Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 90

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 90
PENINGAMÁL 2004/1 89 að hafa eftirlit með þeim stofnunum sem heimild höfðu til að taka við sparifé almennings og ávaxta. Þótt bankinn ætti að heita sjálfstæður var hann skuld- bundinn með lögum til að fylgja efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar jafnvel þótt hún gengi þvert á stefnu bankans. Lög um Seðlabanka Íslands voru endurskoðuð árið 1986 og á ný árið 2001. Mikilvægasta breyting- in árið 1986 var staðfesting á frelsi banka og spari- sjóða til vaxtaákvarðana. Lagabreytingarnar árið 2001 fólu í sér breytingar í takt við þá þróun sem átt hafði sér stað á hliðstæðum lögum í mörgum iðnríkj- um og þróunarlöndum undanfarinn áratug eða svo. Markmið bankans voru endurskoðuð og einfölduð. Eitt helsta stefnumarkið í peningamálum varð að stuðla að stöðugleika verðlags. Bankanum var einnig falið að sinna málefnum tengdum fjármálastöðug- leika. Seðlabankanum var fengið sjálfstæði til þess að beita stjórntækjum sínum, aðgangi ríkissjóðs að lán- um í Seðlabankanum var formlega lokað, skýr ákvæði um gagnsæi og upplýsingaskyldu voru sett inn í löggjöfina og ákvæðum um tilfærslu hagnaðar Seðlabankans til ríkissjóðs var breytt til að gera bank- anum kleift að byggja upp og viðhalda viðunandi eig- infjárstöðu. Einnig var gerð krafa um aukna áherslu á góða stjórnunarhætti og innri reglur og eftirlit svo að framfylgja mætti ákvæðum laganna. Áhrif breytinganna frá 2001 eru að löggjöfin um Seðlabanka Íslands stenst nú fyllilega samanburð við sambærileg lög annarra iðnríkja. Fyrir breytinguna árið 2001 hafði komið fram í alþjóðlegri könnun að Seðlabanki Íslands væri einn sá ósjálfstæðasti í stór- um hópi seðlabanka. Nýju lögin skipa bankanum í fremstu röð með því að tryggja honum sjálfstæði og nútímalegt hlutverk og starfshætti. Í raun má segja að Seðlabanki Íslands hafi tekið skjótum framförum á sviði góðra stjórnunarhátta þrátt fyrir að almennar leiðbeinandi reglur þar um séu ekki til staðar, samanber t.d. regluverkið í Bretlandi. 3. Innra eftirlit Skilvirkt innra eftirlit er þýðingarmikill þáttur í stjórnun fyrirtækis og grundvöllur öruggrar og traustrar starfsemi. Öflugt innra eftirlit getur tryggt að stofnunin nái markmiðum, tilgangi og langtíma- áætlunum sínum og tryggi gæði fjárhags- og stjórn- unarskýrslna. Slíkt kerfi getur einnig tryggt að stofn- unin fari að lögum og reglugerðum og fylgi stefnu- miðum, áætlunum, innri reglum og góðum starfshátt- um og þannig dregið úr hættunni á óvæntum áföllum og skaða á orðstí fyrirtækisins. Eftirfarandi viðmið um innra eftirlit eru sambæri- leg í meginatriðum: 1. Í Bandaríkjunum gaf COSO nefndin (Committee of Sponsoring Organisations of the Treadway Commission) út ritið Internal Control – Integ- rated Framework (Innra eftirlit – samþættur rammi) árið 1992. Þar er innra eftirlit skilgreint sem ferli sem hefur áhrif á yfirstjórn fyrirtækis, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk. Ferli þetta er sérstaklega hannað til að veita fullnægj- andi tryggingu fyrir því að settum markmiðum sé náð á eftirfarandi sviðum: • Skilvirkni og hagkvæmni starfseminnar • Áreiðanleika fjárhagsskýrslna • Fylgni við lög og reglugerðir 2. Rutteman skýrslan (1994) í Bretlandi skilgreindi innra eftirlit sem: Allt eftirlit, með fjármálum sem og öðrum þáttum, sem komið er á laggirnar í þeim tilgangi að veita fullnægjandi tryggingu fyrir: • Skilvirkri og hagkvæmri starfsemi • Fjárhagslegu innra eftirliti • Fylgni við lög og reglugerðir 3. Í Kanada gáfu samtök löggiltra endurskoðenda út leiðbeiningar (CoCo 1995) fyrir eftirlitsaðila sem voru svipaðar að efnisinnihaldi og skýrslur Cad- bury og COSO. Í eftirlitsleiðbeiningum CoCo er eftirlit sett í samhengi við verklag. Þar segir: „Einstaklingur vinnur verk, skilur tilgang þess (markmiðið sem stefnt er að) og hefur sér til fulltingis getu (upp- lýsingar, eignir (e. resources) og hjálpartæki). Þessi einstaklingur þarf að finna til ábyrgðar til að vinna verkið eftir bestu getu. Einstaklingurinn fylgist með eigin frammistöðu og ytra umhverfi til þess að öðlast þekkingu á því hvernig vinna má verkið betur og hvers konar breytinga er þörf. Það sama gildir um öll fagteymi og vinnuhópa. Í öllum stofnunum er kjarni eftirlitsins tilgangur, ábyrgð, geta, umsjón og þekk- ing.” Ofangreind viðmið eru grundvöllur skilnings á eftirliti innan fyrirtækis og mats á skilvirkni slíks kerfis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.