Peningamál - 01.03.2004, Side 92

Peningamál - 01.03.2004, Side 92
PENINGAMÁL 2004/1 91 stjórnendur hefðu eftirlit með verkferlum. Afleið- ingin varð sú, að innri endurskoðendur þurftu að ein- beita sér að skoðun verkferla í stað hefðbundinnar fjárhagslegrar endurskoðunar, sem að hluta til fluttist yfir til stjórnenda og ytri endurskoðenda. Í starfsramma alþjóðlegrar stofnunar um innri endurskoðun (IIA – Professional Practices Frame- work) um fagleg vinnubrögð er innri endurskoðun skilgreind á eftirfarandi hátt: „Innri endurskoðun er óháð, hlutlaus staðfesting- ar- og ráðgjafarstarfsemi ætluð til þess að auka virði og bæta rekstur stofnunar. Hún er stofnuninni til aðstoðar við að ná settum markmiðum með kerfis- bundnum og öguðum aðferðum til að meta og bæta skilvirkni áhættustýringar, eftirlits- og stjórnunar- ferla.“ Innri endurskoðun er mikilvæg þjónusta við yfir- stjórn og framkvæmdastjórn þar sem hún leggur óháð mat á skilvirkni innra eftirlits. Yfirstjórnin þarf á stöðugri umsjón með innra eftirlitskerfinu að halda svo að vara megi tímanlega við öllum frávikum eða veikleikum sem upp kynnu að koma, þannig að bregðast megi við þeim með skjótum hætti. Af þörfinni á stöðugri umsjón má ráða, að hér sé um að ræða starf fyrir innri frekar en ytri endurskoðendur, eins og lagt er til í The Audit Agenda sem gefið var út af APB (The Auditing Practices Board) í desember 1994. Þessi skoðun er einnig sett fram í Auditing into the Twenty-first Century sem gefið var út af rann- sóknarnefnd á vegum samtaka löggiltra endur- skoðenda í Skotlandi (ICAS, 1993). Yfirstjórn felur þannig, að minnsta kosti að hluta til, yfirumsjón með skipulagningu og rekstri eftirlits- kerfisins og hluta af umsjónarferlunum á hendur innri endurskoðunar. Innri endurskoðun er aftur á móti ábyrg gagnvart yfirstjórn og endurskoðunarnefnd sé hún til staðar og aðstoðar þannig yfirstjórn við að uppfylla stjórnunarskyldur sínar með skýrslugjöf um innra eftirlit og áhættustýringu stofnunarinnar. Innri endurskoðun styður einnig stjórnendur í að hafa umsjón með og beita innra eftirlitskerfi, siða- reglum og öðrum þáttum góðra stjórnunarhátta. Innri endurskoðun er til aðstoðar við að tryggja að farið sé að stjórnunarkröfum og telja stjórnendur stofnana hana auka virði þeirra með því að hjálpa til við að ná settum markmiðum á eftirfarandi sviðum: • Framkvæmd settra markmiða og ætlunarverka • Fylgni við stefnu, áætlanir, verklagsreglur og reglugerðir • Verndun eigna • Áreiðanleika upplýsinga • Hagkvæmri og skilvirkri nýtingu eigna Þar sem mat á innra eftirliti beinist æ meir að áhættu hefur hlutverk innri endurskoðunar breyst frá eftirliti með því að farið sé að öllum fyrirmælum yf- ir í áhættumiðað eftirlit með hagkvæmni og skil- virkni. En þetta er aðeins eitt af mörgum sviðum þar sem hlutverk innri endurskoðunar hefur verið að breytast. Á tímum síbreytilegs rekstrarumhverfis stendur innri endurskoðun frammi fyrir ögrandi verk- efnum. Virðisaukandi endurskoðun með þrefalt leiðarljós nýtni, hagkvæmni og skilvirkni hefur víða orðið mikilvægasti þáttur innri endurskoðunar, sem einskorðast ekki lengur við hið hefðbundna hlutverk að meta innra eftirlit og vernda eignir, heldur tekur aukinn þátt í skipulagningu verkferla og áhættu- stýringu. Af þessum sökum hefur fjölbreytileiki starf- seminnar aukist og nær nú m.a. yfir ráðgjöf og sam- ráð. Hefur þessi þróun átt sér stað að nokkru á kostn- að eftirlitsstarfanna. Nýlega hefur þó orðið kúvend- ing frá ráðgjafar- og samráðshlutverkinu vegna ýmiss konar misferlis innan stofnana. 4. Endurnýjun meginstefnu – Breytingar Er við snúum okkur frá umfjöllun um bakgrunn og undirstöðuatriði góðra stjórnunarhátta, innra eftirlits og innri endurskoðunar og skoðum á hvern hátt innra eftirlit og innri endurskoðun geta stuðlað að og auð- veldað breytingar og nýja markmiðssetningu (e. stra- tegic renewal), er þó við hæfi að fjalla aðeins um hugmyndafræðina að baki innri endurskoðun. Það er hægt að gera með ýmsum hætti. Ein leið er að tengja innri endurskoðun við stefnumótun og kanna hvernig innri endurskoðun getur, með vinnu sinni og ábyrgð, þjónað sem þekkingargrunnur fyrir breytingar. Þótt breytingastjórnun og endurnýjun stefnu- mörkunar sé líklega ekki eins þýðingarmikil í seðla- banka og í einkafyrirtækjum skiptir hún einnig máli. Seðlabankar verða að geta lagað sig að breytingum á starfsumhverfi sínu, lagaumhverfi og viðskiptahátt- um á svipaðan hátt og fyrirtæki sem rekin eru með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.