Peningamál - 01.03.2004, Side 88

Peningamál - 01.03.2004, Side 88
PENINGAMÁL 2004/1 87 og umsjón. Yfirstjórnin ber endanlega ábyrgð á því að tryggja að viðeigandi innri eftirlitskerfi séu til staðar, þar með talið áhættumatskerfi. Góðum stjórnunarháttum má skipta í fjóra meg- inþætti: • Leiðbeiningar • Framkvæmd • Eftirlit • Ábyrgð Stofnanir á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og Alþjóðlega greiðslubankann (BIS) hafa hvatt til aukins gagnsæis í starfsemi seðlabanka og þeim er í síauknum mæli ætlað að lúta sams konar eftirliti og endurskoðunarviðmiðunum og viðskipta- bönkum og fyrirtækjum almennt. Sú kvöð sem lögð er á bankastjórnir með reglum Alþjóðlega greiðslubankans um skilvirkt innra eftirlit felur í sér: • Ábyrgð á að samþykkja og endurskoða heildar- stefnu bankans reglubundið. • Að gera sér grein fyrir helstu áhættuþáttum bank- ans og setja þeim viðunandi mörk. • Að samþykkja stjórnskipulag bankans. • Að tryggja að yfirstjórnendur fylgist með skil- virkni innra eftirlitskerfis bankans. Í stuttu máli: Á tímum upplýsingaskyldu og gagn- sæis þurfa seðlabankar að beina sjónum að þrem lykilþáttum eins og sést á mynd 1. Tilurð góðra stjórnunarhátta Skömmu eftir 1990 fór að bera á vaxandi gagnrýni í Evrópu á gæði og umfang fjárhagsskýrslna og skil- virkni sjálfstætt starfandi endurskoðenda í kjölfar örlagaríkrar vanrækslu af ýmsu tagi, jafnt í einkageir- anum sem og í þeim opinbera. Sem dæmi má nefna fjármálaafglöp líkt og hjá Maxwell Communications og BCCI, ferjuslysið við Zeebrugge og „dirty tricks“ herferð British Airways. Þetta leiddi til almennra efa- semda meðal stjórnvalda, stofnana, fjárfesta og ein- staklinga, starfsmanna fyrirtækja og almennings um hlutverk stjórnenda, forstjóra, innri og ytri endur- skoðenda og endurskoðunarnefnda. Í Bretlandi varð þetta til þess að Cadbury nefndin svokallaða var skipuð. Skilaði hún af sér skýrslu í árslok 1992 og síðan aftur árið 1996. Í Cadbury skýrslunni (1992), sem naut stuðnings Englands- banka, kauphallarinnar í Lundúnum og samtaka end- urskoðenda, var leitast við að setja verklagsreglur um upplýsingaskyldu og fyrirkomulag endurskoðunar hjá fyrirtækjum sem skráð voru í kauphöllinni. Cad- bury skýrslan olli straumhvörfum þar sem hún boð- aði hvað væru góðir starfshættir stjórnenda. Í skýrsl- unni var fjallað um siðferði, réttsýni og heiðarleika og þróuð skilgreining á góðum stjórnunarháttum sem felur í sér heiðarleika, ráðvendni og upplýsinga- Mynd 1                   Áhættustýring: Hvernig eftirliti með áhættu í starfsemi bankans er háttað, hvernig hún er greind og hvernig henni er stýrt Kerfi og verkferlar: Stoðkerfi sem auðvelda skilvirka stjórnunarhætti og áhættustýringu Góðir stjórnunarhættir: Yfirstjórn bankans Lykilþættir góðra stjórnunarhátta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.