Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 110
109
verki, sbr. „sárlangaði“ (leturbr. mín)! Löngun stráks til kvenna virðist
svo ekki bundin einni konu er hann greinir frá skiptum sínum við ungfrú
Harrington. Þar kemur fram að hann dáist að einhverju í fari ungu kon-
unnar og að hann hefur rekist á hana oftar en einu sinni um veturinn í
fylgd ungs manns. Hún hefur ýmist látið eins og hún sæi ekki sögumann
eða hann hefur skynjað að hún fyrirliti hann og hataði. Þar eð hún er nú
gjarnan með fylgdarmanni, sem er raunar maðurinn með valbrána, kann
hún vegna einkenna vinsældasagna að orka – og hafa orkað – á einhverja
sem glæfrakvendi í slagtogi við misindismann. En áhrif hennar á sögu-
mann eru önnur:
Þrátt fyrir það [fyrirlitninguna og hatrið] var eins og mér fynd-
ist eitthvað það við hana, sem mér geðjaðist vel, eitthvað sem var
tígulegt, traust og aðdáunarvert, en ég gat ekki gjört mér grein fyrir
því, hvað það í raun og veru var. Ef til vill var það hið heilbrigðislega
útlit hennar, æskuroðinn í kinnunum, hinar fjörlegu mjúklegu lík-
amshreyfingar, og hinn gáfulegi, einbeittlegi svipur? Eða var það
eitthvað annað, eitthvað sem var hulið í innstu fylgsnum sálar henn-
ar, sem kom mér, næstum á móti vilja mínum, til að bera djúpa virð-
ingu fyrir henni og dást að henni? (41)
Ekki fer milli mála að það er líkami Harrington í heilu lagi sem hefur þessi
áhrif á sögumann enda útskýrir hann upplifun sína með því að hann skynji
djúprætt einkenni ungfrúarinnar. En frásögnin getur líka vakið spurningar
um hvernig spilað er á líkama lesenda. Hafa „kvennajátningar“ sögumanns
vakið samúð (e. sympathy) þeirra með honum, hafa þeir jafnvel fundið bók-
staflega til með honum (e. empathize), þar sem hann stendur í aðdáun og
virðingu andspænis konu sem ekki er annað að sjá en forakti hann – eða
hafa þeir kannski brosað að honum, einvörðungu, eða í og með? Má vera
að þeir hafi fremur gefið sig sögunni á vald en reynt að lesa í hug persóna?
Við slíkum spurningum fást auðvitað engin óyggjandi svör. Sögur Jóhanns
Magnúsar voru hins vegar mjög vinsælar og ummæli manna um þær bera
því vitni hvað heillaði þá. Þannig leggur Árni Bjarnarson, bókaútgefandi,
áherslu á spennuþátt þeirra og „ævintýraljóma“:
Af bókum Jóhanns, sem út hafa komið, hlutu Brazilíufararnir,
Ei ríkur Hansson og Vornætur á Elgsheiðum langmestar vinsældir.
Svo að segja hver Íslendingur las þær, og Jóhann Magnús varð þegar
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM