Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 98

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 98
97 hann gerir ráð fyrir að hún segi að minnsta kosti frá tveimur atburðum.39 Líkingu geta menn auðveldlega bundið einu litlu atviki og miðlað þannig upplifun sinni af öðrum. Nauðsynlegt er líka að spyrja að hvaða marki aðstæður séu aðrar við skáldsagnalestur en í almennum félagslegum samskiptum. Líkamsstarfsemi mannsins breytist naumast þegar hann fæst við lestur en er umhugsun hans ríkari en ella, þegar hann er einn með rituðum texta? Svarið við því ræðst að nokkru af því hvaða afstöðu menn hafa til tungumáls. Zunshine segir ekki sérstaklega frá hugmyndum sínum um tungumálið en ofuráherslan, sem hún leggur á að lestur snúist um að „lesa í hug annarra“, sýnir að hún lítur á samband huga og líkama á annan hátt en ég kysi. Þróunarfræðingarnir sem hún sækir til, byggja eins og fyrr var nefnt á hugmynd Fodors um hinn deildaskipta huga,40 sem er náskyld málkunnáttufræði en gerir ráð fyrir að hugurinn sé gerður af sjálfstæðum einingum (sjón, máli, hreyf- ingum o.s.frv.). Hugmynd Fodors hefur verið kölluð „„hreinþýðingar“- afstaða til tungumáls“ þar eð hann geri ráð fyrir að náttúruleg málkunnátta felist í að menn geti parað saman yrðingar þess og tiltekinn innri kóða, mál hugsunarinnar.41 Hugsamvera er þá almennt fjarri góðu gamni svo að litlu skiptir hvort um skáldsagnalestur eða almenn mannleg samskipti er að ræða.42 Gallagher og Hutto lýsa ekki fremur en Zunshine afstöðu sinni til tungumáls í þeirri grein sem ég hef vitnað til. En hér skal mælt fyrir skiln- ingi þeirra hugrænu málvísinda sem gera ráð fyrir að almenn lögmál um hugarvirkni eigi við tungumál eins og annað atferli manna; að vitsmunir þeirra séu líkamsmótaðir og náið samband milli hugsana þeirra, tungu- máls og hreyfinga; svo og að reynsla þeirra, jafnt í skiptum við aðra sem umhverfi og menningu, marki mál þeirra í ríkum mæli.43 Að auki skal 39 Shaun Gallagher og daniel d. Hutto, „Understanding others through primary interaction and narrative practice“, bls. 30. 40 Hið sama gildir líka um Ellen Spolsky sem Zunshine vitnar til þegar hún vill gera grein fyrir tengslum menningar og vitsmuna, sjá Lisa Zunshine, Why We Read Fiction, bls. 155. 41 Sbr. Andy Clark, „Language, embodiment, and the cognitive niche“, Trends in Cognitive Sciences 10/8 2006, bls. 370−374, hér bls. 370. 42 Tekið skal fram til að halda sem flestu til haga að Zunshine reynir að styrkja útfærslu sína á hugarkenningunni með nokkurri umfjöllun um tilfinningar og skírskotun til menningar. 43 Hér skal sérstaklega nefnt að ýmsar rannsóknir í hugrænni taugafræði sanna að tengsl eru í heilanum milli tungumáls og hreyfinga eða gerða (e. action). Sem dæmi má nefna að merkingarríkt látæði sem fylgir töluðu máli vekur áþekk taugaviðbrögð AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.