Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 52

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 52
P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 52 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM bólgu. Horfur til næstu tveggja ára að gefnum stýrivaxtaferli grunnspár verða af þeim sökum óviðunandi. Til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi víxlverkun eru stýrivextir hækkaðir og verða 16,75% í byrjun næsta árs. Þeim er síðan haldið töluvert hærri út spátímann en í grunnspá (sjá mynd 1). Það kemur þó ekki í veg fyrir að verðbólga verði um 2 prósentum meiri en í grunnspá um mitt næsta ár. Stýrivaxtaferill fráviksdæmisins tryggir hins vegar að verðbólga er við markmið í lok spátímans (sjá mynd 2). Snarpari samdráttur á íbúðamarkaði gefur færi á hraðari lækkun stýrivaxta Í seinna fráviksdæminu eru rakin möguleg viðbrögð peningastefn- unnar við enn hraðari kólnun á innlendum húsnæðismarkaði. Eins og rakið var í síðustu Peningamálum hefur húsnæðisverð víða um heim þegar tekið að lækka og dregið hefur úr umsvifum í byggingar- iðnaði. Svipaðrar þróunar er farið að gæta hér á landi. Eins og í aprílspánni er gert ráð fyrir því í fráviksdæminu að yfi r- standandi lánsfjárkreppa og hækkandi áhættuálag á fjármagn valdi svipaðri nafnlækkun húsnæðisverðs og gert var ráð fyrir í fráviks- dæmi aprílheftisins. Lækkun raunverðs er einnig svipuð og í apríl, eða hátt í 40% á spátímanum. Eins og rakið var í aprílheftinu er þessi þróun í takt við samdráttinn á húsnæðismarkaði á Norðurlönd- unum í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Lækkunin er einnig í samræmi við reynslu annarra OECD-ríkja af leiðréttingu húsnæð- isverðs eftir mikla hækkun (sjá kafl a IV og rammagrein IV-2). Í þessu fráviksdæmi er auk þess gert ráð fyrir því að íbúðafjárfesting dragist meira saman en í grunnspá og verði um 3% í hlutfalli af landsfram- leiðslu í lok spátímans. Samdrátturinn á byggingarmarkaði mun jafn- framt auka atvinnuleysi meðal byggingarverkamanna umfram það sem gert er ráð fyrir í grunn spánni, þótt sumir þeirra hverfi af landi brott. Samkvæmt þessu yrði atvinnuleysi næstum 6% í lok spátím- ans eða um prósentu meira en í grunnspánni. Gert er ráð fyrir að þessi hraða kólnun á innlendum húsnæðismarkaði fari saman við enn veikara gengi krónunnar en í grunnspá. Í fráviksdæminu helst því gengi krónunnar áfram veikt og er um 5% lægra en í grunnspá út spátímabilið. Veikara gengi krónunnar takmarkar svigrúm Seðlabankans til að lækka vexti þótt íbúðamarkaðurinn, og efnahagslífi ð í heild, dragist hraðar saman en í grunnspánni. Framan af yfi rgnæfa áhrif lægra gengis áhrif hraðari samdráttar. Verðbólga er því heldur meiri en í grunnspá fram á mitt næsta ár en þá fer að draga hraðar úr henni. Stýrivextir haldast óbreyttir fram á fyrsta fjórðung næsta árs en taka þá að lækka hraðar en í grunnspá. Í lok spátímans eru þeir orðnir um 1,5 prósentum lægri (sjá mynd 1). Þannig tekst að tryggja að verðbólga verði við markmið í lok tímabilsins u.þ.b. ársfjórðungi fyrr en í grunnspánni (sjá mynd 2). Trúverðugleiki hefur áhrif á þörf fyrir viðbrögð peningastefnunnar við frávikum Fráviksdæmin sýna í hnotskurn þann vanda sem peningastefnan á við að etja í glímunni við verðbólgu. Annars vegar stendur Seðla- bankinn frammi fyrir því að annarrar umferðar áhrif gengislækkunar krónunnar og verðhækkana olíu-, hrá- og matvöru leiði til þrál átrar verðbólgu. Hins vegar stendur bankinn frammi fyrir verulegum efnahagssamdrætti sem æskilegt væri að milda. Svigrúmið til þess er hins vegar afar takmarkað vegna þess hve verðbólguvæntingar eru háar og óstöðugar. Fráviksdæmin ber þó ekki að skoða sem spár heldur tæki til þess að varpa ljósi á áhrif helstu óvissuþátta grunnspárinnar á verð- bólguhorfur og hugsanleg viðbrögð peningastefnunnar við frávik- um. Hve sterk viðbrögðin þurfa að vera ræðst að nokkru leyti af 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd 2 Verðbólga - fráviksdæmi Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með veikara gengi og frekari launahækkunum Fráviksdæmi með veikari húsnæðismarkaði og gengi Verðbólgumarkmið -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 2010 2011 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd 1 Stýrivextir - fráviksdæmi Heimild: Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með veikara gengi og frekari launahækkunum Fráviksdæmi með veikari húsnæðismarkaði og gengi 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.