Peningamál - 01.07.2008, Page 44

Peningamál - 01.07.2008, Page 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 44 Í fjórða lagi hefur verið mjög þröngt um vik fyrir fyrirtæki að verja sig gagnvart gengissveifl um með framvirkum samningum á undanförnum mánuðum eftir að gjaldeyrisskiptamarkaðurinn fór úr skorðum. Þetta kann að hafa ýtt undir bæði örari og meiri miðlun gengisbreytinga út í verðlag en ella hefði orðið. Í fi mmta lagi kann ástæða þess að áhrifi n koma hratt fram nú að liggja í því að traust á peningastefnuna hafi beðið hnekki. Ljóst er að máttur peningastefnunnar til þess að hafa áhrif á gengis þróun undan farið hefur verið takmarkaður eftir að gjaldeyrisskiptamarkaður fór úr skorðum. Verðbólga getur aukist hratt og verðbólguvænting- ar, jafnvel til langs tíma, tekið á rás. Niðurstöður ýmissa rannsókna á fylgni gengis og verðbólgu sýna að í þeim löndum þar sem peninga- stefnan er trúverðug og tekist hefur að skapa verðbólguvæntingum trausta kjölfestu hefur fylgnin á milli gengis veikingar og verðbólgu minnkað verulega (sjá t.d. Mishkin, 2008). Ef almenningur er sann- færður um að seðlabanki hafi viljann til þess að berjast gegn verð- bólgu með öllum tiltækum ráðum og getuna til þess að ná því mark- miði innan ásættanlega skamms tíma er ólíklegra að gengislækkun hafi annarrar umferðar áhrif á verðbólgu og áhrif á hana verða því skammvinnari. Heimildir Devereux, M. B., og J. Yetman (2002), ,,Price setting and exchange rate pass- through: Theory and evidence”. Í bókinn Price Adjustment and Monetary Policy, 347-371, ráðstefna haldin í Seðlabanka Kanada, nóvember 2002. Ottawa: Kanadabanki. Gagnon, J. E., og J. Ihrig (2004), ,,Monetary policy and exchange rate pass- through”, International Journal of Finance and Economics, 9, 315-338. Guðmundur Guðmundsson (1990), ,,Tölfræðikönnun á verðbólgu á Íslandi árin 1962-1989”, Fjármálatíðindi, 37, 43-53. Mishkin, F., (2008), „Exchange Rate Pass-through and monetary policy“, NBER Working Paper No. 13889. Þórarinn G. Pétursson (2008), „How hard can it be? Inflation control around the world“, Central Bank of Iceland Working Papers, væntanleg.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.