Peningamál - 01.03.2004, Side 67

Peningamál - 01.03.2004, Side 67
samanburðinum í töflu 2. Því virðist fræðilega ekki ljóst hvort opin hagkerfi séu líklegri til að taka upp verðbólgumarkmið eða ekki. Þetta endurspeglast einnig í tölfræðilegum rannsóknum. Á meðan Mishkin og Schmidt-Hebbel (2001) finna marktækt jákvætt samband þarna á milli, finnur Gerlach (1999) neikvætt samband (sem þó er á mörkunum að vera marktækt) og Truman (2003) finnur ekkert marktækt samband þar á milli. Þetta ósamræmi endurspeglar líklega mismunandi ríkjasöfn og tímabil ofan- greindra rannsókna. Sams konar óvissa ríkir um samband líkinda á upptöku verðbólgumarkmiðs og sögulegrar verðbólgu. Þannig mætti ætla að ríki sem hafa áður átt í erfiðleik- um í glímunni við verðbólgu séu líklegri til að taka upp verðbólgumarkmið vegna óánægju með fyrri stefnu (sjá t.d. Neumann og von Hagen, 2002) og virðast niðurstöður Mishkins og Schmidt-Hebbels (2001) styðja þá ályktun. Truman (2003) kemst hins vegar að öndverðri niðurstöðu sem hann telur helgast af því að flest ríkin hafi þegar verið búin að ná niður verðbólgu áður en verðbólgumarkmiðið var tekið upp, sjá nánari umfjöllun í grein höfundar (2004). Að sama skapi telja Mishkin og Schmidt-Hebbel (2001) og Truman (2003) að því sjálfstæðari sem seðlabanki viðkomandi ríkis er því meiri líkur séu á því að verðbólgumarkmið verði fyrir valinu, þar sem slíkt sjálfstæði auki líkurnar á því að stefnan sé skil- virk. Finna Mishkin og Schmidt-Hebbel (2001) marktækt jákvætt samband milli tækjasjálfstæðis seðlabanka og líkinda á upptöku verðbólgumarkmiðs en neikvætt samband milli markmiðssjálfstæðis seðlabanka og líkinda á upptöku verðbólgumarkmiðs sem þeir túlka á þann veg að upptaka verðbólgu- markmiðs fari jafnan saman við að ákvörðun mark- miðs peningastefnunnar færist til ríkisstjórnar. Truman (2003) finnur ekkert marktækt samband milli almenns sjálfstæðis seðlabanka og líkinda á upptöku verðbólgumarkmiðs sem er einnig í sam- ræmi við niðurstöður Mishkins og Schmidt-Hebbels (2001). Gerlach (1999) færir hins vegar rök fyrir nei- kvæðu sambandi milli almenns sjálfstæðis seðla- banka og líkinda á upptöku verðbólgumarkmiðs. Hann telur að verðbólgumarkmið geti komið í stað formlegs sjálfstæðis þar sem auðveldara verði fyrir viðkomandi seðlabanka að standast pólitískan þrýsting hafi hann vel skilgreint markmið til að fara eftir. 3.3. Önnur möguleg verðbólgumarkmiðsríki Listi yfir verðbólgumarkmiðsríki er eðli máls sam- kvæmt aldrei endanlegur. Þannig hverfa ríki úr hópn- um og önnur bætast við. Tvö ríki hafa þegar horfið úr hópnum, Finnland og Spánn eins og áður hefur komið fram, og þrjú til viðbótar munu hverfa úr hópnum innan nokkurra ára þegar þau verða hluti af Myntbandalagi Evrópu (Pólland, Tékkland og Ung- verjaland). Síðar gætu Bretland og Svíþjóð bæst í þann hóp og jafnvel Ísland, Noregur og Sviss þegar enn lengra er litið fram á veginn. Í Nýja-Sjálandi kemur einnig upp með reglulegu millibili umræða um það hvort Ástralía og Nýja-Sjáland ættu að taka upp sameiginlega mynt (sjá t.d. Bjorksten og Brook, 2002) og einnig hefur það verið rætt hvort rétt sé að Kanadamenn (og jafnvel Mexíkóar) taki upp Banda- ríkjadal í tengslum við NAFTA-fríverslunarsamning- inn (sjá t.d. Buiter, 1999). Ný ríki gætu einnig bæst í hópinn. Vaxandi fjöldi ríkja íhugar nú að taka upp verðbólgumarkmið. Pen- ingamagnsmarkmið hefur reynst erfitt í framkvæmd vegna óstöðugleika peningaeftirspurnar. Fastgengis- stefna nýtur einnig minnkandi vinsælda vegna eigin reynslu eða annarra af spákaupmennskuárásum á fastgengisstefnu og þeim efnahagslega kostnaði sem þeim hefur fylgt (sjá t.d. grein höfundar í Peninga- málum, 2000/1, og Más Guðmundssonar, 2001a). Í flestum tilfellum er um þróunar- og umbreytingarríki að ræða eins og sjá má í töflu 3 sem sýnir lista yfir hóp ríkja sem hugsanlega gætu tekið upp verðbólgu- markmið á næstu árum.16 Flestir seðlabankanna leggja megináherslu á verðstöðugleika og nokkrir þeirra gefa nú þegar út opinbert verðbólguviðmið. Nokkur ríkjanna hafa jafnframt lýst því yfir að verið sé að undirbúa upp- töku verðbólgumarkmiðs á næstu árum (Albanía, Argentína og Tyrkland). Meðal annarra mögulegra 66 PENINGAMÁL 2004/1 16. Listi sem þessi er augljóslega ekki tæmandi. Sterne (2002) tilgreinir 54 ríki sem þegar birta töluleg verðbólguviðmið opinberlega (að meðtöld- um þeim ríkjum sem formlega voru á verðbólgumarkmiði á þeim tíma) og Carare og Stone (2003) telja til 21 ríki á flotgengisstefnu sem þeir telja möguleg framtíðar verðbólgumarkmiðsríki. Listinn í töflu 3 samanstendur af þeim ríkjum frá Sterne (2002) og Carare og Stone (2003) þar sem hægt er að finna hið tölulega markmið á heimasíðu bankanna, hafa verðstöðugleika sem meginmarkmið peningastefnunn- ar eða hefur verið rætt um opinberlega sem möguleg verðbólgumark- miðsríki síðar. Schaechter o.fl. (2000), Carare o.fl. (2002) og Carare og Stone (2003) fjalla um þau verkefni sem þróunar- og umbreytingarríki standa frammi fyrir við upptöku verðbólgumarkmiðs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.