Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 98
97
hann gerir ráð fyrir að hún segi að minnsta kosti frá tveimur atburðum.39
Líkingu geta menn auðveldlega bundið einu litlu atviki og miðlað þannig
upplifun sinni af öðrum.
Nauðsynlegt er líka að spyrja að hvaða marki aðstæður séu aðrar við
skáldsagnalestur en í almennum félagslegum samskiptum. Líkamsstarfsemi
mannsins breytist naumast þegar hann fæst við lestur en er umhugsun hans
ríkari en ella, þegar hann er einn með rituðum texta? Svarið við því ræðst að
nokkru af því hvaða afstöðu menn hafa til tungumáls. Zunshine segir ekki
sérstaklega frá hugmyndum sínum um tungumálið en ofuráherslan, sem
hún leggur á að lestur snúist um að „lesa í hug annarra“, sýnir að hún lítur
á samband huga og líkama á annan hátt en ég kysi. Þróunarfræðingarnir
sem hún sækir til, byggja eins og fyrr var nefnt á hugmynd Fodors um
hinn deildaskipta huga,40 sem er náskyld málkunnáttufræði en gerir ráð
fyrir að hugurinn sé gerður af sjálfstæðum einingum (sjón, máli, hreyf-
ingum o.s.frv.). Hugmynd Fodors hefur verið kölluð „„hreinþýðingar“-
afstaða til tungumáls“ þar eð hann geri ráð fyrir að náttúruleg málkunnátta
felist í að menn geti parað saman yrðingar þess og tiltekinn innri kóða,
mál hugsunarinnar.41 Hugsamvera er þá almennt fjarri góðu gamni svo að
litlu skiptir hvort um skáldsagnalestur eða almenn mannleg samskipti er
að ræða.42
Gallagher og Hutto lýsa ekki fremur en Zunshine afstöðu sinni til
tungumáls í þeirri grein sem ég hef vitnað til. En hér skal mælt fyrir skiln-
ingi þeirra hugrænu málvísinda sem gera ráð fyrir að almenn lögmál um
hugarvirkni eigi við tungumál eins og annað atferli manna; að vitsmunir
þeirra séu líkamsmótaðir og náið samband milli hugsana þeirra, tungu-
máls og hreyfinga; svo og að reynsla þeirra, jafnt í skiptum við aðra sem
umhverfi og menningu, marki mál þeirra í ríkum mæli.43 Að auki skal
39 Shaun Gallagher og daniel d. Hutto, „Understanding others through primary
interaction and narrative practice“, bls. 30.
40 Hið sama gildir líka um Ellen Spolsky sem Zunshine vitnar til þegar hún vill gera
grein fyrir tengslum menningar og vitsmuna, sjá Lisa Zunshine, Why We Read
Fiction, bls. 155.
41 Sbr. Andy Clark, „Language, embodiment, and the cognitive niche“, Trends in
Cognitive Sciences 10/8 2006, bls. 370−374, hér bls. 370.
42 Tekið skal fram til að halda sem flestu til haga að Zunshine reynir að styrkja útfærslu
sína á hugarkenningunni með nokkurri umfjöllun um tilfinningar og skírskotun til
menningar.
43 Hér skal sérstaklega nefnt að ýmsar rannsóknir í hugrænni taugafræði sanna að
tengsl eru í heilanum milli tungumáls og hreyfinga eða gerða (e. action). Sem dæmi
má nefna að merkingarríkt látæði sem fylgir töluðu máli vekur áþekk taugaviðbrögð
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM