Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 23 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Aðlögun efnahagslífsins að jafnvægi er hafin. Ört dregur úr þrótti eftir spurnar, eignaverð lækkar, fjármagnskostnaður eykst, kaupmáttur launa fer minnkandi og samdráttur atvinnu er framundan. Heimili, fyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni þurfa að standa undir aukinni greiðslubyrði og vinda ofan af skuldasöfnun liðinna ára á sama tíma og tekjur dragast saman, lánskjör versna og samdráttar gætir í efna- hagslífinu. Erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem leitt hafa til mikillar lækkunar á gengi krónunnar, leiða til þess að aðlögunin verður hraðari en ella og jafnframt erfiðara að sjá hana fyrir. Trúverðugleiki peningastefnunnar og virkni miðlunarferlis hennar hafa veruleg áhrif á hraða aðlögunarinnar og kostnað þess að endurheimta verðstöð- ugleika í formi tapaðrar framleiðslu.1 Fjarar hratt undan vexti einkaneyslu ... Vöxtur einkaneyslu var 5,2% á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands, sem er heldur minni vöxtur en spáð var í apríl. Vöxturinn jókst eftir því sem leið á síðasta ár og hélst sterkur fram á fyrstu mánuði þessa árs. Gengislækkun krón- unnar, mikil verðbólga, kólnun á fasteignamarkaði og uppsagnir á vinnumarkaði leggjast á eitt til að draga máttinn úr einkaneyslu. Í síðasta hefti Peningamála, var gert ráð fyrir verulegum umskiptum í þróun einkaneyslu í ár. Vísbendingar eru um að þau umskipti verði jafnvel sneggri en gert var ráð fyrir í aprílspánni. Veltutölur gefa til kynna að vöxtur einkaneyslu hafi minnkað ört undanfarna mánuði og samdráttur sé á næsta leiti eða þegar tekið að gæta (sjá mynd IV-4). Bifreiðaskráningum hefur fækkað verulega eftir að hafa náð methæð- um í upphafi ársins. Væntingavísitala Gallup hefur ekki mælst lægri síðan í lok árs 2001 (sjá mynd IV-3). Spáð er lítils háttar samdrætti á öðrum fjórðungi ársins og samdrætti einkaneyslu um u.þ.b. 1% á árinu öllu. ... og spáð er um 15½% samdrætti einkaneyslu á spátímabilinu Samdráttur einkaneyslu er óumflýjanlegur og gegnir lykilhlutverki í aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi. Vöxtur hennar undanfarin ár hefur verið knúinn af miklum vexti ráðstöfunartekna, ríkulegu fram- boði lánsfjár í innlendum sem erlendum gjaldmiðli og væntingum um áframhaldandi vöxt tekna og atvinnu. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um rúmlega fjórðung frá árinu 2002 til 2007. Á næstunni þurfa heimilin að standa undir aukinni greiðslubyrði og jafnvel grynnka á skuldum við aðstæður þar sem fjármálaleg skilyrði hafa versnað, atvinna minnkar og kaupmáttur ráðstöfunartekna dregst saman af völdum verðbólgu og þyngri greiðslubyrði skulda. Spáð er að kaup- máttur ráðstöfunartekna dragist saman um tæp 11% á spátímabilinu. Lækkun eignaverðs veldur að auki því að auður heimila dregst saman. 1. Grunnspáin byggist á stýrivaxtaferli sem að mati sérfræðinga Seðlabankans dugir til þess að verðbólga hjaðni að verðbólgumarkmiði bankans innan ásættanlegs tíma og haldist stöðug í nánd við 2,5% eftir það. Nánara yfirlit yfir þjóðhagsspá er að finna í viðauka 1, bls. 54. Helstu breytingar á þjóðhagsspá frá Peningamálum 2008/1 eru raktar í ramma- grein IV-1. Greint er frá helstu breytingum á verðbólguspá í rammagrein IX-1. Mynd IV-1 Þróun þjóðarútgjalda og framleiðsluspennu 1991-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Framleiðsluspenna (h. ás) Þjóðarútgjöld (v. ás) -15 -10 -5 0 5 10 15 20 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 % af framleiðslugetu Mynd IV-2 Þróun einkaneyslu og ráðstöfunartekna 1991-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Ráðstöfunartekjur eru mat Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Einkaneysla Ráðstöfunartekjur -10 -5 0 5 10 15 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 40 60 80 100 120 140 160 -8 -4 0 4 8 12 16 20082007200620052004200320022001 Væntingavísitala Gallup (v. ás) Vöxtur einkaneyslu (h. ás) 1. Miðað er við þriggja mánaða meðaltal væntingavísitölu Gallup. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands. Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-3 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup1 1. ársfj. 2001 - 2. ársfj. 2008 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.