Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 27
legt að lakari eignastaða heimilanna veiki innlenda eftirspurn meira en gert er ráð fyrir í meginspánni og dragi úr innlendum verðbólguþrýstingi umfram það sem hér er gert ráð fyrir. Miklar skuldir heimilanna gera þau næm fyrir áföllum sem veikja efnahag þeirra. Því gætu forsendur einkaneyslu verið enn veikari en gert er ráð fyrir í þjóðhagsspánni sem liggur til grundvallar. Að auki gæti verðfall á alþjóð- legum hlutabréfamörkuðum að undanförnu haft bein áhrif á eignastöðu innlendra heimila og fyrirtækja og slakar horfur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum haldið aftur af bata í alþjóðlegri eftirspurn. Í ljósi þess hve batinn í heimsbúskapnum er hægur er ekki loku fyrir það skotið að olíuverð gæti orðið lægra á næstu misserum en gert er ráð fyrir í meginspánni. Síðustu daga hefur olíuverð lækkað nokkuð og hafa væntingar, eins og þær birtast á fram- virkum markaði, tekið mið af því. Hugsanleg skýring er að minni líkur séu taldar á stríði í Írak en áður. Lægra olíuverð myndi draga nokkuð úr innfluttri verðbólgu miðað við forsendur meginspár Seðla- bankans. Önnur hugsanleg ástæða þess að slakinn sem er að myndast í hagkerfinu gæti orðið meiri en nú þykir líklegast er að tölfræðiaðferðir sem beitt er til að meta framleiðsluspennu í þjóðarbúskapnum gætu haft tilhneigingu til að skýra of stóran hluta breytinga á eftirspurn með breyttri framleiðslugetu. Sé þetta rétt er hugsanlegt að minni hagvöxtur á næstu miss- erum sé að of stórum hluta skýrður með tímabundið hægari vexti framleiðslugetu þjóðarbúsins. Í því til- felli væri verið að vanmeta framleiðsluslakann og ofmeta verðbólguþrýsting sem er til staðar í þjóðar- búskapnum. Þetta er vandamál sem allir er fást við verðbólguspár standa frammi fyrir, en getur skipt sköpum þegar skil verða í þjóðarbúskapnum. ... en líkur á stóriðjuframkvæmdum og kosningar á næsta ári benda til meiri verðbólgu en spáð er Ofangreindir óvissuþættir gefa til kynna að líkur á að verðbólga verði undir meginspá bankans séu nokkru meiri en líkur á að verðbólga verði yfir spánni. Aðrir óvissuþættir vega þar hins vegar á móti. Þar má t.d. nefna líkur á stóriðjuframkvæmdum, sem hafa lítið breyst frá því að síðasta verðbólguspá Seðlabankans var birt. Komi til þeirra er ljóst að verðbólga út spá- tímabilið, að gefinni peningastefnunni, verður nokkru meiri en hér er spáð, eins og áður hefur komið fram. Að sama skapi gæti eftirspurn frá opin- bera geiranum orðið meiri en gert er ráð fyrir í meginspánni í ljósi þess að á næsta ári eru alþingis- kosningar. Spáóvissan er því samhverf Á heildina litið má álykta að líkur á minni verðbólgu en í meginspá bankans séu nokkurn veginn jafn mik- lar og líkur á meiri verðbólgu. Þetta er breyting frá því í ágúst sl. en þá taldi bankinn heldur meiri líkur á að verðbólgan yrði meiri en spáð var en að hún yrði minni. Eins og bent hefur verið á áður er líklegt að sögulegar spáskekkjur ofmeti að einhverju leyti þá óvissu sem er framundan þar sem þær eru nokkuð litaðar af þróun undanfarinna missera þegar saman fór mikil verðbólga og óvissa um verðbólguþróun, sem jafnan fylgir sveiflum í verðbólgu. Á meðfylgjandi mynd má sjá meginspá bankans til næstu tveggja ára ásamt metinni óvissu hennar. Taldar eru 90% líkur á að verðbólgan verði innan alls skyggða svæðisins, 75% líkur á að hún verði innan tveggja dekkstu svæðanna og 50% líkur á að hún verði innan dekksta svæðisins. Óvissan verður því meiri sem spáð er lengra fram í tímann, eins og kemur fram í víkkun óvissubilsins.11 26 PENINGAMÁL 2002/4 Mynd 20 Heimild: Seðlabanki Íslands. 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 8 6 4 2 0 10 -2 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Neysluverðs- vísitala Verðbólgu- markmið Neðri þolmörk Efri þolmörk Verðbólguspá Seðlabankans % 11. Fyrir þær tímalengdir sem bankinn hefur ekki áður spáð er byggt á einföldum framreikningi. Hafa þarf í huga að matið á spáóvissu er á sama hátt og spár um einstök gildi háð óvissu. Því þarf að fara varlega í túlkun á matinu á spáóvissunni. Þessu mati er fremur ætlað að draga fram innbyggða óvissu spágerðarinnar en að vera nákvæmt mat á líkindadreifingu verðbólguspárinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.