Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 47

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 47 Í þessari rammagrein er greint frá helstu breytingum á verðbólguspá frá því í Peningamálum 2008/1 og grunnspáin nú borin saman við líkindadreifi ngu síðustu grunnspár. Verðbólguhorfur hafa versnað frá síðustu spá, þó sérstaklega til skemmri tíma. Í spánni stuðlar það að minni framleiðsluspennu og því minni verðbólgu síðar á spáferlinum. Ástæðan er að vegna verðbólgunnar dregst kaupmáttur ráðstöfunartekna meira saman en spáð var í apríl, en það leiðir til þess að samdráttur einkaneyslu verður meiri en áður var talið. Það hjálpar til við að halda aftur af verðbólgu þegar líður á spátímann. Í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir að stýrivextir næðu hámarki í 15,75% og tækju smám sam- an að lækka þegar líður á árið. Bankastjórn Seðlabankans ákvað hins vegar að hækka vexti í 15,5%. Nú er gert ráð fyrir að vextir haldist óbreyttir í því stigi og lækki ekki fyrr en í byrjun næsta árs. Með þess- um stýrivaxtaferli næst verðbólgumarkmiðið á sama tíma og gert var ráð fyrir í síðustu spá. Gengi krónunnar heldur lægra en gert var ráð fyrir í apríl Gengisferill krónunnar sem reiknað er með í grunnspánni er ekki fjarri ferlinum í síðustu grunnspá. Gengi krónunnar verður þó lægra framan af spátímanum, því að þróunin undanfarið bendir til þess að dregið hafi úr líkum á því að krónan styrkist fram á næsta ár. Í apr- íl var gert ráð fyrir að aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda til að bæta virkni innlendra fjármálamarkaða, háir vextir og lágt raungengi styddu við gengi krónunnar. Það hefur ekki gengið eftir. Hins vegar styrkist krónan heldur þegar líða tekur á næsta ár og er í svipaðri stöðu í lok spátímabilsins og gert var ráð fyrir í aprílspánni (mynd 1). Minni framleiðsluspenna á þessu ári en í síðustu grunnspá, en horfur fyrir næstu tvö ár svipaðar ... Eins og rakið er í kafl a IV eru hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár heldur lakari en talið var í apríl. Í grunnspánni er gert ráð fyrir því að hag- vöxtur næstu tveggja ára verði svipaður og þá var spáð, en innlend eftirspurn verði heldur veikari á spátímanum. Það dregur úr verð- bólguþrýstingi. Á móti vegur hins vegar að vöxtur framleiðslugetu á þessu og næsta ári er talinn verða heldur minni en í síðustu spá, vegna neikvæðra áhrifa hækkana orku- og hrávöruverðs og lánsfjár- kreppunnar, sem talin eru vara lengur en spáð var í apríl. Framleiðslu- spenna í ár verður því nokkru minni en talið var í apríl, en spáin fyrir árin 2009-2010 er svipuð (sjá mynd 2). Hámark framleiðsluslakans er þó heldur minna og næst fyrr. ... en vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu heldur meiri Hægari vöxtur framleiðslugetu kemur fram í hægari framleiðnivexti, sem ekki nær sér á strik fyrr en líða tekur á spátímann. Að auki eru horfur á að launahækkanir verði meiri á þessu og næsta ári en talið var í apríl. Hægari aukning atvinnuleysis og meiri verðbólga (sjá kafl a VI) eru meginskýringarnar. Meiri launavöxtur og minni vöxtur fram- leiðni leiða til þess að launakostnaður á framleidda einingu eykst og þar með verðbólga. Skammtímaverðbólguhorfur hafa enn á ný versnað Verðbólguhorfur til skamms tíma hafa versnað enn frekar frá síðustu Peningamálum. Í grunnspánni nær verðbólga hámarki í rúmlega 13% á þriðja fjórðungi ársins, samanborið við 11% í aprílspánni. Eins og sjá má á mynd 3 var í apríl talið mjög ólíklegt að verðbólga á þessu ári yrði svo mikil. Samkvæmt endurskoðaðri grunnspá mun verðbólga haldast áfram mjög mikil fram á næsta ár, en taka að minnka tiltölulega hratt þegar líður á árið, þótt áfram verði hún nokkru meiri en í aprílspánni allt fram á árið 2010. Áfram er því spáð að verðbólga verði komin í Rammagrein IX-1 Breytingar á verðbólguspá frá Peningamálum 2008/1 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2008/1 Mynd 1 Gengisvísitala Grunnspá og óvissumat PM 2008/1 ásamt grunnspá PM 2008/2 Heimild: Seðlabanki Íslands. 31/12 1991 = 100 Grunnspá PM 2008/2 90 110 130 150 170 190 210 2006 2007 2008 2009 2010 ‘11 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2008/1 Mynd 2 Framleiðsluspenna Grunnspá og óvissumat PM 2008/1 ásamt grunnspá PM 2008/2 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Grunnspá PM 2008/2 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2006 2007 2008 2009 2010 ‘11 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2008/1 Mynd 3 Verðbólga Grunnspá og óvissumat PM 2008/1 og grunnspá PM 2008/2 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2008/2 Verðbólgumarkmið -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 2006 2007 2008 2009 2010 ‘11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.