing and native revising of
scientific articles“, Functional and systemic linguistics, ritstj. Eija Ventola, Berlin:
Mouton de Gruyter, 1991, bls. 457–492.
16 http://cip.ku.dk/english/about_cip/ [sótt 6. mars 2013].
17 Kristján Árnason, „Íslenska og enska: Vísir að greiningu á málvistkerfi“, Ritið
2/2005, bls. 99–139; Birna Arnbjörnsdóttir, „English in iceland, Second Language,
Foreign Language or Neither“, Teaching and Learning English in Iceland. In honour of
Auður Torfadóttir, ritstj. Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís ingvarsdóttir, Reykjavík:
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum málum, 2007, bls. 51–69.
18 Sjá t.d.: http://ec.europa.eu/education/policies/educ/bologna/bologna.pdf [sótt 2.
mars 2013].
19 Sama rit, Birna Arnbjörnsdóttir, „Exposure to English in iceland: A Quantitative
and Qualitative Study“, Netla – Menntakvika 2011 – sérrit, Menntavísindasvið Há-
skóla Íslands: http://netla.hi.is/menntakvika 2011 [sótt 5. október 2012].
GÍFURLEG ÁSKoRUN