Peningamál - 01.03.2004, Síða 95

Peningamál - 01.03.2004, Síða 95
lags. Hlutverk og stefna innri endurskoðunar breytist því óhjákvæmilega með tímanum. Það sem talið var mikilvægar upplýsingar fyrir örfáum árum gæti skipt minna máli í dag. Til þess að vera virðisaukandi ein- ing þarf innri endurskoðunin þar af leiðandi að tryggja að verið sé að safna þeim upplýsingum sem viðeigandi eru og greina stjórnendum frá þeim á skil- virkan hátt. 5. Dæmi um Seðlabanka Íslands Eins og áður segir hafa verulegar breytingar átt sér stað á lagaumhverfi Seðlabanka Íslands á undanförn- um árum. Almenn tilhneiging í átt að aukinni ábyrgð og gagnsæi seðlabanka hefur átt sér stað innan bank- ans. Stórfelldar breytingar hafa verið gerðar á starfs- ramma bankans. Þróun hefur orðið á verklagi og skipulagi. Sum störf sem áður voru unnin hjá Seðla- bankanum hafa verið lögð niður eða þau flutt annað. Jafnt og þétt var unnið að því að draga saman hlut- verk bankans og færa starfsemina nær meginmark- miðum hans. Starfsfólkið er mun betur menntað en áður og í árslok 2002 voru 50% starfsmanna bankans með háskólapróf. Störfum hefur fækkað um meira en fimmtung frá árinu 1990. Seðlabanki Íslands hefur þannig orðið fyrir veru- legum áhrifum af þeirri þróun sem orðið hefur á seðlabankastarfsemi á alþjóðavettvangi. Hver eru áhrif þróunarinnar á innra eftirlitskerfi og innri endurskoðun? Ný lagasetning, betri skilgreining á meginmarkmið- um bankans og krafa almennings um aukið gagnsæi og reikningsskil hafa leitt af sér endurbætt innra eft- irlitskerfi. Lögð hefur verið áhersla á ábyrgð stjórn- enda á innra eftirliti og hefur það haft áhrif á frammi- stöðu starfsfólks. Höfuðmarkmið innra eftirlits eru: • Frammistöðumarkmið (e. performance objective) – þ.e. hagkvæmni og skilvirkni starfseminnar. • Upplýsingamarkmið (e. information objective) – þ.e. áreiðanleiki, gæði og rétt tímasetning fjár- hags- og stjórnunarupplýsinga. • Samræmismarkmið (e. compliance objective) – þ.e. starfsemi í samræmi við viðeigandi lög og reglugerðir. Þróunin í átt að opnari og gagnsærri stofnun hef- ur leitt til endurskoðunar eftirlitskerfis bankans. Sumum þáttum hefur þegar verið lokið og hrundið í framkvæmd en aðrir eru enn í vinnslu. Þættir sem varða góða stjórnunarhætti og eftirlit innan bankans hafa nýlega verið endurnýjaðir: • Lög og reglugerðir um bankann • Viðeigandi og nútímalegar innri reglur og verk- lagslýsingar • Viðlagaáætlun • Skriflegar lýsingar á vinnuferlum • Handbók um öryggi upplýsinga • Handbók um öryggismál • Fullnægjandi upplýsinga- og boðskiptakerfi • Áhættustjórnunarkerfi • Verkaskipting og staðgenglar Ofangreindir þættir eru, meðal annarra, nauðsyn- legir hlutar góðra stjórnunarhátta. Innri endurskoðunardeildin tók verulegum breyt- ingum árið 1999. Var þetta gert í samræmi við al- menna þróun innan bankans og breytingar á störfum innri endurskoðenda almennt. Verkefni voru færð frá innri endurskoðun yfir til bókhaldssviðs, þar sem þau áttu betur heima. Starfsmönnum var fækkað úr sjö í þrjá og nýir starfsmenn ráðnir. Ný markmið, byggð á nýjum hugmyndum og aðferðum, voru sett innri end- urskoðun. Innri endurskoðun veitir nú bankastjórninni og yfirstjórnendum stuðning með því að stuðla að því að bankinn nái meginmarkmiðum sínum. Í þessu augna- miði er áhersla lögð á hið virðisaukandi hlutverk. Hvernig er stuðningi við meginhlutverk bankans háttað? Innri endurskoðun hefur verið virk á öllum sviðum og hvetur stjórnendur og bankastjórn, í reglu- bundnum og sérstökum skýrslum sem og í daglegum rekstri, til að takast á við breytingar í samræmi við al- menna þróun seðlabankastarfsemi. Innri endurskoðandi er ráðinn af bankaráði Seðla- bankans, sem er kosið af Alþingi. Innri endurskoð- andi er þannig ábyrgur gagnvart bankaráði en ekki gagnvart bankastjórn sem, samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, ber ábyrgð á að móta og fram- kvæma peningamálastefnu og sinna almennri stjórn- un bankans. Engu að síður á innri endurskoðandinn náið samstarf við bankastjórnina við að tryggja full- nægjandi innra eftirlit. 94 PENINGAMÁL 2004/1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.