Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 101

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 101
100 og markviss útvíkkun þeirrar hversdagsiðju að hugleiða og ræða – jafnvel í geðshræringu − ímyndaða atburði sem tengjast allajafna félagslegri sam- verkan. og líti menn svo á að skáldsögur verði til í samverkan höfundar og lesenda er þar kominn einn þáttur sem vitnar um félagslegt samverkunar- samband.50 Annar þáttur gæti verið samlíðan (e. empathy) lesandans með tiltekinni skáldsagnapersónu eða hópi persóna við tilteknar aðstæður – þ.e. sú upplifun að hann finni til þess sem persónurnar finna til (sársauka, gleði o.s.frv.) án þess að hann sé í don-kíkótísku ástandi. Enda þótt persónurnar bregðist hvorki við upplifun lesandans né hann geti breytt atburðarásinni á síðum bókarinnar, getur skáldverkið sem heild styrkt samlíðan hans eða gert hana að engu. Slík áherslubreyting í afstöðu til lestrar og nú hefur verið tæpt á, krefst hins vegar rúmfrekari úrvinnslu en hér gefst færi til.51 Því skal aðeins bætt einu við. ég er ekki tilbúin til að mæla eins einarðlega gegn öllum útfærslum hugarkenningarinnar og Gallagher og Hutto.52 Ljóst er líka að þó að skilningur þeirra tveggja á félagslegu vitsmunastarfi kunni að eiga almennt við, útilokar það ekki að í ákveðnum tilvikum – eins og við bók- menntalestur – geti t.d. einhver samþætting hermikenningarinnar og hug- myndarinnar um spegilfrumurnar komið til. Gallagher og Hutto kannast líka við það,53 enda er ekki meira vitað en það um heilastarfsemi í tengslum 50 Hugsi menn með sér að höfundur geti ekkert við því gert er lesendur leggja annan skilning í verk hans en hann kysi, er því til að svara að það getur hann raunar, að minnsta kosti að einhverju marki og í ákveðnum tilvikum. Hafa má til vitnis um það hvernig Bertolt Brecht breytti Mutter Courage eftir uppsetningu verksins í Sviss 1941 þar eð honum líkaði ekki hvernig það var útlagt. Breytingarnar komu hins vegar ekki í veg fyrir að menn héldu áfram að sjá aðra fleti á verkinu en hann ætl- aðist til, sjá t.d. Christa Hasche, „Through the Minefields of ideologies: The Stag- ing of Mutter Courage und ihre Kinder“, Modern Drama 42/1999, bls. 185−190. 51 Undir eru margflókin fyrirbæri sem orka á skynjun, skilningarvit og ímyndunarafl og kalla á sérstaka umfjöllun hvert um sig: áhrifin á áhorfandann af því sem hann horfir á; áhrifin af hljómfalli (hrynjandi, hljómi, áherslum) máls á ómeðvitaða vits- munastarfsemi; áhrif hins ósagða á ímyndunaraflið og fleira í þeim dúr. 52 Gallagher hefur ekki síst gengið hart fram í að andmæla hugarkenningunni. Í grein frá síðasta ári gagnrýnir hann t.d. hermikenninguna í tengslum við umfjöllun um samlíðan, sjá Shaun Gallagher, „Empathy, Simulation, and Narrative“, Science in Context 3/2012, bls. 355−381. 53 Gallagher og Hutto nefna að við ákveðnar aðstæður, t.d. þar sem hátterni annarra er einhverjum ráðgáta, sé hugsanlegt að hann styðjist bókstaflega við kenningu eða hermun (e. simulation) en það sé í undantekningartilvikum, sjá Shaun Gallagher og daniel d. Hutto, „Understanding others through primary interaction and narrative practice“, bls. 19. BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.