Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 90
89
ast við eða hafa brugðist við. Fyrir mér vakir að sýna að hugarlestur er þá
aðeins eitt atriði af mörgum sem ástæða er til að gefa gaum.
Sérstaklega skal tekið fram að menn eru vanir að byggja greiningu
sína á bókmenntum á eigin skynjun, ímyndunarafli og skilningi, séu ekki
til glöggar heimildir um viðtökur þeirra. Þrátt fyrir skorður einstaklings-
verunnar ætla ég m.a. með skírskotun til bókmennta- og menningarsögu,
svo og almennra einkenna homo sapiens að geta mér til um hver viðbrögð
manna við sögu Jóhanns Magnúsar kunni að vera eða hafa verið. Þannig
langar mig að gera hvort tveggja í senn: veita dálitla innsýn í það samhengi
sem lestur manna er hluti af og draga athygli að ýmsum almennum líkams-
einkennum sem koma við sögu þegar lesið er og skipta að mínu viti síst
minna máli en hugarlestur.
Mér vitanlega hefur sagan „Ungfrú Harrington og ég“ aldrei verið
tengd leynilögreglusögum en hún er, að ég hygg, fróðlegt dæmi um
hvernig þær höfðu áhrif á sagnagerð við upphaf síðustu aldar og vekur upp
vangaveltur um bókmenntasögu sem ég vík að í lokaorðum.
II
Lestur átti hug margra bókmenntafræðinga á 20. öld og er þá skemmst að
minnast manna eins og Rolands Barthes, Wolfgangs iser og Stanleys Fish.
Á 21. öldinni hefur ekki dregið úr þeim áhuga en eitt af því sem hefur bæst
við er aukin áhersla á að skoða lestur í tengslum við hugarstarfsemi eða
líkamsstarfsemi í heilu lagi. Meðal þess sem hefur notið vinsælda síðustu
ár er tilgátan um svokallaða hugarkenningu eða hugarlestur eins og hún
er gjarna kölluð. Hana má rekja til hálffertugrar greinar sálfræðingsins
davids Premack og félaga hans Guys Woodruff um vitsmunalíf prímata
þar sem þeir gera ráð fyrir að einstaklingur sem hefur vald á hugarkenn-
ingunni geti ætlað sjálfum sér og öðrum tiltekið hugarástand (e. mental
state).8 Í framhaldinu skilgreindu sálfræðingurinn Simon Baron-Cohen
og fleiri hugarkenninguna í tengslum við rannsóknir á einhverfu en rann-
sóknir á geðklofa bættust síðar við.9 Baron-Cohen og félagar litu svo á að
8 david Premack og Guy Woodruff, „does the chimpanzee have a Theory of
Mind?“, Behavioral and Brain Sciences 1974 1/4, bls. 515−526, hér bls. 515.
9 Simon Baron-Cohen, Alan M. Leslie og Uta Frith, „does the autistic child have
a Theory of Mind?“, Cognition 21/1985, bls. 37−46; Simon Baron-Cohen, Mind-
blindness, An Essay on Autism and Theory of Mind, Cambridge Ma. og London 1997
[1995]: The MiT Press; Alan M. Leslie, „Pretense and Representation: The ori-
gins of “Theory of Mind”“, Psychological Review 4/1987, bls. 412−426.
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM