Peningamál - 01.11.2002, Page 73

Peningamál - 01.11.2002, Page 73
m) Tilgreina þarf nákvæmlega tímamörk bindandi greiðslufyrirmæla í kerfinu og réttaráhrif þeirra, sbr. lög nr. 90/1999 um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum. n) Tilkynna þarf verðbréfauppgjörskerfið til Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) í samræmi við 10. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/26/EB frá 19. maí 1998 um endanlegt uppgjör í greiðslu- kerfum og uppgjörskerfum fyrir verðbréf,20 sbr. og 3. gr. laga nr. 90/1999. Vörslu- og uppgjörsmál innlendra, ríkistryggðra skuldabréfa Í október 2001 skipaði fjármálaráðherra nefnd til að skoða skipan vörslu- og uppgjörsmála innlendra, ríkistryggðra skuldabréfa. Nefndinni var ætlað að setja fram tillögur um leiðir til að auðvelda aðgang erlendra aðila að innlendum skuldabréfamarkaði. Starf nefndarinnar fólst m.a. í skoðun á eftirtöldum þáttum: Í fyrsta lagi að greina þarfir erlendra aðila við kaup á ríkisverðbréfum og verðbréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði, m.a. kröfur þeirra til vörslu, skrán- ingar og uppgjörs. Í öðru lagi að kanna möguleika fyrir tengingu Verðbréfaskráningar Íslands hf. við er- lendar verðbréfaskráningar. Í þriðja lagi að kanna möguleika fyrir skráningu íslenskra ríkistryggðra skuldabréfa í erlendri verðbréfaskráningu. Nefndin skilað áliti sínu í apríl 2002. Í nefndar- álitinu kemur fram að koma þurfi á sambandi við er- lendan vörslu- og uppgjörsbanka til að auðvelda inn- lendum markaðsaðilum að selja erlendum fjárfestum skuldabréf og þar með stækka hóp fjárfesta innlendra skuldabréfa. Það samband þurfi að uppfylla þarfir þeirra, bæði að því er varðar vörslu- og uppgjörs- hluta. Þessar þarfir verði best uppfylltar með því að koma á sambandi við Clearstream eða Euroclear. Mælti nefndin með eftirfarandi kostum í þeim efnum: Fyrri kosturinn væri svonefnt óbeint umboðs- mannafyrirkomulag. Clearstream hefur komið upp slíkri tengingu í 43 löndum og þekkja erlendir fjár- festar þá leið vel. Vankantar umboðsmannafyrir- komulags hér á landi væru einkum þeir að á íslensk- um skuldabréfamarkaði eru markaðsaðilar fáir og hætt við að umboðsmaðurinn, sem yrði að líkindum einn markaðsaðila, geti ráðið yfir innherjaupp- lýsingum um viðskipti erlendra aðila hér á landi við aðrar fjármálastofnanir. Ef þessi leið yrði valin þyrfti að tryggja hlutleysi umboðsmannsins með ein- hverjum hætti, t.d. með því að fá Seðlabankann eða Verðbréfaskráningu til að leggja málinu lið. Þá þyrfti að kanna áhuga Clearstream á slíku fyrirkomulagi. Síðari kosturinn fæli í sér að heildarútgáfa til- tekinna flokka skuldabréfa yrði skráð í kerfi Euro- clear. Verðbréfaskráning héldi síðan safnreikning yfir öll viðskipti innlendra aðila í flokkunum. Með þessari leið myndu viðskipti innlendra aðila sín á milli verða með sama hætti og verið hefur. Erlendir fjárfestar myndu eiga viðskipti við innlenda mark- aðsaðila í kerfi Euroclear. Þessi leið fæli þó í sér nokkur lögfræðileg úrlausnarefni. Þau lúta einkum að skráningu í kerfi Euroclear, reglum um eignarrétt, uppgjöri og skilmálum þeirra flokka sem um ræðir. Í nefndarálitinu er lagt til að Verðbréfaskráningu Íslands hf. og Lánasýslu ríkisins verði falið, í sam- ráði við Seðlabanka Íslands og Kauphöll Íslands hf., að kanna þessa tvo kosti og meta kostnað við þær.21 Gera má ráð fyrir að vinna þessi hefjist á síðari hluta ársins 2002. Uppgjör í erlendum gjaldmiðlum Samkvæmt lögum nr. 62/2002 um breytingu á lögum nr. 2/1995 um hlutafélög og samkvæmt lögum nr. 67/2002 um breytingu á lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög mega hlutafélög og einkahlutafélög ákveða hlutafé sitt í erlendum gjaldmiðli að uppfyllt- um nánar tilgreindum skilyrðum. Nú þegar áforma tiltekin hlutafélög að nýta sér þessa heimild. Í kjöl- farið hafa vaknað spurningar um tilhögun uppgjörs á hlutabréfum sem skráð kunna að verða í erlendum gjaldmiðlum. Lagabreyting þessi gæti haft áhrif á uppbyggingu og innviði íslenska verðbréfauppgjörskerfisins. Vera má að þessi áhrif hafi að nokkru leyti verið vanmetin þegar lögin voru sett. Telja verður að núverandi uppgjörskerfi sé vanbúið til að mæta þeim kröfum sem kunna að fylgja lagabreytingunni. Full aðlögun að breytingunni myndi þýða að hægt væri að framkvæma hér á landi uppgjör í mörgum gjald- miðlum. Gera má ráð fyrir að slík aðlögun yrði áhættusöm, tímafrek og kostnaðarsöm. 72 PENINGAMÁL 2002/4 20. Stjtíð. EB L 166, 11.16.1998, bls. 45. 21. Skipan vörslu- og uppgjörsmála (nefndarálit), bls. 13-14.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.