Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 116
115
að huga, líkama eða hinu félagslega, og þar með hvernig hún kallar þessi
viðbrögð fram.80 Mér finnst eftirsóknarvert að menn reyni að hafa auga á
öllum þáttunum þremur, sem dames nefnir.
Leikur minn hér á undan fólst m.a. í því að taka dæmi af sögu, sem er
hvorki ástarsaga né leynilögreglusaga en þó að vissu leyti hvort tveggja.
Þegar Zunshine víkur að sögum sem beina athygli jafnt að ástum sem
því að finna morðingjann, gerir hún ráð fyrir að þær leggi of mikið á þau
„kerfi“ lesenda sem beina athygli, og vinna úr upplýsingum, af því að þær
krefjist jafn mikillar tilfinninganándar andspænis ástum og morði. Málið
snýst sem fyrr hjá henni um mismunandi gerðir aðlagana innan „hugar-
kenningardeildarinnar“ (e. Theory of Mind module) og þar með áhrif að
ofan og niður (e. top down).81 Þar eð ég er ósammála slíkri sýn á mann-
skepnuna, vildi ég, eins og ég vék að í upphafi, vekja athygli á öðrum þátt-
um en hugarkenningunni sem vert væri að skoða; þar á meðal víxlverkun
lesenda og umhverfis/menningar og því sem fer á undan hugsun manna
eins og skynjun eða samspili kennda og athygli.
Einkenni sögunnar „Ungfrú Harrington og ég“, sem samin er áður en
gullöld morðgátunnar hefst, minna hins vegar líka á að ummæli manna um
hvaða saga sé fyrsta íslenska leynilögreglusagan í fullri lengd, verður að
meta í ljósi þess hvenær menn láta þau falla og hvort þeir taka mið af sam-
tímaviðhorfum um bókmenntagreinar eða fyrri tíðar viðhorfum.
IV
ég vitnaði hér fyrr til ummæla Halldórs Laxness um „Ungfrú Harrington
og ég“. Hann lýsir reynslu sem túlka má á ýmsa vegu, t.d. sem svo að hann
hafi gamall maður endurlifað kenndir frá í bernsku. Mig grunar þó, að
það hafi markað lýsinguna á viðbrögðum hans við sögunni á gamals aldri,
að þar talaði maður sem áratugum saman hafði hugleitt hvernig hann
gæti hreyft við öðrum með því að segja sögu. Í því skyni hafði hann m.a.
sótt til íslenskra fornsagna, sem gjarna eru taldar eiga sér rætur í munn-
legri geymd, svo og til upphafsskeiðs skáldsögunnar í Evrópu þegar ætla
má að hún hafi staðið nær munnlegum frásögnum en síðar varð.82 Við
lestur „Ungfrú Harrington og ég“ hafa orkað á hann ýmsar aðferðir sem
nýttar voru um aldamótin 1900 til „að segja frá […] ævintýrum“ (3) og
hrífa lesendur. Þá hefur naumast skipt minnstu alþýðlegt einkenni sem
80 Nicholas dames, The Physiology of the Novel, bls. 29.
81 Lisa Zunshine, Why We Read Fiction, bls. 148.
82 Nefna má t.d. hvernig Halldór nýtir sér Cervantes, Voltaire, og Swift í Gerplu.
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM