Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 21 Traust á innlendu bankana forsenda þess að gjaldmiðlaskipta- markaðurinn komist í samt horf Forsenda þess að gjaldmiðlaskiptamarkaðurinn komist aftur í samt horf er að íslensku bankarnir öðlist á ný traust á erlendum mörkuðum. Bið virðist geta orðið á því, ef marka má þróun skuldatryggingarálags þeirra. Eftir að það náði sögulegu hámarki undir lok mars tók það að lækka, m.a. vegna jákvæðra frétta af fjármögnun þeirra og í takt við lækkun á skuldatryggingarálagi á erlenda banka. Breytingar á álagi íslensku bankanna hafa að jafnaði fylgt álagi erlendra fjármálafyrir- tækja, en sveiflur hafa þó verið meiri. Frá júníbyrjun hefur skulda- tryggingarálag íslensku bankanna hækkað á ný eins og skuldatrygg- ingarálag erlendra fjármálafyrirtækja. Vaxandi ótti við verðbólgu víða um heim Erlendir grunnvextir hafa farið hækkandi á ný eftir tímabil lækkunar. Ótti við vaxandi verðbólgu hefur víða aukist mikið það sem af er ári og hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa í Evrópu sem og í Bandaríkjunum farið hækkandi frá því í mars vegna þessa og væntinga um viðbrögð seðlabanka við vaxandi verðbólgu. Eftir útgáfu Peningamála í apríl hafa bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki reyndar lækkað stýrivexti um 0,25 prósentur, en litlar líkur eru taldar á frekari lækkun í bráð sakir ótta við vaxandi verðbólgu. Stýrivextir hafa haldist óbreyttir í flestum öðrum iðnríkjum, en hafa hækkað í mörgum nýmarkaðsríkj- um, þar sem alvarlegur verðbólguvandi virðist í uppsiglingu. Framboð lánsfjár enn af skornum skammti Útlán lánakerfisins á fyrsta fjórðungi ársins voru umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir ári og nálgast ársvöxturinn nú sín hæstu gildi. Aukningin er að miklu leyti til komin vegna lækkunar á gengi krón- unnar. Í lok mars í ár var vísitala gengisskráningar miðað við víða vöruviðskiptavog tæplega 33% hærri en á sama tíma í fyrra. Í reynd hefur hægt á vexti útlána innlánsstofnana eftir að tekið hefur verið tillit til áætlaðrar gengis- og verðuppfærslu. Ársvöxturinn er þó enn mikill eða tæplega 30%. Útgáfa nýrra íbúðalána með veði í fasteign hefur dregist verulega saman hjá bönkunum það sem af er ári. Á það sinn þátt í því að velta á fasteignamarkaði hefur verið í sögulegu lág- marki. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir slíkum lánum beinst fremur að Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum þar sem skilyrði til lántöku hafa ekki verið hert að sama skapi og í bönkunum. Þótt fyrir liggjandi gögn gætu bent til annars eru sterkar vísbendingar um að framboð lánsfjár hafi minnkað til muna og kjörin versnað. Ástæður aukningar útlána í hagtölum á sama tíma og fregnir berast af þrengingum á lánsfjármarkaði má líklega rekja til nokkurra þátta. Í fyrsta lagi hafa loforð fyrir lánum í ýmsum tilvikum verið gefin nokkru áður en þrengja fór að á mörkuðum. Í öðru lagi er líklegt að bankarnir sjái hag sínum betur borgið með því að fyrirtæki ljúki við verk, sem þegar eru hafin, heldur en að loka á fjármögnun þeirra strax, þannig að þau sitji uppi með hálfbyggðar og illseljanlegar eignir. Í þriðja lagi er líklegt að þrengingum á markaði með fyrirtækjaskulda- bréf og -víxla hafi að einhverju leyti verið mætt með auknum banka- lánum. Skuldir fyrirtækja hafa því ekki endilega aukist heldur hefur Heimildir: Bloomberg, Reuters. Mynd III-7 Skuldatryggingarálag íslenskra banka og vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Daglegar tölur 8. júlí 2006 - 1. júlí 2008 Punktar Kaupþing Glitnir Landsbanki Vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 200820072006 Heimild: Reuters EcoWin. Mynd III-8 Ávöxtunarkrafa tíu ára ríkisskuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2005 - 1. júlí 2008 Bandaríkin Evrusvæði % 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 2008200720062005 Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd III-9 Útlánaaukning lánakerfisins1 1. ársfj. 1997 - 1. ársfj. 2008 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 1. Vegna breytingar á lánaflokkun eru tölur frá og með þriðja árs- fjórðungi 2003 ekki fyllilega sambærilegar við eldri tölur. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki Alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.