Peningamál - 01.03.2004, Page 95
lags. Hlutverk og stefna innri endurskoðunar breytist
því óhjákvæmilega með tímanum. Það sem talið var
mikilvægar upplýsingar fyrir örfáum árum gæti skipt
minna máli í dag. Til þess að vera virðisaukandi ein-
ing þarf innri endurskoðunin þar af leiðandi að
tryggja að verið sé að safna þeim upplýsingum sem
viðeigandi eru og greina stjórnendum frá þeim á skil-
virkan hátt.
5. Dæmi um Seðlabanka Íslands
Eins og áður segir hafa verulegar breytingar átt sér
stað á lagaumhverfi Seðlabanka Íslands á undanförn-
um árum. Almenn tilhneiging í átt að aukinni ábyrgð
og gagnsæi seðlabanka hefur átt sér stað innan bank-
ans. Stórfelldar breytingar hafa verið gerðar á starfs-
ramma bankans. Þróun hefur orðið á verklagi og
skipulagi. Sum störf sem áður voru unnin hjá Seðla-
bankanum hafa verið lögð niður eða þau flutt annað.
Jafnt og þétt var unnið að því að draga saman hlut-
verk bankans og færa starfsemina nær meginmark-
miðum hans. Starfsfólkið er mun betur menntað en
áður og í árslok 2002 voru 50% starfsmanna bankans
með háskólapróf. Störfum hefur fækkað um meira en
fimmtung frá árinu 1990.
Seðlabanki Íslands hefur þannig orðið fyrir veru-
legum áhrifum af þeirri þróun sem orðið hefur á
seðlabankastarfsemi á alþjóðavettvangi.
Hver eru áhrif þróunarinnar á innra eftirlitskerfi og
innri endurskoðun?
Ný lagasetning, betri skilgreining á meginmarkmið-
um bankans og krafa almennings um aukið gagnsæi
og reikningsskil hafa leitt af sér endurbætt innra eft-
irlitskerfi. Lögð hefur verið áhersla á ábyrgð stjórn-
enda á innra eftirliti og hefur það haft áhrif á frammi-
stöðu starfsfólks. Höfuðmarkmið innra eftirlits eru:
• Frammistöðumarkmið (e. performance objective)
– þ.e. hagkvæmni og skilvirkni starfseminnar.
• Upplýsingamarkmið (e. information objective)
– þ.e. áreiðanleiki, gæði og rétt tímasetning fjár-
hags- og stjórnunarupplýsinga.
• Samræmismarkmið (e. compliance objective)
– þ.e. starfsemi í samræmi við viðeigandi lög og
reglugerðir.
Þróunin í átt að opnari og gagnsærri stofnun hef-
ur leitt til endurskoðunar eftirlitskerfis bankans.
Sumum þáttum hefur þegar verið lokið og hrundið í
framkvæmd en aðrir eru enn í vinnslu.
Þættir sem varða góða stjórnunarhætti og eftirlit
innan bankans hafa nýlega verið endurnýjaðir:
• Lög og reglugerðir um bankann
• Viðeigandi og nútímalegar innri reglur og verk-
lagslýsingar
• Viðlagaáætlun
• Skriflegar lýsingar á vinnuferlum
• Handbók um öryggi upplýsinga
• Handbók um öryggismál
• Fullnægjandi upplýsinga- og boðskiptakerfi
• Áhættustjórnunarkerfi
• Verkaskipting og staðgenglar
Ofangreindir þættir eru, meðal annarra, nauðsyn-
legir hlutar góðra stjórnunarhátta.
Innri endurskoðunardeildin tók verulegum breyt-
ingum árið 1999. Var þetta gert í samræmi við al-
menna þróun innan bankans og breytingar á störfum
innri endurskoðenda almennt. Verkefni voru færð frá
innri endurskoðun yfir til bókhaldssviðs, þar sem þau
áttu betur heima. Starfsmönnum var fækkað úr sjö í
þrjá og nýir starfsmenn ráðnir. Ný markmið, byggð á
nýjum hugmyndum og aðferðum, voru sett innri end-
urskoðun.
Innri endurskoðun veitir nú bankastjórninni og
yfirstjórnendum stuðning með því að stuðla að því að
bankinn nái meginmarkmiðum sínum. Í þessu augna-
miði er áhersla lögð á hið virðisaukandi hlutverk.
Hvernig er stuðningi við meginhlutverk bankans
háttað? Innri endurskoðun hefur verið virk á öllum
sviðum og hvetur stjórnendur og bankastjórn, í reglu-
bundnum og sérstökum skýrslum sem og í daglegum
rekstri, til að takast á við breytingar í samræmi við al-
menna þróun seðlabankastarfsemi.
Innri endurskoðandi er ráðinn af bankaráði Seðla-
bankans, sem er kosið af Alþingi. Innri endurskoð-
andi er þannig ábyrgur gagnvart bankaráði en ekki
gagnvart bankastjórn sem, samkvæmt lögum um
Seðlabanka Íslands, ber ábyrgð á að móta og fram-
kvæma peningamálastefnu og sinna almennri stjórn-
un bankans. Engu að síður á innri endurskoðandinn
náið samstarf við bankastjórnina við að tryggja full-
nægjandi innra eftirlit.
94 PENINGAMÁL 2004/1