Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 83
82
í hér að framan. Þessi rannsókn rennir frekari stoðum undir það álit sem
fram kom í spurningakönnuninni þar sem mikill meirihluti þátttakenda taldi
enskukunnáttu sína góða. Þegar rýnt er í niðurstöðurnar kemur hins vegar
í ljós vandi sem er að nokkru leyti hulinn, a.m.k. ekki ræddur á opinberum
vettvangi innan Háskóla Íslands. Ritun fræðitexta krefst augljóslega ann-
ars konar færni en að geta ágætlega skilið og jafnvel talað málið. Viðtölin
endurspegla að þrýstingur á að fræðimenn fái birtar greinar erlendis virð-
ist mikill. Þar fylgjum við fordæmi annarra Norðurlandaþjóða.41 Einnig
kemur fram að fræðimenn sem lengst af hafa getað haldið sig við íslensku,
svo sem lögfræðingar, þurfa nú í auknum mæli að skrifa á ensku.
Í spurningakönnun okkar kom fram að yngri kennarar skrifa fremur
á ensku en þeir sem eldri eru og er það ef til vill vísbending um að yngri
kennararnir séu með því að vinna sig upp til að fá framgang sem þeir eldri
hafa þegar hlotið. Því mætti hugsa sér að eldri kennarar geti frekar leyft
sér að horfa fram hjá þessum þrýstingi um að birta ritsmíðar á ensku enda
kemur það óbeint fram í viðtölunum. Vafalaust er þó aukin alþjóðavæðing
háskóla ein meginskýringin.
Það var sláandi hversu ólík viðhorf komu fram eftir sviðum í fyrri rann-
sókn okkar og renna þessi viðtöl eindregið stoðum undir þá niðurstöðu.
Af viðtölunum má enn fremur álykta að háskólakennarar séu með ólíka
markhópa í huga fyrir skrif sín. Fræðimenn á Verkfræði- og náttúruvís-
indasviði virðast, eftir viðtölunum að dæma, fyrst og fremst skrifa fyrir
erlenda kollega sína á sama fræðasviði og hafa því ekki íslenskan lesenda-
hóp sérstaklega í huga. Hins vegar virðast kennarar á öðrum fræðasviðum
telja sig beinlínis hafa faglegar skyldur við íslenskan lesendahóp og að
þeim beri því að skrifa á íslensku. Þessir fræðimenn telja sig þurfa að vera
jafnvíga á bæði málin en slíkt er ekki heiglum hent eins og sýnt hefur verið
fram á. Nýlegar erlendar rannsóknir sýna að þeir sem skrifa á erlendu
máli standa oft höllum fæti, ekki síst í samkeppni um að fá greinar sínar
birtar.42 Til að átta okkur að einhverju leyti á þeim mikla mun sem kemur
41 Ragnhild Ljösland, „English in Norwegian academia: a step towards diglossia?“;
Brigid Brock-Utne, „The growth of English for academic communication in the
Nordic countries“, International Review of Education 3-4/2001, bls. 221–233; Anna
Mauranen, „English as the Lingua Franca of the Academic World“.
42 Theresa Lillis og Mary Jane Curry, „Professional Academic Writing by Multil-
ingual Scholars?“; Theresa Lillis, Ann Hewings, dimitra Vladimiroua og Mary
Jane Curry, „The geolinguistics of English as an academic lingua franca“; John
Flowerdew, „Scholarly writers who use English as an additional language: what
can Goffman’s “Stigma” tell us?“, bls. 77–86.
BiRna aRnBjöRnsDóttiR og hafDís ingVaRsDóttiR