Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 36
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
8
•
2
36
VII Ytri jöfnuður
Viðskiptajöfnuðurinn var neikvæður um tæpa 57 ma.kr. á fyrsta fjórð-
ungi ársins 2008. Hafði hallinn dregist saman um 34 ma.kr. frá fyrri
ársfjórðungi en var mun meiri en á sama ársfjórðungi í fyrra. Mest
munaði þar um 38 ma.kr. minni halla á þáttatekjujöfnuði, en tekjur
jukust vegna jákvæðrar ávöxtunar hlutafjár erlendis. Þjónustuhallinn
minnkaði um 6 ma.kr., en vöruskiptahallinn jókst hins vegar um 10
ma.kr. frá fyrri ársfjórðungi. Miklar sveiflur einkenna ársfjórðungsleg
uppgjör viðskiptajafnaðar. Því verður að túlka niðurstöður einstakra
ársfjórðunga af mikilli varúð. Áhrif gengislækkunar krónunnar á
greiðslujöfnuð verða ekki komin fram að fullu fyrr en síðar á árinu.
Dregur úr innflutningi
Þróun óreglulegra liða í vöruskiptum hafði ekki mikil áhrif á vöru-
skiptahallann á fyrstu þrem mánuðum ársins. Inn- og útflutningur
skipa og flugvéla, sem oft veldur miklum sveiflum, var hverfandi.
Slík viðskipti skýrðu hins vegar að hluta lítinn vöruskiptahalla á fyrsta
fjórðungi síðasta árs. Þróun á jöfnuði þáttatekna var mun jákvæðari
en búist var við á fyrsta ársfjórðungi, einkum sökum betri ávöxtunar
hlutafjár erlendis.
Raunvöxtur útflutnings vöru og þjónustu á fyrsta ársfjórðungi
var í samræmi við spá Seðlabankans, en magnaukning innflutnings
vöru og þjónustu var töluvert minni. Það skýrist einkum af mun minni
innflutningi skipa og flugvéla, sem er mjög óreglulegur, en á sama
tíma í fyrra. Samkvæmt gögnum um vöruviðskipti í apríl og maí hefur
dregið hraðar úr innflutningi á öðrum ársfjórðungi en gert var ráð
fyrir í aprílspánni. Útflutningur á öðrum ársfjórðungi stefnir hins vegar
í að aukast mun meira en spáð var. Því er útlit fyrir hagstæðari vöru-
skiptajöfnuð á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta.
Á fyrsta ársfjórðungi var halli á þjónustuviðskiptum um 0,4
ma.kr. minni en á sama tíma í fyrra. Þótt halli á þjónustuviðskipt-
um hafi lítið breyst á milli ára jukust bæði þjónustutekjur og -gjöld
verulega. Þjónustutekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á
fyrsta ársfjórðungi m.v. sama tíma árið áður, þrátt fyrir litla fjölgun
ferðamanna það sem af er ári. Ferðaútgjöld Íslendinga erlendis jukust
einnig verulega.
Halli þáttatekjujafnaðar dregst saman
Jöfnuður þáttatekna var neikvæður um 20,2 ma.kr. á fyrsta ársfjórð-
ungi, sem er töluvert minna en á síðasta ársfjórðungi 2007 þegar hann
var neikvæður um 58,2 ma.kr. en mun meira en ársfjórðungana þar á
undan. Helsta skýringin eru auknar tekjur af ávöxtun erlends hlutafjár
í eigu Íslendinga. Ávöxtun hlutafjár var neikvæð um 13,1 ma.kr. á síð-
asta ársfjórðungi ársins 2007, þegar tap var á rekstri fyrirtækja í eigu
innlendra aðila erlendis og endurfjárfestur hagnaður því neikvæður,
en tap bókfærist sem neikvæður endurfjárfestur hagnaður. Á fyrsta
ársfjórðungi ársins 2008 var ávöxtun hlutafjár hins vegar jákvæð um
29,7 ma.kr. Ávöxtunin var að mestu leyti fólgin í s.k. endurfjárfestum
hagnaði, sem var 23,8 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2008.
Mynd VII-1
Undirþættir viðskiptajafnaðar1
1. ársfj. 1995 - 1. ársfj. 2008
Ma.kr.
1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
-100
-80
-60
-40
-20
0
20
Vöruskiptajöfnuður
Þjónustujöfnuður
Þáttatekjujöfnuður
‘07‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95 ‘06 ‘08
Mynd VII-2
Vöruskiptajöfnuður
Mánaðarlegar tölur á föstu gengi
Ma.kr.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Vöruskiptajöfnuður
Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla
-30
-25
-20
-15
-10
-5
0
5
10
200820072006200520042003
Mynd VII-3
Hreinar vaxta- og arðgreiðslur og
hrein erlend staða þjóðarbúsins
Árlegar tölur 1990-2007
% af VLF
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Hreinar vaxta- og arðgreiðslur (h. ás)
Hrein erlend staða (v. ás)
0
-20
-40
-60
-80
-100
-120
-140
0
-5
-10
-15
-20
-25
-30
-35
‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91
% af útflutningstekjum