Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 25 en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Kostnaður við uppbygg- ingu fyrsta áfanga Helguvíkurálversins, orkuöflun og lagningu raflína er nú áætlaður tæplega 150 ma.kr. Í grunnspánni er einnig gert ráð fyrir að álverið í Straumsvík verði stækkað innan núverandi lóðarmarka og að kostnaður á spátímabilinu nemi á annan tug ma.kr. Fjárfesting vegna uppbyggingar aflþynnuverksmiðju á Norðurlandi og netbús á Suðurlandi er einnig talin nema á annan tug ma.kr. á sama tímabili. Nokkur óvissa ríkir þó enn um tilhögun og kostnað við orkuöflun sumra ofangreindra verkefna auk þess sem fleiri stórframkvæmdir eru til skoðunar sem ekki er tekið tillit til hér. ... en önnur atvinnuvegafjárfesting á erfitt uppdráttar í erfiðu árferði á láns- og eignamörkuðum Hin alþjóðlega lánsfjárkreppa og aðhaldssöm peningastefna hafa vax- andi áhrif á starfsemi fyrirtækja. Í síðustu Peningamálum var greint frá niðurstöðum upplýsingaöflunar sem gaf til kynna að verulega hafi dregið úr útlánum fjármálastofnana til nýrra verkefna en að áfram sé lánað til verkefna sem byrjað hefur verið á. Aðgengi að lánsfé er enn torfært og skilyrði til útgáfu fyrirtækjaskuldabréfa hafa versnað til muna. Mikil skuldsetning gerir mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir. Greiðslubyrði þeirra hefur aukist vegna aukins vaxtakostnaðar og lækkun eignaverðs og minnkandi eftirspurn eftir vöru og þjónustu rýrir eigið fé þeirra. Lækkun eigin fjár minnkar veðrými fyrirtækja og skerðir aðgengi þeirra að lánsfé. Sum fyrirtæki gætu þurft að selja eignir til þess að greiða niður skuldir, en það stuðlar að enn meiri lækk- un eignaverðs. Í grunnspánni er gert ráð fyrir verulegum samdrætti almennrar atvinnuvegafjárfestingar á spátímabilinu af þessum sökum, ekki síst í atvinnuhúsnæði. Umfangsmiklar framkvæmdir við bygg- ingu stórverslana, hótela og skrifstofuhúsnæðis eru í gangi, en útlit er fyrir að nokkrum hluta þeirra verði lokið síðar en áætlað var. Vinna við sum þeirra gæti stöðvast að fullu um nokkurn tíma. Þrátt fyrir að atvinnuvegafjárfesting dragist umtalsvert saman á spátímabilinu er hlutfall fjármunamyndunar af landsframleiðslu allan tímann töluvert hærra en á fyrri samdráttarskeiðum (sjá mynd IV-8). Því má líta svo á að nokkrar líkur séu á meiri samdrætti. Svartsýni gætir meðal forsvarsmanna fyrirtækja en ágreiningur er uppi um hvort botni efnahagslægðarinnar sé náð Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Capacent Gallup meðal forsvarsmanna 400 stærstu fyrirtækja landsins virðast flestir stjórn- endur telja núverandi efnahagsástand bágborið. Vísitala efnahags- lífsins hefur lækkað mjög ört og er nú 3,9 stig eftir að hafa náð hámarki í tæpum 200 stigum fyrir ári. Skoðanir virðast skiptar meðal forsvarsmanna fyrirtækja um hvort botni efnahagslægðarinnar sé náð. Tæplega þriðjungur þeirra telur að aðstæður í efnahagslífinu verði nokkru betri eftir hálft ár en 42% telja að þær verði verri. Spá um lækkun íbúðaverðs stendur óhögguð ... Spá Seðlabankans í síðasta hefti Peningamála um u.þ.b. 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði vakti hörð viðbrögð. Í spánni var gert ráð fyrir að húsnæðisverð færi niður í áætlaða jafnvægisstöðu á næstu Mynd IV-4 Þróun einkaneyslu, dagvöruveltu og greiðslukortaveltu 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 20081 1. Tölur fyrir 2. ársfjórðung 2008 eru meðaltal fyrir apríl og maí. Heimildir: Hagstofa Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla Dagvöruvelta Debet- og kreditkortavelta einstaklinga innanlands -5 0 5 10 15 20 200820072006200520042003 Mynd IV-5 Þróun einkaneyslu og raunvirðis húsnæðis 1991-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla (v. ás) Húsnæðisverð að raunvirði (h. ás) % -10 -5 0 5 10 15 -20 -10 0 10 20 30 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Mynd IV-6 Þróun ráðstöfunartekna og raunvirðis húsnæðis 1991-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Ráðstöfunartekjur (v. ás) Húsnæðisverð að raunvirði (h. ás) % -10 -5 0 5 10 15 -20 -10 0 10 20 30 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.