Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 101
100
og markviss útvíkkun þeirrar hversdagsiðju að hugleiða og ræða – jafnvel
í geðshræringu − ímyndaða atburði sem tengjast allajafna félagslegri sam-
verkan. og líti menn svo á að skáldsögur verði til í samverkan höfundar og
lesenda er þar kominn einn þáttur sem vitnar um félagslegt samverkunar-
samband.50 Annar þáttur gæti verið samlíðan (e. empathy) lesandans með
tiltekinni skáldsagnapersónu eða hópi persóna við tilteknar aðstæður – þ.e.
sú upplifun að hann finni til þess sem persónurnar finna til (sársauka, gleði
o.s.frv.) án þess að hann sé í don-kíkótísku ástandi. Enda þótt persónurnar
bregðist hvorki við upplifun lesandans né hann geti breytt atburðarásinni
á síðum bókarinnar, getur skáldverkið sem heild styrkt samlíðan hans eða
gert hana að engu.
Slík áherslubreyting í afstöðu til lestrar og nú hefur verið tæpt á, krefst
hins vegar rúmfrekari úrvinnslu en hér gefst færi til.51 Því skal aðeins
bætt einu við. ég er ekki tilbúin til að mæla eins einarðlega gegn öllum
útfærslum hugarkenningarinnar og Gallagher og Hutto.52 Ljóst er líka að
þó að skilningur þeirra tveggja á félagslegu vitsmunastarfi kunni að eiga
almennt við, útilokar það ekki að í ákveðnum tilvikum – eins og við bók-
menntalestur – geti t.d. einhver samþætting hermikenningarinnar og hug-
myndarinnar um spegilfrumurnar komið til. Gallagher og Hutto kannast
líka við það,53 enda er ekki meira vitað en það um heilastarfsemi í tengslum
50 Hugsi menn með sér að höfundur geti ekkert við því gert er lesendur leggja annan
skilning í verk hans en hann kysi, er því til að svara að það getur hann raunar, að
minnsta kosti að einhverju marki og í ákveðnum tilvikum. Hafa má til vitnis um
það hvernig Bertolt Brecht breytti Mutter Courage eftir uppsetningu verksins í Sviss
1941 þar eð honum líkaði ekki hvernig það var útlagt. Breytingarnar komu hins
vegar ekki í veg fyrir að menn héldu áfram að sjá aðra fleti á verkinu en hann ætl-
aðist til, sjá t.d. Christa Hasche, „Through the Minefields of ideologies: The Stag-
ing of Mutter Courage und ihre Kinder“, Modern Drama 42/1999, bls. 185−190.
51 Undir eru margflókin fyrirbæri sem orka á skynjun, skilningarvit og ímyndunarafl
og kalla á sérstaka umfjöllun hvert um sig: áhrifin á áhorfandann af því sem hann
horfir á; áhrifin af hljómfalli (hrynjandi, hljómi, áherslum) máls á ómeðvitaða vits-
munastarfsemi; áhrif hins ósagða á ímyndunaraflið og fleira í þeim dúr.
52 Gallagher hefur ekki síst gengið hart fram í að andmæla hugarkenningunni. Í grein
frá síðasta ári gagnrýnir hann t.d. hermikenninguna í tengslum við umfjöllun um
samlíðan, sjá Shaun Gallagher, „Empathy, Simulation, and Narrative“, Science in
Context 3/2012, bls. 355−381.
53 Gallagher og Hutto nefna að við ákveðnar aðstæður, t.d. þar sem hátterni annarra
er einhverjum ráðgáta, sé hugsanlegt að hann styðjist bókstaflega við kenningu eða
hermun (e. simulation) en það sé í undantekningartilvikum, sjá Shaun Gallagher
og daniel d. Hutto, „Understanding others through primary interaction and
narrative practice“, bls. 19.
BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR