Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 75
74
oft ekki í námi og starfi þar sem kröfur eru gerðar um notkun viðeigandi
málsniðs og ákveðinnar formlegrar fagbundinnar orðræðu.20
Íslenskir háskólakennarar og fræðimenn hafa líka fundið fyrir aukinni
hvatningu til að nota ensku í fræðaskrifum sínum og koma greinum í útgáfu
á erlendum vettvangi.21 Matskerfi opinberra háskóla sýna að útgáfa hjá
„virtustu vísindaforlögum heims“ gefur flest stig, sem aftur liggja til grund-
vallar mati á vísindastörfum og framgangi í starfi í Háskóla Íslands.22
Höfundar hafa á undaförnum fjórum árum rannsakað stöðu ensku á
Íslandi, m.a. á háskólastigi.23 Hluti þeirrar rannsóknar var að kanna við-
horf kennara við Háskóla Íslands til eigin enskufærni og enskunotkunar í
formi rafrænnar könnunar sem send var út á póstlistann hi-starf í nóvem-
ber 2009.24 Niðurstöðum sem varða viðhorf til enskufærni og fræðilegra
skrifa verður stuttlega lýst hér.
Þátttakendur voru beðnir að meta enskufærni sína almennt og 72%
þeirra töldu hana vera mjög góða eða góða en aðeins um 40% töldu sig
vera mjög vel undirbúin fyrir ritun og var marktækur munur milli fræða-
sviða. Fræðimenn á Verkfræði- og náttúruvísindasviði skólans skáru sig
nokkuð úr, en 63% þeirra þar töldu sig vel undirbúin undir ritun á ensku.
Karlar telja sig almennt betur undirbúna en konur og því yngri sem þátt-
takendur voru, því betur undirbúna töldu þeir sig vera til að takast á við
ritun á ensku. Nánast helmingur svarenda skrifar meira en 75% af greinum
sínum á ensku. Því yngri sem fræðimennirnir voru, þeim mun líklegri voru
þeir til að skrifa eingöngu á ensku.25 Um 36% töldu sig ekki þurfa aðstoð
20 Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís ingvarsdóttir, „Enskan og fræðaskrifin“, Milli
mála, ritstj. Rebekka Þráinsdóttir og Magnús Sigurðsson, Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2010, bls. 179–200; Hulda Kristín Jóns-
dóttir, „To what extent do icelanders believe that their English proficiency meets
their daily communication needs within the business environment?“, erindi flutt
á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, 11.–12. mars 2011.
21 Menntakvika 2011 – sérrit, Menntavísindasvið Háskóla Íslands: http://netla.hi.is/
menntakvika 2011[sótt 10. nóvember 2011]
22 Reglur um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Há-
skóla Íslands, nr. 263/2010, 6. gr.: http://netla.khi.is/menntakvika2010/010.pdf
[sótt 28. nóvember 2012].
23 Hafdís ingvarsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, „Coping with English at Tertiary
Level: instructors’ Views“: http://netla.khi.is/menntakvika2010/010.pdf [sótt 17.
nóvember 2010].
24 Sama rit.
25 Hafdís ingvarsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, „ELF and academic writing: a per-
spective from the Expanding Circle“, Journal of English as a Lingua Franca 1/2013,
bls. 123–145.
BiRna aRnBjöRnsDóttiR og hafDís ingVaRsDóttiR