Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 130
129
sem fólk faldi sig – það gerði felustaðina spennandi í mínum augum
sem barns. ég geri mér grein fyrir því að upplifun nútímakrakka af
álíka atburðum nú til dags hlýtur að vera með öðrum hætti með til-
komu allra skjámiðlanna en það er einnig trú mín að ef nemendur fá
að vinna verkefni, t.d. í sögu þar sem leitast er við að virkja hugar-
heim þeirra með vettvangsskoðun, lestri sögulegra bóka eða annarri
áþreifanlegri tengingu, geti þeir betur áttað sig á söguatburðum.20
Þessi minning er persónuleg, brotakennd og ófullkomin en það hefði
minning Jóns Vestmann einnig verið en minning hans er hvergi skjalfest
eða varðveitt. Hugleiðing Vestmannaeyings nútímans er hlaðin nútíma-
viðhorfum en hún er marktækt og gilt innlegg í endurnýjun minning-
anna, hvort sem við köllum hana uppbótarminningu, innlifun eða eitthvað
annað.
Hremmingar og minningin um þær
Tyrkjaránið var atburður og minning en það var einnig „tráma“, þ.e. áfall,
lost eða hremming, bæði fyrir einstaklingana, samfélagið og menninguna,
og þar með einnig trámatískur atburður og minning. Miklar rannsóknir
hafa verið gerðar á þessu fyrirbæri og mikið fjallað um það í ræðu og riti
og unnið með það í orði og verki. Gildir þetta mjög um einstaklingsáföll
í lífinu, svo sem slys og ástvinamissi, einnig samfélagslegri áföll á borð
við náttúruhamfarir, stríðsátök og hryðjuverk. Þeir sem hafa fjallað um
þessi mál hafa einkum verið sérfræðingar á sviði meðferðar og ráðgjafar.
Þó hafa mannfræðingar blandað sér í málið og stundum sagnfræðingar
einnig en viðfangsefnunum, sem einkum er fjallað um, hefur verið ójafnt
dreift. Útrýming á gyðingum í heimsstyrjöldinni síðari, helförin svokall-
aða (Holocaust, Shoah), hefur fengið langmesta athygli sagnfræðinga og
annarra mannvísindamanna.21
Þar sem Tyrkjaránið á augljóslega heima í flokki hörmunga og hremm-
inga mætti ætla að fræðilegir landvinningar í áfallafræðum gætu orðið
Tyrkjaránssögunni að gagni. Sú er raunin en þó með miklum takmörk-
unum þar sem markmiðin með áfallafræðum, viðfangsefnin og aðferðirnar
sem beitt er, eru oft fjarri því sem á við um atburð á 17. öld. Áfallafræðingar
starfa flestir í þeim hagnýta tilgangi að bæta líðan þeirra sem lifað hafa
20 Björg Sigurðardóttir, tölvubréf til höfundar, 5. feb. 2004.
21 Um þetta geta menn sannfærst með því að slá inn viðeigandi orð á leitarvél, t.d.
„holocaust memory history“.
tYRKjaRániÐ sem minning