Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 3

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 3
síðasta árs. Vísbendingar um verulega framleiðni- aukningu og meiri undirliggjandi slaka á vinnu- markaði á sl. ári en gert var ráð fyrir gáfu enn fremur tilefni til að fara hægt í sakirnar. Einnig voru fjárlög samþykkt með meiri afgangi en fólst í fjárlagafrum- varpinu og ákvarðanir hafa enn ekki verið teknar um umfang og fyrirkomulag breytinga á húsnæðislánum. Verðbólguspáin sem hér er kynnt bendir ekki til þess að verðbólga fari upp fyrir verðbólgumarkmiðið fyrr en á síðari hluta næsta árs. Aðstæður eru að því leyti mjög svipaðar og í nóvember sl. Í því sambandi er þó mikilvægt að hafa þrennt í huga. Í fyrsta lagi er í spánni sem hér birtist miðað við gengi sem er 5% hærra en í nóvemberspánni. Óvíst er að gengið haldist svo hátt. Í öðru lagi er nú skemmra til þess að framkvæmdir við byggingu virkjana og álbræðslna komist í hámark. Í þriðja lagi eru yfirgnæfandi líkur á að af stækkun álbræðslu Norðuráls verði, eins og gengið er út frá í spá bankans nú. Þótt áhrifanna gæti minna í spánni en ætla mætti vegna hærra gengis krónunnar og óvenju mikillar framleiðniaukningar á sl. ári, sem dregur úr verðbólgu um hríð, eru þau engu að síður umtalsverð. Einnig ber að leggja áherslu á þá óvissu sem ríkir um áhrif framkvæmda sem framundan eru á þjóðarbúskapinn. Þær eru ein- stakar í sögunni bæði að því er snertir umfang og þau skilyrði sem þær verða við, þ.e.a.s. óheftar fjár- magnshreyfingar og fljótandi gengi. Að mati Seðlabankans er stöðugleiki fjármála- kerfisins viðunandi en ástæða er til að hafa áhyggjur af útlánum, erlendum skuldum og eignaverði. Í greiningu bankans á stöðugleika fjármálakerfisins er athygli nú beint að stöðugleika markaða með skýrari hætti en áður. Laga- og regluumhverfi markaða hefur verið mótað á undanförnum árum og telst vera í góðu horfi. Rekstraröryggi er í nokkuð góðu lagi en helstu veikleikar íslenskra markaða eru smæð þeirra og fæð markaðsaðila. Þjóðhagsleg skilyrði fyrir fjármálastöðugleika eru á heildina litið góð og hafa lítið breyst frá síðustu greiningu. Sama á við um stöðu heimila og fyrirtækja þótt skuldir þeirra hafi enn vaxið. Arðsemi fjármála- fyrirtækja hefur aldrei verið meiri en nú, en hana má að miklu leyti rekja til annarra þátta en hefð- bundinnar bankastarfsemi. Framlag á afskriftareikn- ing útlána jókst verulega á síðasta ári. Staða mikilvægustu fjármálafyrirtækja er tiltölulega traust og viðnámsþróttur þeirra til að mæta áföllum við- unandi. Helstu áhyggjuefnin eru þensla í útlánum, sem að mestu er fjármögnuð erlendis, og hátt eigna- verð. Útlánaaukningin er mest til fyrirtækja og erlendra lánþega. Innlend útlán hafa aukist hratt á undanförnu ári og meira en til lengri tíma samrýmist stöðugleika verðlags og efnahagslífs. Skuldsett kaup á skráðum sem óskráðum félögum eru ein skýringin á þeirri þróun. Í kjölfar greiningar bankans á stöðugleika fjár- málakerfisins í nóvember sl. hélt bankastjórn fundi með stjórnendum viðskiptabankanna og stærsta sparisjóðsins. Á fundunum ítrekaði bankastjórnin áhyggjur sínar af hraðri aukningu útlána og mikilli erlendri fjármögnun til skamms tíma. Bankastjórnin sá ástæðu til að fylgja sjónarmiðum sínum eftir með bréfi til viðmælenda sinna sem síðar var gert opinbert. Hið opinbera og Seðlabankinn hafa bætt erlenda stöðu sína en staða annarra hefur versnað á síðustu árum. Í ljósi þessarar þróunar er mikilvægt að viðskiptabankarnir hafa á undanförnum misserum náð betri dreifingu á erlendri fjármögnun en áður og upp á síðkastið lengri lánstíma í lántökum. Þótt verðlagsstöðugleiki og fjármálastöðugleiki séu tvö aðskilin verkefni seðlabanka eru þau tengd. Um þessar mundir á sér stað töluverð umræða á alþjóðavettvangi um samspil þeirra. Þessi umræða snertir að vissu leyti þau úrlausnarefni sem peninga- stefnan stendur nú frammi fyrir hérlendis. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er hátt í sögulegu samhengi og virðist hafa náð hámarki a.m.k. í bili. Verð skráðra hlutabréfa, þ.m.t. fjármálafyrirtækja, hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári eftir methækkanir í fyrra. Sú spurning verður áleitnari hverjar afleiðing- arnar yrðu ef eignaverð tæki að lækka. Eins og rætt hefur verið áður í Peningamálum er hugsanlegt að mikil og skyndileg aukning á aðhaldi í peninga- málum gæti hrundið af stað lækkun eignaverðs. Því er mikilvægt að ekki verði ástæða til of harkalegra aðgerða í peningamálum. Í því samhengi er brýnt að stefnan í ríkisfjármálum verði aðhaldssöm á mestu 2 PENINGAMÁL 2004/1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.