Peningamál - 01.11.2002, Side 79

Peningamál - 01.11.2002, Side 79
78 PENINGAMÁL 2002/4 Ráðstöfunarfé Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna, sem er innstreymi fjár til sjóðanna að frádregnu útstreymi vegna lífeyris og rekstrarkostnaðar, var 181,5 ma.kr. á árinu 2001 samanborið við 144,2 ma.kr. á árinu 2000. Sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu var ráðstöfunarféð 24,2% á árinu 2001 og er það fjórða árið í röð sem það reynist vera meira en fimmtungur af landsfram- leiðslunni. Ráðstöfunarfénu verja lífeyrissjóðirnir að mestu leyti til kaupa á verðbréfum og til útlána. Um 58% af ráðstöfunarfé ársins 2001 runnu til kaupa á verð- bréfum með breytilegum tekjum, þ.e. hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða (skuldabréfa- og hlutabréfasjóða). Er það töluvert lægra hlutfall en árið áður en þá runnu rúmlega 70% ráðstöfunar- fjárins til slíkra kaupa. Nær 10% ráðstöfunarfjár ársins voru lánuð til sjóðfélaga og er það ívið lægra hlutfall en árið áður. Húsbréf voru keypt fyrir 12% ráðstöfunarfjárins. Lífeyrissjóðirnir eru mjög virkir á verðbréfa- markaði og á árinu 2001 seldu þeir verðbréf að and- virði 91 ma.kr., þannig að rúmlega helmingur ráð- stöfunarfjár þeirra stafaði af sölu bréfa. Sambæri- legar tölur ársins 2000 voru tæpur 71 ma.kr. og 49% af ráðstöfunarfé og ársins 1999 tæpir 66 ma.kr. og 44% af ráðstöfunarfé. Þess skal getið að ráðstöfunar- fé sjóðanna var 4,5 ma.kr. minna árið 2000 en ári fyrr. Iðgjöld til lífeyrissjóðanna voru 61 ma.kr. á árinu 2001 samanborið við 49 ma.kr. á árinu 2000. Á tíma- bilinu 1980-1996 voru þau innan við 5% af vergri landsframleiðslu (VLF) en frá árinu 1996 hafa þau vaxið ört og voru orðin 8,1% af VLF á árinu 2001. Lífeyrisgreiðslur sjóðanna voru 22 ma.kr. á árinu 2001 samanborið við tæpa 19 ma.kr. ári fyrr. Lífeyrisgreiðslur voru 1-2% af VLF tímabilið 1980-1994, en hafa síðan vaxið jafnt og þétt upp í 2,9% árið 2001, eins og sjá má á mynd 7. Þess má geta að á árinu 2000 voru lífeyrisgreiðslur lífeyris- sjóðanna í fyrsta skipti hærri en lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. Á árinu 2001 jókst það bil en þá voru lífeyrisgreiðslur sjóðanna 2,9% af VLF, eins og áður sagði, samanborið við 2,6% hlutfall almanna- trygginga.3 Hrein raunávöxtun4 Hrein raunávöxtun allra lífeyrissjóða var -1,9% á árinu 2001 og hefur hún aldrei mælst lægri. Árin 1996-1998 var hún 7-8% á ári, en árið 1999 fór hún upp í 12% enda var þá mikil uppsveifla á hlutabréfa- mörkuðum. Það ár fjárfestu lífeyrissjóðirnir mikið í erlendum verðbréfum, nær tvöfölduðu erlenda verð- bréfaeign sína, og fengu góða ávöxtun á þá fjár- festingu. Á árinu 2000 seig á verri hliðina að því er Heimild: Seðlabanki Íslands. 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 % Iðgjöld og lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða sem hlutfall af VLF 1980-2001 Mynd 7 Iðgjöld Lífeyrisgreiðslur 3. Heimild: Tryggingastofnun ríkisins. 4. Heimild: Fjármálaeftirlitið. Hrein raunávöxtun 15 stærstu lífeyrissjóðanna % 1999 2000 2001 Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins... 8,4 1,5 0,0 Lífeyrissjóður verslunarmanna... 11,8 1,1 -0,8 Lífeyrissjóðurinn Framsýn ......... 14,7 -0,6 -2,5 Sameinaði lífeyrissjóðurinn........ 17,8 -0,9 -2,8 Lífeyrissjóður sjómanna............. 12,3 -0,5 -1,8 Lífeyrissjóður Norðurlands ........ 16,1 -2,5 -2,0 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda... 10,3 1,5 1,2 Lífeyrissjóður bankamanna ........ 7,5 -2,7 -0,3 Lífeyrissjóðurinn Lífiðn ............. 14,0 0,2 -4,9 Samvinnulífeyrissjóðurinn ......... 12,5 1,9 0,6 Lífeyrissjóður Austurlands ......... 8,4 -4,3 -9,7 Lífeyrissjóður Vestfirðinga......... 14,2 -4,9 -4,2 Lífeyrissjóður lækna................... 16,2 -4,3 -2,5 Lífeyrissjóður verkfræðinga....... 21,6 -7,9 -5,1 Lífeyrissjóður bænda.................. 9,9 -1,8 -3,1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.