Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 162

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 162
161 fyrir það.“17 ég mun ekki reyna að réttlæta þessar vonir um kerfislægar fremur en siðferðilegar umbætur hér. En samkvæmt reynslu minni eru kerfislægar umbætur ekki aðeins víðtækari og áreiðanlegri heldur geta þær líka opnað augu venjulegra einstaklinga sem óafvitandi stuðla að ranglæti og gert þeim kleift að breyta háttum sínum án þess að þeir lendi í þeirri varnarstöðu sem fylgir þegar þeir verða fyrir siðferðilegri álösun. Þeim sem leggja áherslu á mátt hinna félagslegu kerfa í lífi okkar og hafna einstaklingshyggjunálgun á kúgun skjátlast þó stundum í hina átt- ina. Kerfislæg nálgun eða – það sem kann að vera betra orð til að forðast misskilning – „stofnanabundin nálgun“ á kúgun gengur út frá kerfislægri kúgun sem grundvallarformi og ýmist neitar því að einstaklingar geti verið kúgarar eða heldur því fram að athafnir séu kúgandi að svo miklu leyti sem þær stuðla að viðhaldi kúgandi kerfis.18 Þótt mikilvægt sé að fanga það hvernig við viðhöldum öll í ákveðnum skilningi ranglátu kerfi með þátt- töku án umhugsunar er einnig mikilvægt að gera greinarmun á þeim sem misnota vald sitt til að skaða aðra og þeim sem reyna að gera sitt besta til að sigla gegnum siðferðilegar straumrastir hversdagslífsins. Samkvæmt þeirri sýn sem ég hef dregið hér upp er kúgun eitthvað sem bæði gerendur og kerfi „gera“ en með mismunandi hætti. Kerfi getur valdið ranglæti með misskiptingu valds en gerendur valda rangmætum skaða með misbeitingu valds (stundum með misbeitingu misskipts valds). Svigrúm fyrir báðar gerðir kúgunar í kenningu okkar gefur okkur ríkari efnivið fyrir skilning á því hvernig lífi í samfélagi eru með ýmsum hætti settar skorður af þeim stofnunum og menningu sem kostur er á og með hvaða hætti við höfum gerandahæfni innan þessara takmarkana og stund- um í mótstöðu við þær. Til dæmis er eitt umtalsefnið, þegar kemur að kúgun, þær kerfislægu, og stundum er freistandi að segja óumflýjanlegu, skorður sem hinir kúg- uðu búa við.19 Sú hugmynd að kúgun sé kerfislægt fyrirbæri hjálpar okkur að skilja þetta. Víkjum enn einu sinni að muninum á óupplýsta prófessorn- um (Stanley) í réttlátu kerfi og siðferðilega ábyrga prófessornum (Larry) í ranglátu kerfi. Sá munur milli þessara tveggja tilfella sem skiptir máli felst ekki aðeins í því að hve miklu leyti megi forðast höftin (Stanley kann að 17 Liam B. Murphy, „institutions And The demands of Justice“, Philosophy and Public Affairs 4/1998, bls. 251–291, hér bls. 252. 18 Marilyn Frye, The Politics of Reality: Essays in Feminist Theory, Trumansburg, N.y.: Crossing Press, 1983, einkum bls. 38. 19 Marilyn Frye, The Politics of Reality, 1. kafli. KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.