Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 162
161
fyrir það.“17 ég mun ekki reyna að réttlæta þessar vonir um kerfislægar
fremur en siðferðilegar umbætur hér. En samkvæmt reynslu minni eru
kerfislægar umbætur ekki aðeins víðtækari og áreiðanlegri heldur geta þær
líka opnað augu venjulegra einstaklinga sem óafvitandi stuðla að ranglæti
og gert þeim kleift að breyta háttum sínum án þess að þeir lendi í þeirri
varnarstöðu sem fylgir þegar þeir verða fyrir siðferðilegri álösun.
Þeim sem leggja áherslu á mátt hinna félagslegu kerfa í lífi okkar og
hafna einstaklingshyggjunálgun á kúgun skjátlast þó stundum í hina átt-
ina. Kerfislæg nálgun eða – það sem kann að vera betra orð til að forðast
misskilning – „stofnanabundin nálgun“ á kúgun gengur út frá kerfislægri
kúgun sem grundvallarformi og ýmist neitar því að einstaklingar geti verið
kúgarar eða heldur því fram að athafnir séu kúgandi að svo miklu leyti sem
þær stuðla að viðhaldi kúgandi kerfis.18 Þótt mikilvægt sé að fanga það
hvernig við viðhöldum öll í ákveðnum skilningi ranglátu kerfi með þátt-
töku án umhugsunar er einnig mikilvægt að gera greinarmun á þeim sem
misnota vald sitt til að skaða aðra og þeim sem reyna að gera sitt besta til
að sigla gegnum siðferðilegar straumrastir hversdagslífsins.
Samkvæmt þeirri sýn sem ég hef dregið hér upp er kúgun eitthvað
sem bæði gerendur og kerfi „gera“ en með mismunandi hætti. Kerfi getur
valdið ranglæti með misskiptingu valds en gerendur valda rangmætum
skaða með misbeitingu valds (stundum með misbeitingu misskipts valds).
Svigrúm fyrir báðar gerðir kúgunar í kenningu okkar gefur okkur ríkari
efnivið fyrir skilning á því hvernig lífi í samfélagi eru með ýmsum hætti
settar skorður af þeim stofnunum og menningu sem kostur er á og með
hvaða hætti við höfum gerandahæfni innan þessara takmarkana og stund-
um í mótstöðu við þær.
Til dæmis er eitt umtalsefnið, þegar kemur að kúgun, þær kerfislægu,
og stundum er freistandi að segja óumflýjanlegu, skorður sem hinir kúg-
uðu búa við.19 Sú hugmynd að kúgun sé kerfislægt fyrirbæri hjálpar okkur
að skilja þetta. Víkjum enn einu sinni að muninum á óupplýsta prófessorn-
um (Stanley) í réttlátu kerfi og siðferðilega ábyrga prófessornum (Larry) í
ranglátu kerfi. Sá munur milli þessara tveggja tilfella sem skiptir máli felst
ekki aðeins í því að hve miklu leyti megi forðast höftin (Stanley kann að
17 Liam B. Murphy, „institutions And The demands of Justice“, Philosophy and Public
Affairs 4/1998, bls. 251–291, hér bls. 252.
18 Marilyn Frye, The Politics of Reality: Essays in Feminist Theory, Trumansburg, N.y.:
Crossing Press, 1983, einkum bls. 38.
19 Marilyn Frye, The Politics of Reality, 1. kafli.
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR