Peningamál - 01.03.2004, Side 71

Peningamál - 01.03.2004, Side 71
Athyglisvert er að þau tvö ríki þar sem verð- stöðugleiki er ekki skýrt skilgreint meginmarkmið peningastefnunnar í löggjöf seðlabankanna hafa þrátt fyrir það náð ágætum árangri við að tryggja verð- stöðugleika. Það gæti bent til þess að skýr skilningur á forgangsröðun peningastefnunnar sé mikilvægari fyrir árangur hennar en nákvæmt orðalag löggjafar- innar (sjá einnig Truman, 2003). Það kallar þó enn frekar á það að seðlabankinn hafi stuðning annarra stjórnvalda í túlkun sinni á löggjöf bankans. Tafla 4 sýnir einnig að í flestum tilvikum er að- gangur ríkissjóðs að beinni fjármögnun í seðlabanka annaðhvort formlega óheimill eða mjög takmarkaður enda myndi slíkur aðgangur draga mjög úr getu seðlabankans til að beita peningastefnunni með sjálf- stæðum og skilvirkum hætti. Í nokkrum ríkjum eru engin slík ákvæði í lögum seðlabankanna en þá ríkir ávallt gagnkvæmur skilningur á því að slíkur aðgang- ur sé ekki nýttur.19 Í ljósi þess hve mikilvægt þykir að seðlabankinn hafi fullt sjálfstæði til að ákvarða peningastefnuna án íhlutunar stjórnvalda (sjá t.d. grein höfundar í Pen- ingamálum, 2000/4, og Sterne, 2002) kemur ekki á óvart að löggjöf nánast allra bankanna kveður á um fullt tækjasjálfstæði til handa seðlabönkunum. Í sum- um tilvikum eru þó ákvæði í lögum um að ríkisstjórn geti breytt ákvörðun bankans (við misvel skilgreind- ar aðstæður) en þá þarf það að gerast fyrir opnum tjöldum með tilheyrandi pólitískum kostnaði. Sá seðlabanki sem hefur minnst lagalegt tækjasjálfstæði í ríkjahópnum er hins vegar Noregsbanki og hafa núverandi lög t.d. verið gagnrýnd af Svensson o.fl. (2002). Meiri breytileiki er hins vegar á markmiðssjálf- stæði bankanna sem er í takt við mismunandi skoðan- ir fræðimanna á réttmæti slíks sjálfstæðis (sjá t.d. Fischer, 1994). Í Sterne (2002) kemur reyndar fram að skoðanir seðlabanka á verðbólgumarkmiði um mikil- vægi markmiðssjálfstæðis voru mismunandi eftir því hvort verðbólga var nálægt markmiðinu eða hvort þeir voru enn í miðju aðlögunarferli að lítilli verðbólgu. Hjá þeim sem þegar höfðu fest litla verðbólgu í sessi var almennt talið jákvætt að ríkis- stjórn ætti hlut í ákvörðun markmiðs peningastefn- unnar þar sem það yki trúverðugleika markmiðsins og drægi úr líkum á að óvarleg ríkisfjármálastefna græfi undan markmiðinu. Þeir verðbólgumarkmiðsbankar sem enn voru í aðlögunarferlinu töldu hins vegar markmiðssjálfstæði mikilvægt þar sem það drægi úr líkum á að ríkisstjórn tefði verðbólguhjöðnunarferlið um of. Eins og sjá má í töflu 4 koma í flestum tilvik- um bæði seðlabankinn og ríkisstjórn að ákvörðun meginmarkmiðsins, þótt augljóslega sé það endanleg ákvörðun ríkisstjórnar í öllum þessum tilfellum.20 Að lokum sýnir taflan að í flestum tilvikum er ráðningartími seðlabankastjóra lengri en fimm ár og því sem mest úr takti við hinn pólitíska tíðahring kosninga. Ráðningartíminn er jafnframt almennt séð með því lengsta sem þekkist meðal seðlabanka (sjá grein höfundar í Peningamálum, 2000/4). 4.2. Útfærsla verðbólgumarkmiðs Peningastefna með formlegu verðbólgumarkmiði krefst úrlausnar á ýmsum tæknilegum álitaefnum. Skilgreina þarf hið tölulega markmið og viðmiðun við verðvísitölu. Einnig þarf að ákveða við hvaða tímabil á að miða og hvernig skuli bregðast við ef verðbólgumarkmiðinu er ekki náð. Ef verðbólga er við kerfisbreytinguna yfir því sem talið er samrýmast verðstöðugleika þarf jafnframt að skilgreina aðlög- unarferli að langtímamarkmiðinu. Við allar þessar ákvarðanir þarf einnig að tryggja að stefnan sé trúverðug og gagnsæ en jafnframt að sveigjanleiki hennar sé ekki heftur um of. Eins og sjá má í töflu 5 hafa seðlabankarnir farið margvíslegar leiðir við að leysa úr þessum álitaefnum. Þegar kemur að vali viðmiðunarvísitölu togast á tvö sjónarmið (sjá t.d. umfjöllun í grein höfundar í Peningamálum, 2002/4). Notkun almennrar vísitölu neysluverðs hefur þann kost að vera besti fáanlegi mælikvarðinn á þróun almenns framfærslukostnaðar, auk þess að vera sá verðlagsmælikvarði sem almenn- ingur þekkir best. Vandamálið er hins vegar að slík vísitala inniheldur ýmsa liði sem sveiflast mikið og eru jafnvel utan áhrifasviðs peningastefnunnar. Verðlagsvísitala sem undanskilur slíka liði ætti að 70 PENINGAMÁL 2004/1 19. T.d. gefa Fry o.fl. (2000) þessum ríkjum fulla einkunn fyrir takmörkun á fjármögnun ríkissjóðs í seðlabanka þrátt fyrir að engin bein laga- ákvæði kveði á um það. Slíkt tíðkast einfaldlega ekki í þessum ríkjum. 20. Hið sama má í raun einnig segja um þá sex seðlabanka sem setja sér endanlegt markmið sjálfir. Ríkisstjórn gæti einfaldlega breytt löggjöf bankans og þannig ógilt ákvörðun bankans þótt það sé augljóslega erfiðara og lengra ferli en þegar hún kemur að ákvörðuninni með bein- um hætti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.