Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 15 Útflutningsverðmæti sjávarafurða dregst saman Sjávarafli dróst umtalsvert saman fyrstu fimm mánuði þessa árs frá sama tíma fyrir ári. Þyngst vegur rúmlega helmings samdráttur loðnuafla og fimmtungs samdráttur þorskafla, vegna kvótaskerð- ingar á yfirstandandi fiskveiðiári. Aflaverðmæti á föstu verði var 5,5% minna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Framleiðendur fiskafurða hafa brugðist við minni afla með því að auka framleiðslu afurða sem skila mestri framlegð. Útflutningur ferskra sjávar afurða fyrstu fjóra mánuði ársins jókst t.d. um þriðjung að magni, enda hefur markaðsverð verið mjög hátt. Í byrjun júní kynnti Hafrannsóknastofnun tillögur sínar um hámarksafla á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september nk. Stofnunin leggur til að hámarksafli helstu botnfisktegunda verði minnkaður nokkuð. Mikil óvissa ríkir um ástand og veiðiþol loðnustofnsins og líklegt er að hámarksveiði kolmunna verði dregin saman á næsta ári. Í Peningamálum sem gefin voru út í apríl sl. var gert ráð fyrir að útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða yrði um 8% minna á þessu ári en í fyrra. Í ljósi þess að líkur eru á að hámarksafli nokkurra helstu botnfisktegunda nema þorsks verði minnkaður á næsta fiskveiðiári og afli ýsu, ufsa, karfa og kolmunna verði nokkru minni en gert var ráð fyrir í aprílspánni, er nú gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti sjávarafurða verði allt að 13% minna á þessu ári en á því síðasta. Búist er við að útflutningsverðmæti dragist enn frekar saman á næsta ári eða um 3%. Hefur verð sjávarafurða náð hámarki? Frá miðju ári 2004 hefur verðlag flestra sjávarafurða hækkað nær linnulaust. Nú eru merki um að markaðsástand sé að breytast til hins verra fyrir seljendur en það kemur m.a. fram í tregari sölu og verð- stöðnun eða jafnvel verðlækkun. Þetta á sérstaklega við um botnfisk- afurðir og þá sér í lagi sjófrystar og ferskar afurðir. Þó er verð flestra þorskafurða áfram afar hagstætt. Sama á við um mjöl og lýsi, enda er þar um dæmigerða hrávöru að ræða þar sem verð tekur m.a. mið af verði á jurtapróteini og jurtaolíum sem hafa hækkað mjög á seinustu mánuðum eins og flestar hrávörur. Seljendur sjávarafurða telja nokkrar ástæður vera fyrir erfiðari markaðsstöðu. Verð flestra botnfiskafurða, bæði hálf- og fullunninna, er orðið mjög hátt og verðsamkeppni við kjötvörur fer því harðnandi. Minnkandi hagvöxtur og hægari vöxtur ráðstöfunartekna í helstu markaðslöndum, t.d. í Bretlandi, hefur einnig áhrif. Þá hefur framboð nokkurra afurða aukist, t.d. ýsu og ódýrari botnfisktegunda. Í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir að afurðaverð hækkaði um 3,5% milli áranna 2007 og 2008. Með hliðsjón af markaðsástandi er nú reiknað með heldur minni hækkun á þessu ári en hækkunin á því næsta er svipuð og þá var gert ráð fyrir. Olíuverð í sögulegu hámarki Hráolíuverð hefur hækkað hratt undanfarna mánuði. Undanfarna tólf mánuði hefur verðið hækkað um 75% og um 40% frá sein- ustu áramótum í Bandaríkjadölum talið. Þrátt fyrir stöðugt hækkandi eldsneytisverð heldur eftirspurn áfram að aukast, þó einkum í Mið- Austurlöndum og Asíu, en þar er eldsneyti víðast hvar niðurgreitt af hinu opinbera. Þó er líklegt að draga muni úr niðurgreiðslum í þessum 1. Árlegar tölur 2000-2007. Seinni súlan fyrir árið 2007 og súla fyrir árið 2008 eru meðaltal janúar-maí. Heimild: Hagstofa Íslands. 2004 = 100 Mynd II-7 Aflaverðmæti 2000-20081 Á föstu verðlagi 2007 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 100 102 ‘08‘07‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd II-8 Útflutningsverðmæti sjávarafurða og gengi 2006-2008 Janúar - apríl, á verðlagi og gengi hvers árs Ma.kr. Annað Mjöl og lýsi 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 200820072006 Saltað Fryst Ferskt 1. Staðvirt með veginni neysluverðsvísitölu í helstu viðskiptalöndunum. Fyrir árið 2008 er sýnt meðaltal janúar - apríl. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1990 = 100 Mynd II-9 Verðlag sjávarafurða í erlendri mynt1 Á föstu verðlagi 2008 85 90 95 100 105 110 ‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.