Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 33

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 33
32 PENINGAMÁL 2002/4 Seðlabankinn lækkaði vexti ... Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti ört á síðustu mánuðum. Frá áramótum hafa stýrivextir bankans verið lækkaðir um 3,3 prósentur og endurspeglar það umskiptin sem orðið hafa í hagkerfinu. Hinn 1. ágúst sl. var tilkynnt um lækkun stýrivaxta bankans um 0,6 prósentur, úr 8,5% í 7,9%. Neysluverðsvísitala sem birt var 10. ágúst hafði lækkað um 0,54% frá fyrra mánuði sem var heldur meiri lækkun en búist hafði verið við. Hinn 30. ágúst var síðan tilkynnt um 0,3 prósentna vaxtalækkun og síðan enn á ný hinn 18. september en þá voru stýrivextir lækkaðir um 0,5 prósentur. Hinn 14. október var síðan tilkynnt um fjórðu vaxtalækkunina sem var 0,3 prósentur. Eftir hana voru stýrivextir bankans 6,8% en þeir eru vextir í endurhverfum viðskiptum lánastofnana við Seðlabankann. Stýrivextir bankans voru þá orðnir lægri en þeir höfðu verið frá því að núverandi fyrir- komulag á viðskiptum hans við lánastofnanir var tekið upp snemma árs 1998. Í vaxtalækkunarferlinu hefur verið stuðst mjög við verðbólguspá bankans en framvinda verðbólgunnar síðustu mánuði hefur verið nánast alveg í samræmi við hana. Mynd 1 sýnir þróun stýrivaxta Seðlabankans frá októberlokum 1998, þróun óverðtryggðra vaxta eins og hægt er að mæla þá með ávöxtun ríkisbréfa og þróun verðbólgu eins og hún er mæld með neysluverðsvísitölu miðað við 12 mánaða breytingu. Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Vaxtalækkanir og tiltölulega stöðugt gengi 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 31. október að undanskilinni mynd 7 sem byggist á upplýsingum frá 4. nóvember. Seðlabanki Íslands lækkaði vexti tvisvar í ágúst, einu sinni í september og enn á ný í október, alls um 1,7 prósentur. Óverðtryggðir vextir markaðsskuldabréfa hafa lækkað nokkurn veginn í takti við lækkanir Seðlabankans, sérstaklega vextir skemmri skuldbindinga, en verðtryggðir vextir hafa lækkað hægar. Vextir banka hafa þó ekki enn náð sambærilegu stigi og fyrir þremur til fjórum árum. Gengi íslensku krónunnar hefur hreyfst á fremur þröngu bili frá maíbyrjun. Seðlabankinn seldi gjaldeyri til eins viðskiptavaka í ágúst vegna sérstakra aðstæðna en hefur frá septemberbyrjun, í samræmi við yfirlýsing- ar sínar þar um, keypt gjaldeyri reglulega á markaði, þó lágar fjárhæðir hverju sinni. Lausafjárstaða banka hefur verið rúm og fyrirgreiðsla Seðlabankans virðist að miklu leyti snúast um að verja viðskipta- banka áhættu vegna skuldabréfaviðskipta. Vaxtamunur við útlönd hefur minnkað á síðustu mánuðum, aðallega vegna innlendrar vaxtalækkunar. Hlutabréfa- og skuldabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands hafa verið mjög lífleg en verð hlutabréfa hefur nokkurn veginn staðið í stað. Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 % Mynd 1 Stýrivextir, ávöxtun óverðtryggðra skuldabréfa og verðbólga Daglegar tölur 30. okt. 1998 - 31. okt. 2002 Stýrivextir Ríkisbréf (RIKB 03 1010) Verðbólga (12 mán)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.