Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 100
99
En þá er lykilatriði hvernig menn gera ráð fyrir að lesandinn hafi mótast
sem gerandi. Ef þeir hneigjast að því að hann rísi upp af víxlverkun líkama
síns við líkama dýra af sömu tegund; ef þeir líta svo á að félagsleg samverk-
an (e. social interaction)48 sé forsenda fyrir tilurð hans og frásögnin fari með
stórt hlutverk í mótun hans, ætti að blasa við að lestur þyrfti að skoða í því
ljósi. Eða með öðrum orðum: í stað þess að menn sjái skáldsagnalesandann
fyrst og fremst fyrir sér sem stakan huga sem ræður tákn á blaði − og þegar
best lætur innan ramma tiltekinnar menningar − væri kannski ráð að skoða
hann sem dýr með líkamsmótaða vitsmuni er kemur að lestri markaður frá
öndverðu af félagslegri samverkan og ríkjandi menningareinkennum.
Einstaklingurinn hefur verið mjög í brennidepli vestrænnar menningar
síðustu aldir svo ekki er að undra að það birtist í afstöðu bókmennta-
fræðinnar til lesandans. En bókmenntafræðingar hafa þess utan stundum
heldur þrönga hugmynd um þann sem les. Þeir taka t.d. oft lítið tillit til
þess að fólk sem les skáldsögur almennt, lítur einatt á skáldsagnapersónur
sem „menn“ og talar um þá sem kunningja eða heimaganga, ef ekki sem
blóðuga andstæðinga. Þess í stað setja bókmenntafræðingar á oddinn að
lesandinn sé utan skáldsögunnar og geti ekki kallað fram viðbrögð skáld-
sagnapersóna eða haft áhrif á þær í atburðarásinni. Það er auðvitað satt og
rétt, svo langt sem það nær. En ástæðulaust er að láta það skyggja á hvernig
lesendur „ganga inn í“ heim frásagnar, svo ekki sé minnst á hitt að frásögnin
virðist ein helsta aðferð manna til að læra að takast á við heiminn og er snar
þáttur í félagslegri samverkan þeirra frá blautu barnsbeini. Reyndar hefur
hún slík áhrif að þegar fram í sækir afskrifa þeir jafnvel aðra eða forðast þá,
meðal annars af því að þeir segja sögur sem þeim eru ekki að skapi.49
Menn eru sífellt að ímynda sér og ræða um eitthvað það sem ekki er
– „Hefði ég tekið strætó, hefði ég ekki lent í árekstri“; „Hefði ég ekki
tekið afstöðu gegn henni um daginn, léti hún ekki svona núna“. Þetta
er slíkur órofa þáttur í vitsmunalífi mannsins að það markar formgerð
tungumála og er beinlínis forsenda skáldskapar. Skáldskapurinn er eins
48 Hugtakið er hér notað miðað við skilgreiningu Hanne de Jaegher, Ezequiels di
Paolo og Shauns Gallagher. Þau gera ráð fyrir að um sé að ræða flókið fyrirbæri
sem spanni ýmsa þætti atferlis, bæði í máli og ekki í máli. Það taki til margra þátt-
takenda og byggist oft á tæknimiðlun. Sjá Hanne de Jaegher, Ezequiel di Paolo
og Shaun Gallagher, „Can social interaction constitute social cognition?“, Trends
in Cognitive Sciences, 10/2010, bls. 441−447, hér bls. 442.
49 Þegar ég vann í frystihúsi sem unglingur varaði ein af gömlu konunum mig við
tilteknum körlum sem höfðu miður góða afstöðu til kvenna og sagði: „Haltu þig
frá þeim. Það er bæði daunn af þeim og sögunum sem þeir segja.“
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM