Peningamál - 01.03.2004, Síða 36

Peningamál - 01.03.2004, Síða 36
PENINGAMÁL 2004/1 35 tekna drægist saman, atvinnuleysi ykist eða vextir hækkuðu stórlega. Þessi niðurstaða er enn í gildi. Skuldir heimilanna hafa haldið áfram að aukast frá því að síðasta úttekt var gerð, en eignir þeirra hafa einnig aukist og jafnvel meira en skuldirnar á síðasta ári. Skuldaaukningin sl. ár virðist að miklu leyti tengjast íbúðakaupum. Samanburður er þó ekki fylli- lega áreiðanlegur því að nýlega var tekið upp nýtt flokkunarkerfi útlána sem hefur í för með sér lækkun á stofni útlána sem flokkaður er sem skuldir heimila. Þessum breytingum er lýst nánar í rammagrein á bls. 37. Þar sem sambærilega flokkun er ekki að hafa fyr- ir fyrri tímabil, eru nýjustu tölur um skuldir heimil- anna ekki fyllilega samanburðarhæfar við fyrri tíma- bil. Með því að fylgja niðurstöðum eldri flokkunar má þó áætla að útlán til heimilanna hafi aukist um u.þ.b. 13% á tólf mánuðum til ársloka 2003. Miðað við hina nýju flokkun lækkar hlutfall skulda heimil- anna af ráðstöfunartekjum hins vegar úr 191% í 180%. Þetta breytir þó ekki í grundvallaratriðum fyrri ályktunum um þróun skulda heimilanna. Uppfærð þjóðhags- og verðbólguspá, sem kynnt er hér á undan, bendir til stöðugrar atvinnu og lítillar verðbólgu næstu tvö árin, þótt hún verði farin að rísa undir lok tímabilsins ef ekkert verður að gert. Áhyggjur af skuldastöðu heimilanna stafa, sem fyrr segir, einkum af því að verð húsnæðis sem lagt er að veði sem trygging fyrir endurgreiðslu stórs hluta skulda einstaklinga er orðið afar hátt og líklegt til að falla, a.m.k. að raungildi, ef afturkippur kemur í efna- hagslífið. Íbúðarhúsnæði margra heimila er orðið af- ar veðsett, sem ráða má af því að undanfarin þrjú ár hafa heildarskuldir heimila numið u.þ.b. 90% af kostnaðarverði alls íbúðarhúsnæðis í landinu skv. þjóðarauðsmati, þar af íbúðalán 65%. Þar sem ein- staklingar eru misjafnlega skuldugir má leiða líkur að því að töluverður hópur eigi sem næst fullveðsettar eignir. Frá árinu 1999 hefur Íbúðalánasjóði verið heimilt að veita viðbótarhúsnæðislán sem geta numið allt að 25% af kaupverði og haft í för með sér veðhlutfall allt að 90% af kaupverði. Á árunum 1999-2003 voru veitt samtals u.þ.b. 10 þúsund viðbótarlán, en það undir- strikar að hópur íbúðareigenda sem hefur veðsett eignir sínar því sem næst að fullu er nokkuð stór. Enn fremur hefur þorri allra íbúðalána sem veittur hefur verið undanfarin ár verið til 40 ára. Lengri lánstími leiðir til þess að eignamyndun fyrstu árin eftir húsnæðiskaup verður afar hæg, en það leiðir til þess að líkur á að íbúðaverð falli einhvern tíma niður fyr- ir fjárhæð eftirstöðva lánsins aukast. Tölfræðileg greining á sveiflum íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu frá árinu 1983 bendir til að miðað við 30 ára endurgreiðslutíma séu að jafnaði fjórðungs til þriðjungs líkur á að slíkt gerist á lánstímanum. Ef tekið er tillit til þess að íbúðaverð er um þessar mund- ir í sögulegu hámarki virðist neikvæð eiginfjárstaða einhvern tíma á líftímanum næsta örugg. Verðsveifl- ur á íslenskum íbúðamarkaði virðast vera u.þ.b. í meðallagi í alþjóðlegu samhengi og ýmis dæmi eru um töluvert meiri verðsveiflur, t.d. á Norðurlöndum fyrir rúmum áratug. Þau undirstrika að verðmæti sem næst fullveðsettrar íbúðar getur fallið langt niður fyr- ir andvirði eftirstöðva áhvílandi lána. Verðtrygging og afar afturhlaðin greiðslubyrði, sem stafar af verðtryggingu og jafngreiðsluformi lánanna, leiðir ennfremur til þess að íbúðareigandinn getur átt von á því að sitja uppi með neikvætt eigið fé í langan tíma. Bent hefur verið á í fyrri úttektum (sjá t.d. Pen- ingamál 2003/2) að viðkvæmni íslenskra heimila gagnvart verðbólgu sé sérstaklega mikil, því að ólíkt flestum löndum í svipaðri stöðu sé meginhluti skulda íslenskra heimila verðtryggður. Fari verðbólga úr böndum þannig að beita þurfi harkalegum aðhalds- aðgerðum til að ná henni niður á ný gæti slíkt leitt til snarprar lækkunar íbúðaverðs á sama tíma og greiðslubyrði þyngist og ráðstöfunartekjur skreppa saman. Verðtrygging þorra skulda heimilanna gerir þau viðkvæm gagnvart áföllum í þjóðarbúskapnum, einkum ef þau koma í kjölfar ofþensluskeiðs og leiða Heimild: Seðlabanki Íslands. * 1980 1985 1990 1995 2000 2003 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 % Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum 1980-2003 Mynd 4 Eldri lánaflokkun Ný lánaflokkun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.