Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 104
103
fylgir er haldið við með því að hver persónan af annarri ber á sögumann að
hann sé norskur og heiti Jorgensen. Sjálfur gengst hann við nafni í öðrum
hluta og kveðst vera Vigfússon. En þó að nafnið sé íslenskt skapar það ekki
vissu andspænis fullyrðingum annarra um að hann sé norskur.
Annað mikilsvert einkenni frásagnarinnar eru vísbendingar. Þær má
rekja til leynilögreglusögunnar en vilji menn velta fyrir sér áhrifum sögu
Jóhanns Magnúsar þegar hún kom út verður að minnsta kosti að slá tvo
varnagla. Á þeim tíma höfðu almennir lesendur hérlendis haft minni kynni
af leynilögreglusögunni en síðar varð.57 En að auki var hún sjálf heldur
ekki búin að fá þá mynd sem seinna varð svo vinsæl með tilkomu höfunda
eins og Agöthu Christie. Morðgátan var m.ö.o. ekki fullmótuð; frásögnin
þar sem lesendur fylgjast með einkaspæjara kanna vettvang glæpsins og
yfirheyra persónur þannig að vísbendingar hrannast upp uns spæjarinn
endurgerir að lokum „fortíðarsöguna“ að baki glæpnum. Franco Moretti
hefur bent á að vísbendingar – sem hann skilgreinir sem upplýsingar sem
tengjast morðingjanum og þarf að ráða í – eru fjarri því einkenni allra
leynilögreglusagna undir lok 19. aldar og leika jafnvel ekki lykilhlutverk
í höfundarverki Conans doyle nema framan af. Menn eru sannarlega í
óðaönn að prófa sig áfram með sögur af glæpum, eins og Zunshine nefn-
ir,58 og þá er ýmsum aðferðum beitt sem ekki urðu eins fyrirferðarmikl-
ar í leynilögreglusögunni á gullaldarskeiðinu svonefnda en einkenndu þá
fremur annars konar sögur.
Af því að ekki er fullljóst fyrr en liðið er mjög á söguna „Ungfrú Harr-
ington og ég“ hvers konar saga er sögð, skal einfaldlega lagður sá skiln-
ingur í vísbendingar hér að þær séu ,það sem bendir til einhvers‘. Í sög-
unni reynast þær af ýmsum toga. Sumar minna á leynilögreglusöguna, t.d.
þegar persóna skilur einhvern hlut eftir á vettvangi atburða sem vitnar um
að hún hafi verið þar. Aðrar tengjast hinni sérstöku gátu sögunnar. Þar
eð sögumaður grípur oftar en einu sinni til þess ráðs að líkja atburðum
við vinsælar frásagnir eða atvik úr þeim, orkar slíkt samtal við eldri bók-
57 Ýmislegt hafði þó birst á íslensku, t.d. þýðing á The Mystery of the Hansome Cab eftir
Fergus W. Hume. Hún kom út í Ástralíu 1886 en í íslenskri þýðingu í Winnipeg
1890, sjá Fergus W. Hume, Myrtur í vagni, Winnipeg: Lögberg, 1890. Saga eftir
Edgar Allan Poe birtist t.d. líka í Iðunni 1886 og sögur Sherlocks Holmes sem fram-
haldssögur í heimilisritinu Hauki á Ísafirði, sjá Edgar Poe, „Brjefstuldurinn“, Iðunn
1/1885, bls. 36−62 og Arthur Conan doyle, „Sögur Sherlock Holmes“, Haukur
1−21/1907.
58 Sjá Franco Moretti, „The Slaughterhouse of Literature“, Modern Language Quar-
terly 1/2000, bls. 207−227, hér bls. 212−216.
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM