Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 43

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 43 Fyrir þessu geta verið margvíslegar ástæður.1 Innfl utningur er t.d. yfi rleitt verðlagður í erlendum gjaldmiðli því að íslenska krónan er lítið notuð í alþjóðlegum viðskiptum. Í stærri löndum eins og í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu er hins vegar mikill meirihluti utan- ríkisviðskipta verðlagður í gjaldmiðlum viðkomandi svæða. Gengis- lækkun þeirra hefur því mun minni áhrif á verð innfl uttrar vöru en hér á landi.2 Smæð hagkerfi sins veldur því einnig að innlendir fram- leiðendur í samkeppni við innfl utning eru fáir. Staðkvæmd milli inn- fl uttrar vöru og innlendrar framleiðslu er því óhjákvæmilega minni og því auðveldara að hleypa gengisbreytingum út í verðlag. Einnig má færa rök fyrir því að smáir og ófullkomnir fjármálamarkaðir hér á landi dragi úr möguleikum innfl ytjenda á að verja sig gagnvart gengis sveifl um sem hleypa þeim því frekar út í verðlag. Ýmsir samverkandi þættir leiða tímabundið til mikilla gengisáhrifa Undanfarna mánuði virðast gengisáhrifi n hafa verið meiri en venju- lega. Samspil margra þátta kann að skýra mikil áhrif nú. Í fyrsta lagi kann dulinn uppsafnaður kostnaðarþrýstingur að hafa verið til stað- ar sem var leystur úr læðingi þegar gengi krónunnar féll í mars. Laun hafa hækkað mikið undanfarin misseri og launakostnaður fyrirtækja aukist sem því nemur. Á meðan gengi krónunnar var tiltölulega hátt var erfi tt fyrir þjónustufyrirtæki að hækka verð sem samsvarar þess- um hækkunum vegna beinnar og óbeinnar samkeppni við innfl utta þjónustu. Verðlag þjónustu einkaaðila hækkaði t.d. mun minna en ætla mætti út frá hækkun launavísitölu undanfarin ár. Auk áhrifa sterks gengis krónu er líklegt að mikil fjölgun erlendra starfsmanna á lágmarkslaunum hafi leitt til þess að launakostnaður jókst í reynd minna en launavísitalan gaf til kynna. Kjarasamningarnir í mars fólu hins vegar í sér mikla hækkun lágmarkstaxta, sem líklega hefur hækkað launakostnað margra þjónustufyrirtækja verulega á sama tíma og aðhald frá sterkri krónu dvínaði. Í öðru lagi kann ástæða þess að verðtregða virðist hafa verið minni að undanförnu en stundum áður liggja í stærð gengisbreyt- ingarinnar og varanleika hennar. Fyrirtæki halda nafnverði vara sinna oft óbreyttu í töluverðan tíma í senn þótt einhverjar breytingar verði á markaðsaðstæðum eða gengi. Ýmsar ástæður eru fyrir verðtregðu af þessu tagi. Því fylgir t.d. kostnaður að breyta nafnverði. Þetta er oft kallað matseðlakostnaður (e. menu cost). Hann getur t.d. falist í kostnaði við að prenta nýja vörulista eða kynningarbæklinga (t.d. af því tagi sem IKEA dreifi r inn á hvert heimili) og kostnaði við að upplýsa neytendur um hið nýja verð. Það getur líka verið hætta á að markaðshlutdeild tapist ef keppinautar hækka verð hægar, jafnvel álitshnekkir ef hækkun umfram keppinauta vekur athygli. Til þess að það svari kostnaði að breyta verði til jafns við kostnaðartilefni þarf væntur hagnaðarauki vegna verðbreytingarinnar að vera meiri en kostnaðurinn. Ef gengislækkun er mikil og ekki talið líklegt að hún gangi til baka verður kostnaður við að breyta verði hlutfallslega lítill miðað við hagnað af hærra verði. Mikil hækkun kostnaðar samtímis hjá öllum keppinautum dregur einnig úr áhrifum verðhækkunar á orðstír fyrirtækis. Tíðni verðbreytinga eykst því þegar gengisbreyt- ingar eru miklar og verðbólga mikil (sjá t.d. Devereux og Yetman, 2002). Í þriðja lagi er vert að hafa í huga að olíu- og hrávöruverð hefur hækkað umtalsvert á sama tíma og gengi krónunnar hefur lækkað. Hækkun orkuverðs hefur bæði bein áhrif á verðbólgu og leiðir til þess að innfl uttar vörur verða dýrari vegna aukins kostnaðar við að fl ytja vörur til landsins. 1. Sjá umfjöllun í grein Þórarins G. Péturssonar (2008). 2. Í fyrra tilfellinu er talað um verðlagningu í framleiðendagjaldmiðli (e. producer currency pricing) en í því seinna um heimalandsverðlagningu (e. local currency pricing). Mynd 2 Verðbólga og gengi krónunnar janúar 2005 - júní 2008 % 1. Vísitala meðalgengis miðað við víða vöruskiptavog. Heimild: Hagstofa Íslands. Gengi krónunnar (h. ás)1 Verðbólga (v. ás) 0 2 4 6 8 10 12 14 90 100 110 120 130 140 150 160 2008200720062005 Janúar 2000 = 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.