Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 85

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 85
84 heim og saman við rannsóknir Turner sem hefur bent á að prófarkalestur sé ekki það sem þörf er á í þessum tilvikum heldur þurfi yfirlesari bæði að kunna tungumálið og þekkja efnið og ritunarhefðirnar innan viðkom- andi fræðasviðs.48 Undir þetta taka viðmælendur okkar, enda ætti að vera ljóst að það þarf meira en prófarkalestur til að taka grein sem skrifuð er á „einföldu og ekki réttu máli“ og snúa henni á mál sem viðurkennt er í alþjóðlegum fræðiritum. Lillis og Curry hafa bent á að hugsanlega séu niðurstöður endurtúlkaðar í slíku ferli.49 Viðtölin leiða í ljós að hér er um falinn vanda að ræða og að þarna er mikill munur á aðstöðu og kröfum um stíl og málfar innan hinna ólíku fræðasviða. Vandinn er því mismikill eftir sviðum og samkeppnisstaða fræðigreinanna ekki jöfn að þessu leyti. Að framansögðu er því ekki einhlítt að samkeppnishæfni aukist við að allir reyni að birta ritsmíðar sínar á ensku. Það leiðir hugann að því hvort ekki þurfi að velta því fyrir sér að viðurkenna það sem við höfum kallað ritunar- hreim í rituðu máli alveg eins og viðurkenndur er ólíkur hreimur í töluðu máli. Það er ljóst að hér er á ferðinni efni sem rannsaka þarf frekar. Einnig þarf að gefa gaum áhyggjum af stöðnun íslensks fræðamáls sem greina mátti í máli viðmælenda. 8. Lokaorð Vissulega hefur útgáfa íslenskra fræðimanna í alþjóðlegum tímaritum auk- ist en þessi rannsókn bendir til að það sé ekki eini mælikvarðinn á gæði háskóla og ýmislegt þurfi að athuga nánar. Þá er ljóst að það tekur í mörg- um tilfellum meiri tíma að skrifa á ensku en á íslensku og því geta fylgt töluverð fjárútlát fyrir íslenska fræðimenn. Við vitum ekki nægilega vel í hverju vandinn liggur og ljóst er að hér þarf frekari rannsóknir. Rannsóknin gefur enn fremur vísbendingar um að það sé töluverður aðstöðumunur á milli sviða. Annars vegar byggist sá munur á hefð fyrir teymisvinnu í sumum greinum þar sem erlendir (enskumælandi) þátttakendur eru oft með í teyminu og hins vegar eru ritunarhefðir ólíkar eftir greinum og það gerir framsetningu rannsókna auðveldari á sumum fræðasviðum en öðrum. Í ljósi þessara niðurstaðna leggjum við til að komið verði á fót ritverum þar sem kennarar geti leitað sér aðstoðar af svipuðum toga og í ritverunum 48 Joan Turner, „Supporting Academic Literacy: issues of Proofreading and Language Proficiency?“ 49 Theresa Lillis og Mary Jane Curry, Academic writing in a global context: the politics and practices of publishing in English. BiRna aRnBjöRnsDóttiR og hafDís ingVaRsDóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.