Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 109
108
sögumann, má færa að því rök að lesendur þurfi að meta ýmsar „heimilda-
myndir“ í frásögninni og ástunda hugarlestur, t.d. í samræðu sögumanns
og alþýðukonunnar. Vísbendingar eru allt frá upphafi sögu um hverrar
gerðar hún sé og eftir þeim þurfa menn að taka, muna þær og „ráða“ þær.
En hugur persóna er þá ekki bara það sem skiptir máli. Eða hvernig hafa
lesendur brugðist við svofelldum orðum sögumanns við lok fyrsta hlut-
ans: „og ég fann, að mig langaði til að kynnast henni [ungfrú Harrington]
betur og sannfæra hana um það, að ég væri ekki sá maður sem hún héldi að
ég væri“ (16). ég get mér þess til að ólíklegt sé að þeir hafi allir hnotið sér-
staklega um sögnina „finna“ sem tengist líkamsupplifun og tilfinningum.
dulargervi er algengt jafnt í leynilögreglusögum Viktoríutímabilsins á
Englandi sem í amerískum tíu aura sögum (e. dime novels) frá því um alda-
mótin 1900. Einhverjir fyrstu lesenda „Ungfrú Harrington og ég“ hafa því
sennilega þekkt til gerva Sherlocks Holmes eða segjum ýmissa persóna í
sögunni Konungi leynilögreglumannanna.68 og þegar menn telja sig vita
eitthvað – eins og að persónur bregði sér gjarna í líki annarra í leynilög-
reglusögum getur verið erfitt að hrista slíka vitneskju af sér.69 Engu líkara
er en Jóhann Magnús spili á það. dulargervi, og leyndin sem þeim tengist,
taka nú í ríkum mæli að flækja málin en virðast jafnframt nýtt til að opna
hægt og bítandi augu lesenda fyrir því að hverju stefnir.
Sögumaður gefur í þriðja hluta yfirlit yfir tímann sem líður frá því að
grímuballið er haldið skömmu eftir áramót þar til næstu meginatburðir
verða um mitt sumar. Hann víkur þá m.a. að alþýðukonunni á grímuball-
inu og ungfrú Harrington. Um hina fyrri segir hann:
Mér hafði geðjazt vel að framkomu hennar, þótti rödd hennar þýð,
og líkamshreyfingar hennar mjúklegar og viðkunnanlegar, og ég
fann, að ég var henni af hjarta þakklátur fyrir það að aðvara mig. og
nú sárlangaði mig til að vita hver hún væri, − sárlangaði að kynnast
henni. (40)
Reynslan, sem sögumaður lýsir, myndar andstæðu við reynslu hans af ung-
frú Harrington á miðilsfundinum en er í ofanálag furðu nákvæm lýsing
á hvernig ungur strákur dregst líkamlega að konu þannig að það markar
tilfinningar hans og langanir svo mjög – að segja má í hálfkæringi að hann
68 Sjá t.d. Haukur 30−31/1900, bls. 118−122.
69 Vera Tobin kallar þetta „curse of knowledge“ og tengir bæði blöndunarkenningu
Fauconniers og Turners og hugarkenningunni, sjá Vera Tobin, „The Cognitive
bias and the poetics of surprise“, Language and Literature 2/2009, bls. 155–172.
BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR