Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 3
Stefnuyfirlýsing bankastjórnar Seðlabanka Íslands Stýrivextir óbreyttir Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxt- um bankans óbreyttum í 15,5%. Verðbólga jókst verulega í kjölfar gengis lækkunar krónunnar á fyrstu mánuðum ársins og er nú meiri en bankinn spáði í apríl sl. Samkvæmt spánni sem birt er í þessu hefti Peningamála eru horfur á að verðbólga verði töluverð fram á næsta ár en hjaðni síðan hratt. Verðbólgumarkmiðið næst á þeim tíma sem spáð var í apríl, þ.e. á þriðja fjórðungi 2010, með því að vextir verði lækkaðir síðar en þá var byggt á. Eins og fram kom í fyrri spám Seðlabankans eru horfur á tölu- verðum samdrætti landsframleiðslu á næstu tveimur árum eftir öfl ugan hagvöxt um langt skeið. Sá vöxtur var ekki alltaf sjálfbær eins og mikill viðskiptahalli vitnar um. Nokkur samdráttur er því óumfl ýjanlegur til þess að jafnvægi náist á ný. Minnkandi umsvif í þjóðarbúskapnum munu auðvelda Seðla - bank anum að koma böndum á verðbólgu en samdráttur mun á hinn bóg inn verða íþyngjandi fyrir marga, ekki síst þá sem skuldsettastir eru. Samkvæmt lögum ber Seðlabankanum að stuðla að stöðugu verð- lagi. Raddir heyrast um að tímabært sé að taka ríkara tillit til þeirra erf- iðleika sem lánsfjárkreppa veldur atvinnulífi nu og víkja öðrum markmið- um til hliðar um lengri eða skemmri tíma. Slíkar aðgerðir til þess að örva atvinnulífi ð nú hefðu öfug áhrif því þær myndu leiða til lægra gengis, meiri verðbólgu og hærri verðbólguvæntinga og á endanum til meiri samdráttar í þjóðarbúskapnum. Þær myndu því veikja efnahag skuld- settra heimila og fyrirtækja og grafa undan fjármálalegum stöðugleika. Á komandi mánuðum er mikilvægt að auka traust á fjármálakerfi ð og tryggja virkni markaða. Skiptasamningar Seðlabankans við norræna seðlabanka, útgáfa hans á innstæðubréfum og áform um aukna útgáfu ríkissjóðs á ríkisbréfum stuðla að þessu markmiði og styðja við gengi krónunnar. Viðskiptabankarnir gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda trausti á fjármálakerfi ð. Við ríkjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum ber þeim að standa vörð um lausafjár- og eigin- fjárstöðu sína og leita leiða til þess að draga eftir megni úr þörf fyrir erlent lánsfé og laga umfang sitt að gerbreyttum aðstæðum. Peningastefnan snýst um traust sem tekur langan tíma að byggja upp og festa í sessi. Miklu varðar að hvika hvergi á meðan ágjöfi n er sem mest og halda fast við þau markmið sem sett hafa verið. Það mun bankinn gera svo hann geti af öryggi hafi ð og fylgt vaxtalækkunarferli þegar þau skilyrði hafa skapast. Brýnasta viðfangsefnið er enn sem fyrr að ná tökum á verðbólgu og koma í veg fyrir að aukning hennar að undanförnu valdi víxláhrifum launa, verðlags og gengis. Vissulega mun draga nokkuð úr kaupmætti á aðlögunarskeiði en það mun standa skemur en ella ef tekið er á framangreindum þáttum af festu. Takist það vel mun það fl ýta fyrir lækkun stýrivaxta og traustum efnahags- bata. Peningastefnan verður að veita það aðhald sem nauðsynlegt er til þess að draga úr verðbólgu og verðbólguvæntingum. Ábyrgir aðilar verða að forðast að veikja það aðhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.