Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 103

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 103
og raunin er á Íslandi, gæti þetta skapað spennu. Með færri og betur stýrðum sjóðum, sem jafnframt njóta náins eftirlits sjóðfélaga og fjármálaeftirlits, má draga úr þessu vandamáli, en það hverfur aldrei al- veg. Í öðru lagi, en tengt þessu, er í fæstum tilfellum mögulegt að velja lífeyrissjóð fyrir skyldutryggingu. Eitt af vandamálunum við að innleiða slíkt val er að réttindasöfnun sjóðanna er yfirleitt ekki réttlát trygg- ingarfræðilega. Mikilvægast í því sambandi er að ið- gjald hinna ungu færir sömu réttindi og iðgjald hinna eldri. Þetta þarf ekki að vera vandamál fyrir þá sem eru í sama kerfinu allan starfsferil sinn, þar sem tapið þegar sjóðfélagi er ungur er vegið upp af hagnaðinum þegar hann er eldri. En ef val á milli sjóða yrði leyft og sjóðir með slíka línulega réttindaávinnslu væru við hlið sjóða með aldurstengda réttindaávinnslu, eins og sumir sjóðir hafa tekið upp, myndi kerfið í heild verða óstöðugt og gæti að lokum hrunið. Hinir yngri myndu velja sér sjóð með aldurstengdri rétt- indaávinnslu en skipta yfir í sjóð með línulegri rétt- indaávinnslu þegar þeir væru orðnir eldri. Til að skipta á milli kerfa, sem er ekki talið knýjandi í augnablikinu, þarf líklega að loka núverandi kerfi fyrir iðgjöldum og byrja nýtt kerfi. En eins og þegar skipt er úr gegnumstreymiskerfi í fulla sjóðsöfnun verður alltaf sú spurning hvernig eigi að bæta kyn- slóðinni upp það sem hún hefur þegar tapað þegar hún var ung en á eftir að græða þegar hún er eldri? Að lokum má nefna að örorkubætur hafa verið vandamál fyrir lífeyrissjóðina. Erfitt hefur reynst að spá fyrir um þær. Örorkubæturnar hafa farið stigvaxandi og haft tilhneigingu til að sveiflast með hagsveiflunni. Lærdómar fyrir aðra? Að lokum langar mig að spyrja þeirrar spurningar, án þess þó að svara henni nema að hluta, hvort mikil- vægir lærdómar séu fyrir aðra af lífeyrisreynslu Ís- lendinga? En fyrst vil ég gera mikilvægan fyrirvara. Almennum grundvallarreglum ber ávallt að beita með því að taka mikið tillit til sérstakra aðstæðna í hverju landi. Ennfremur vitum við að alltaf er erfitt að skipta á milli kerfa ef það sem fyrir er er ekki aug- ljóslega til vandræða. Á sviði lífeyrismála eru einnig sérstök vandamál við að skipta úr gegnumstreymis- kerfi í fulla sjóðsöfnun. Þegar ákveðið var á Íslandi í almennum kjarasamningum í lok sjöunda áratugarins að setja á stofn lífeyrissjóði sem byggðust á fullri sjóðsöfnun var lífeyrir almannatrygginga orðinn mjög lágur þar sem verðbólga og efnahagslegur sam- dráttur hafði grafið undan honum. Umskiptavanda- málið var því minna en ella og viljinn til breytinga meiri. Ég held að eftirfarandi séu helstu lærdómar af reynslu Íslands til skoðunar fyrir aðra: 1. Hægt er að hrinda fyrirmynd þriggja stoða kerfis- ins í framkvæmd og það hefur í för með sér marg- ar af þeim jákvæðu afleiðingum sem lofað er. 2. Sjóðsöfnun í lífeyriskerfum hefur jákvæðar af- leiðingar, sérstaklega í litlum opnum hagkerfum. 3. Mögulegt er að hanna lífeyriskerfi með þeim hætti að það stuðli ekki í of ríkum mæli að snemmbærum starfslokum. 4. Blönduð lífeyriskerfi á milli skilgreindra iðgjalda og skilgreindra réttinda eru möguleg og ber að skoða ásamt öðrum möguleikum. Hvað um Rússland? Ég veit ekki nægilega mikið um séraðstæður til að geta fullyrt hvaða þættir í reynslu Íslendinga skipta máli fyrir ykkur. Það er hlutverk sérfræðinga á staðnum. En mig langar til að skilja eftir hjá ykkur tvær hugsanir. Í fyrsta lagi, ef lífslíkur aukast á komandi áratugum, eins og við vonumst auðvitað til, virðist þetta vera góður tími til að skoða sjóðsöfnun fyrir töluverðum hluta lífeyris- byrða framtíðarinnar, eins og þið ætlið reyndar að gera sem hluta af lífeyrisumbótum ykkar. Í öðru lagi virðist mér að reynslu Norðmanna eigi einnig að skoða. Noregur býr að miklum olíulindum, eins og þið. Auðlindarentan af olíunni er notuð í gegnum leyfisgjöld og skattlagningu til að byggja upp mjög stóran sjóð, sem ásamt öðru verður notaður til að mæta kostnaði vegna öldrunar þjóðarinnar. Ég þakka fyrir. 102 PENINGAMÁL 2004/1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.