Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 104

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 104
103 fylgir er haldið við með því að hver persónan af annarri ber á sögumann að hann sé norskur og heiti Jorgensen. Sjálfur gengst hann við nafni í öðrum hluta og kveðst vera Vigfússon. En þó að nafnið sé íslenskt skapar það ekki vissu andspænis fullyrðingum annarra um að hann sé norskur. Annað mikilsvert einkenni frásagnarinnar eru vísbendingar. Þær má rekja til leynilögreglusögunnar en vilji menn velta fyrir sér áhrifum sögu Jóhanns Magnúsar þegar hún kom út verður að minnsta kosti að slá tvo varnagla. Á þeim tíma höfðu almennir lesendur hérlendis haft minni kynni af leynilögreglusögunni en síðar varð.57 En að auki var hún sjálf heldur ekki búin að fá þá mynd sem seinna varð svo vinsæl með tilkomu höfunda eins og Agöthu Christie. Morðgátan var m.ö.o. ekki fullmótuð; frásögnin þar sem lesendur fylgjast með einkaspæjara kanna vettvang glæpsins og yfirheyra persónur þannig að vísbendingar hrannast upp uns spæjarinn endurgerir að lokum „fortíðarsöguna“ að baki glæpnum. Franco Moretti hefur bent á að vísbendingar – sem hann skilgreinir sem upplýsingar sem tengjast morðingjanum og þarf að ráða í – eru fjarri því einkenni allra leynilögreglusagna undir lok 19. aldar og leika jafnvel ekki lykilhlutverk í höfundarverki Conans doyle nema framan af. Menn eru sannarlega í óðaönn að prófa sig áfram með sögur af glæpum, eins og Zunshine nefn- ir,58 og þá er ýmsum aðferðum beitt sem ekki urðu eins fyrirferðarmikl- ar í leynilögreglusögunni á gullaldarskeiðinu svonefnda en einkenndu þá fremur annars konar sögur. Af því að ekki er fullljóst fyrr en liðið er mjög á söguna „Ungfrú Harr- ington og ég“ hvers konar saga er sögð, skal einfaldlega lagður sá skiln- ingur í vísbendingar hér að þær séu ,það sem bendir til einhvers‘. Í sög- unni reynast þær af ýmsum toga. Sumar minna á leynilögreglusöguna, t.d. þegar persóna skilur einhvern hlut eftir á vettvangi atburða sem vitnar um að hún hafi verið þar. Aðrar tengjast hinni sérstöku gátu sögunnar. Þar eð sögumaður grípur oftar en einu sinni til þess ráðs að líkja atburðum við vinsælar frásagnir eða atvik úr þeim, orkar slíkt samtal við eldri bók- 57 Ýmislegt hafði þó birst á íslensku, t.d. þýðing á The Mystery of the Hansome Cab eftir Fergus W. Hume. Hún kom út í Ástralíu 1886 en í íslenskri þýðingu í Winnipeg 1890, sjá Fergus W. Hume, Myrtur í vagni, Winnipeg: Lögberg, 1890. Saga eftir Edgar Allan Poe birtist t.d. líka í Iðunni 1886 og sögur Sherlocks Holmes sem fram- haldssögur í heimilisritinu Hauki á Ísafirði, sjá Edgar Poe, „Brjefstuldurinn“, Iðunn 1/1885, bls. 36−62 og Arthur Conan doyle, „Sögur Sherlock Holmes“, Haukur 1−21/1907. 58 Sjá Franco Moretti, „The Slaughterhouse of Literature“, Modern Language Quar- terly 1/2000, bls. 207−227, hér bls. 212−216. AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.