Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 12

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 12
að forráðamenn fyrirtækjanna 400 gera ráð fyrir að hagnaður verði meiri í ár en í fyrra. Smærri fyrir- tækin eru þó ekki eins bjartsýn og hin stærri, e.t.v. vegna þess að hagræðing hafi verið minni á meðal þeirra. Þau gera t.d. ekki ráð fyrir að fækka starfs- fólki næstu sex mánuði. Hins vegar virðast smæstu fyrirtækin gera ráð fyrir meiri aukningu veltu og fjölgun starfsmanna. Öll telja fyrirtækin að fjárfest- ing verði minni í ár en í fyrra og virðist samdrátturinn vera mestur hjá meðalstórum fyrirtækjum. Ýmsar almennar vísbendingar gefa til kynna að staða óskráðra fyrirtækja sé erfiðari en birtist í reikningum skráðra fyrirtækja. Hlutdeild hagnaðar í vergum þáttatekjum er t.d. tiltölulega lág í sögulegum saman- burði og gjaldþrotum hefur fjölgað verulega, eins og greint er frá í grein um stöðugleika fjármálakerfisins hér á eftir. Innlend eftirspurn og jafnvægi í þjóðarbú- skapnum Innlend eftirspurn er ennþá í lægð og vaxandi slaki er í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir nokkurn bata í eftir- spurn Samdráttur innlendrar eftirspurnar hefur að öllum líkindum náð botni, þótt hún sé enn í töluverðri lægð miðað við fyrri ár. Ýmsir hagvísar benda til þess að hægfara vöxtur eftirspurnar sé hafinn eftir snarpari lægð í byrjun ársins, en áður var talið. • Þjóðhagsreikningar fyrir annan fjórðung ársins sýndu minni samdrátt þjóðarútgjalda frá fyrra ári en var á þeim fyrsta. Það stafar þó að verulegu leyti af því að endurskoðaðar tölur fyrir fyrsta ársfjórðung sýna mun meiri samdrátt þá en fyrri áætlanir bentu til. • Virðisaukaskattstengd velta fyrstu sex mánuði ársins var nokkru minni að raungildi en á sama tíma fyrir ári. Fyrstu fjóra mánuði ársins var velta eilítið meiri að raunvirði en á sama tíma í fyrra, en á tímabilinu maí-júní var 2% raunsamdráttur frá sama tímabili 2002. Svipað er að segja um veltu í smásölu. Greiðslukortavelta á fyrsta fjórðungi ársins var 7% minni að raungildi en fyrir ári, en hefur undanfarna mánuði verið svipuð að raungildi og á sama tíma í fyrra og meiri í september. • Fjöldi nýskráðra bifreiða hefur að undanförnu verið svipaður og fyrir ári, en þess ber að gæta að á sama tíma í fyrra hafði fjöldi nýskráninga u.þ.b. náð lágmarki að teknu tilliti til árstíma. • Sementssala hefur einnig heldur sótt í sig veðrið, enda töluverð umsvif í íbúðarbyggingum og jafn- vel töluvert byggt af atvinnuhúsnæði þrátt fyrir trega sölu. • Innflutningur fyrstu níu mánuði ársins var 5,4% minni að magni en á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru minni samdráttur en mældist fyrr á árinu og hefur t.d. innflutningur bifreiða glæðst nokkuð síðustu mánuði. Árstíðarleiðréttur vöruinnflutn- ingur án skipa og flugvéla hefur staðið í stað undanfarna þrjá mánuði en verið ívið meiri en á sama tíma í fyrra. • Innheimta virðisaukaskatts það sem af er ári er svipuð að raunvirði og á sama tíma í fyrra. Ef ein- ungis er litið á mánuðina mars-september, þegar innheimt var fyrst og fremst vegna neyslu á árinu 2002, sést hins vegar 3% raunhækkun, en árs- hækkunin var þó heldur minni á haustmánuðum en í sumar. Tekjur af staðgreiðslu og trygginga- gjöldum voru 3,1% hærri að raungildi en fyrir ári. Skatttekjur af innflutningi eru heldur að rétta við. Undanfarna tólf mánuði voru þær um 13%-20% lægri að raungildi en næstu tólf mánuði á undan, en síðustu tvo mánuði voru þær örlítið hærri að raungildi en á sama tíma í fyrra. • Hjöðnun í tólf mánaða vexti útlána stöðvaðist á vormánuðum, hefur síðan flökt á bilinu 2-3% og var 2½% í septemberlok. Að frátöldum áhrifum gengisbreytinga og verðtryggingar var tólf mán- aða vöxtur útlána í septemberlok u.þ.b. 6% og hafði aukist töluvert frá því í mars. Útlán hafa aukist nokkuð að raungildi undanfarna mánuði, en eru ívið minni að raungildi en fyrir ári. • Markaðurinn fyrir íbúðarhúsnæði hefur verið þróttmeiri en vænst var. Verð fjölbýlis á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði töluvert sl. sumar. Við- skipti með notað húsnæði eru mikil, en heldur hefur dregið úr uppsveiflu í viðskiptum með nýtt húsnæði, sem vart varð fyrr á árinu. • Fjárfesting á öðrum sviðum virðist dræm og litlar horfur á að það breytist í bráð. • Stöðug aukning árstíðarleiðrétts atvinnuleysis er glögg vísbending um hægan vöxt eftirspurnar. PENINGAMÁL 2002/4 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.