Peningamál - 01.03.2004, Side 79
Nánar er fjallað um hlutverk gengisins í mótun pen-
ingastefnu sem byggist á verðbólgumarkmiði í grein
höfundar (2004).
5. Lokaorð
Á undanförnum árum hefur fjöldi ríkja sem hefur
tekið upp peningastefnu með formlegu verðbólgu-
markmiði margfaldast. Í árslok 1993 voru fimm ríki
á formlegu verðbólgumarkmiði og fimm árum síðar
voru þau orðin tíu talsins. Fimm árum síðar hafði
fjöldinn hins vegar u.þ.b. tvöfaldast aftur og nú
byggir 21 ríki peningastefnu sína á formlegu verð-
bólgumarkmiði.
Margar ástæður hafa verið fyrir upptöku verð-
bólgumarkmiðs í þessum ríkjum. Í sumum tilvikum
hefur verið um eðlileg endalok mislangs þróunarferl-
is peningastefnunnar að ræða eða formfestingu þeirr-
ar stefnu sem í raun var fylgt. Í öðrum tilvikum var
ástæðan endalok hrakningar seðlabankanna frá fyrri
stefnu sem beðið hafði skipbrot eða áralöng óánægja
með árangur hennar. Þó er sammerkt með þeim
öllum að markmið kerfisbreytingarinnar var að miðla
betur til almennings meginverkefni peningastefnunn-
ar, að skapa skilvirkari ramma utan um stefnuna og
ná betri stjórn á verðbólguvæntingum.
Verðbólgumarkmiðsríkin eru fjölbreytt að stærð
og gerð og staða þeirra við upptöku verðbólgumark-
miðsins var einnig mjög ólík. Yfirleitt er um að ræða
tiltölulega lítil eða meðalstór iðnríki eða tiltölulega
stór þróunar- og nýmarkaðsríki. Verðbólgumark-
miðsríkin eru einnig að jafnaði opnari fyrir alþjóða-
viðskiptum og með minna skuldsettan ríkissjóð en
sambærileg ríki sem ekki hafa tekið upp verðbólgu-
markmið. Þau virðast jafnframt auðugri og með
nokkuð þróaðri fjármálakerfi.
Stofnanir hagkerfisins og staða seðlabankanna
sjálfra var jafnframt mismunandi og einnig tiltrú og
skilningur á hinni nýju stefnu. Sömuleiðis hefur
framkvæmd og útfærsla stefnunnar verið með marg-
víslegum hætti og tekið nokkrum breytingum í sum-
um tilfellum eftir því sem reynsla og þekking hefur
safnast fyrir. Eftir því sem lengri tími hefur liðið og
fleiri ríki tekið upp þessa stefnu má þó segja að það
78 PENINGAMÁL 2004/1
Tafla 7 Stjórntæki peningamála
Aðgerðamarkmið peningastefnu (fjöldi ríkja) Ríki
Dagvextir (9) Ástralía, Brasilía, Chíle, Kanada, Kólumbía, Noregur, Nýja-Sjáland,
Suður-Afríka, Suður-Kórea
Skammtímavextir (9) Bretland, Ísland, Ísrael, Pólland, Sviss, Svíþjóð, Taíland, Tékkland,
Ungverjaland
Lausafjárstaða bankakerfis (3) Filippseyjar, Mexíkó, Perú
Meginstjórntæki peningamála (fjöldi ríkja) Ríki
Markaðsaðgerðir með endurhverfum viðskiptum (11) Ástralía, Bretland, Filippseyjar, Ísland, Kólumbía, Nýja-Sjáland, Perú,
Sviss, Svíþjóð, Taíland, Tékkland
Markaðsaðgerðir með ríkisverðbréfum Brasilía, Chíle, Ísrael, Mexíkó, Noregur, Pólland, Suður-Afríka,
eða bréfum gefnum út af seðlabanka (9) Suður-Kórea, Ungverjaland
Vaxtaband í gegnum nettóstöðu greiðslukerfis (1) Kanada
Möguleg inngrip á gjaldeyrismarkaði (fjöldi ríkja) Ríki
Ef gengisþróun ógnar verðbólgumarkmiði (4) Brasilía, Ísland, Noregur, Svíþjóð
Við óeðlilegar sveiflur á gjaldeyrismarkaði (2) Ástralía, Tékkland
Við sérstakar aðstæður á gjaldeyrismarkaði (7) Ástralía, Brasilía, Chíle, Ísland, Kanada, Noregur, Nýja-Sjáland,
Til að byggja upp gjaldeyrisforða (3) Ísland, Kólumbía, Suður-Afríka
Til að verja gengismarkmið (1) Ungverjaland
Heimildir: Carare o.fl. (2002), Schaechter o.fl. (2000), Truman (2003) og heimasíður viðkomandi seðlabanka.