Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 110

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 110
109 verki, sbr. „sárlangaði“ (leturbr. mín)! Löngun stráks til kvenna virðist svo ekki bundin einni konu er hann greinir frá skiptum sínum við ungfrú Harrington. Þar kemur fram að hann dáist að einhverju í fari ungu kon- unnar og að hann hefur rekist á hana oftar en einu sinni um veturinn í fylgd ungs manns. Hún hefur ýmist látið eins og hún sæi ekki sögumann eða hann hefur skynjað að hún fyrirliti hann og hataði. Þar eð hún er nú gjarnan með fylgdarmanni, sem er raunar maðurinn með valbrána, kann hún vegna einkenna vinsældasagna að orka – og hafa orkað – á einhverja sem glæfrakvendi í slagtogi við misindismann. En áhrif hennar á sögu- mann eru önnur: Þrátt fyrir það [fyrirlitninguna og hatrið] var eins og mér fynd- ist eitthvað það við hana, sem mér geðjaðist vel, eitthvað sem var tígulegt, traust og aðdáunarvert, en ég gat ekki gjört mér grein fyrir því, hvað það í raun og veru var. Ef til vill var það hið heilbrigðislega útlit hennar, æskuroðinn í kinnunum, hinar fjörlegu mjúklegu lík- amshreyfingar, og hinn gáfulegi, einbeittlegi svipur? Eða var það eitthvað annað, eitthvað sem var hulið í innstu fylgsnum sálar henn- ar, sem kom mér, næstum á móti vilja mínum, til að bera djúpa virð- ingu fyrir henni og dást að henni? (41) Ekki fer milli mála að það er líkami Harrington í heilu lagi sem hefur þessi áhrif á sögumann enda útskýrir hann upplifun sína með því að hann skynji djúprætt einkenni ungfrúarinnar. En frásögnin getur líka vakið spurningar um hvernig spilað er á líkama lesenda. Hafa „kvennajátningar“ sögumanns vakið samúð (e. sympathy) þeirra með honum, hafa þeir jafnvel fundið bók- staflega til með honum (e. empathize), þar sem hann stendur í aðdáun og virðingu andspænis konu sem ekki er annað að sjá en forakti hann – eða hafa þeir kannski brosað að honum, einvörðungu, eða í og með? Má vera að þeir hafi fremur gefið sig sögunni á vald en reynt að lesa í hug persóna? Við slíkum spurningum fást auðvitað engin óyggjandi svör. Sögur Jóhanns Magnúsar voru hins vegar mjög vinsælar og ummæli manna um þær bera því vitni hvað heillaði þá. Þannig leggur Árni Bjarnarson, bókaútgefandi, áherslu á spennuþátt þeirra og „ævintýraljóma“: Af bókum Jóhanns, sem út hafa komið, hlutu Brazilíufararnir, Ei ríkur Hansson og Vornætur á Elgsheiðum langmestar vinsældir. Svo að segja hver Íslendingur las þær, og Jóhann Magnús varð þegar AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.