Peningamál - 01.03.2006, Page 22

Peningamál - 01.03.2006, Page 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 22 Ramma grein IV-1 Efnahagsleg áhrif af brotthvarfi varnarliðsins Hinn 15. mars sl. tilkynntu bandarísk stjórnvöld að þau hefðu ákveð- ið að fl ytja meginhluta þess herliðs og búnaðar, sem er í herstöðinni á Miðnesheiði, frá Íslandi núna í haust. Eftir að þotur og þyrlur hafa verið fl uttar burt verður óverulegur liðsafl i eftir hér á landi. Margt er þó enn óljóst varðandi þessi mál að því er varðar uppbyggingu varn- ar- og öryggisviðbúnaðar eftir að bandaríska herliðið fer og skipt- ingu kostn aðar af þeirri starfsemi bæði í bráð og lengd. Varnarliðið hefur haft verulegt vægi í atvinnu og gjaldeyr- isöfl un þjóðarbúsins. Þetta vægi hefur farið minnkandi en er þó enn nokkurt. Á síðasta ári námu tekjur íslenskra aðila vegna vinnu fyrir varnarliðið rúmum 8 ma.kr. eða 0,8% af landsframleiðslu. Þar af voru laun 3,2 ma.kr., greiðslur til verktaka 1,3 ma.kr. og annað nam 3,6 ma.kr. Íslenskir starfsmenn varnarliðsins eru um 850. Tekjur Íslendinga af varnarliðinu eru bókfærðar sem útfl utn ings- tekjur í þjóðhagsreikningum. Á árinu 2005 námu þessar tekjur 131 milljón dollara og höfðu aukist um 9% í dollurum talið frá árinu 2001. Aukningin endurspeglar gengislækkun Bandaríkjadals á þess- um tíma. Í íslenskum krónum voru tekjurnar 30% lægri á árinu 2005 en á árinu 2001. Á árinu 2005 námu tekjur af varnarliðinu 2,3% af útfl utningstekjum en í upphafi tíunda áratugarins rúmlega 7%. Herinn greiðir nú fyrir hluta af nauðsynlegum rekstrarkostnaði Kefl avíkurfl ugvallar. Ef herinn hættir að greiða þennan hluta færist hann yfi r á íslenska ríkið, þá sem nota fl ugvöllinn eða báða aðila. Þyrlur hersins hafa nýst við björgunarstörf hér á landi. Búast má við að nauðsynlegt verði að fjölga þyrlum í fl ugfl ota Landhelgisgæsl- unnar þegar bandarísku þyrlurnar fara. Mun óljósara er hvað talið verður nauðsynlegt að gera varð- andi varnir landsins. Það fer væntanlega eftir því hvernig semst við bandarísk stjórnvöld. Einnig er líklegt að starfsemi sem íslensk stjórnvöld muni sjá um verði byggð upp á lengri tíma. Því er óvíst að mikill kostnaðarauki verði vegna hennar á næstu árum. Hins vegar er ljóst að varnarviðbúnaður er mjög kostnaðarsamur og algengt að ríki verji 1-2% af landsframleiðslu til þessa málafl okks. Lauslega má áætla að áhrif þess að herinn fari allur fyrir 1. októ - ber 2006 yrðu sem hér segir á heilu ári: i) Útfl utningstekjur minnka um 8 ma.kr., eða 130 milljónir Bandaríkjadala. ii) Kostnaður íslenskra aðila vegna starfrækslu Kefl avíkurfl ugvallar hækkar um 1,5-2 ma.kr. iii) Ríkisútgjöld munu hækka vegna kaupa á björgunarþyrlum og rekstrar þeirra og iv) Ríkisútgjöld munu hækka vegna uppbyggingar á íslenskum varn arviðbúnaði. Samdráttur útfl utningstekna er nokkuð gefi n stærð. Á móti gæti komið fjárstyrkur frá bandarískum stjórnvöldum. Hugsanlega yrði sá styrkur hluti af „aðlögunarferli“ og hyrfi á einhverjum árum. Um ríkisútgjöldin ríkir meiri óvissa, bæði um fjárhæðir og tíma - setningu þeirra, meðal annars vegna hugsanlegrar þátttöku banda- rískra stjórnvalda í aðlögunarferlinu. Ólíklegt virðist að um talsverð uppbygging varnarviðbúnaðar verði á allra næstu árum. Í þjóðhagsspá bankans er gert ráð fyrir að útfl utningstekjur dragist saman um 8 ma.kr. frá og með næsta ári vegna brottfarar hersins. Gert er ráð fyrir að ríkið taki á sig 3 ma.kr. viðbótarkostn- að vegna rekstrar Kefl avíkurfl ugvallar og þyrlubjörgunarsveita. Þessi kostnaður fl okkast sem aukning samneyslu. Þá er gert ráð fyrir 1 ma.kr. aukningu í fjárfestingu hins opinbera í ár og á næsta ári, t.d. vegna kaupa á björg unarþyrlum. Um þessar tölur ríkir vitanlega mikil óvissa en búast má við því að betri mynd fáist af áhrifum brottfl utn- ingsins á næstu vikum og misserum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.