Peningamál - 01.07.2008, Side 5

Peningamál - 01.07.2008, Side 5
I Verðbólguhorfur og stefnan í peningamálum Verðbólga langt umfram spár Undanfarna þrjá mánuði hefur verðbólga aukist mikið og verið mun meiri en Seðlabankinn spáði í apríl. Í júní mældist hún 12,7% á tólf mánuðum, eða 4 prósentum meiri en í mars. Að nokkru leyti stafar verðbólgan af ytri þáttum sem eru utan áhrifasviðs Seðlabankans. Að mestu leyti er hún þó af innlendum rótum runnin, enda jókst kjarna- verðbólga einnig mikið. Kjarnavísitala 3, sem undanskilur sveiflukennda liði, opinbera þjónustu og vaxtaþátt húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs, hækkaði t.d. úr 7% í mars í 10,1% í júní. Verðbólga á öðrum fjórðungi ársins reyndist u.þ.b. 2 prósentum meiri en Seðlabankinn spáði í apríl og stefnir í svipaðan mun á þriðja ársfjórðungi. Verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafa versnað verulega miðað við spá Seðlabankans í Peningamálum 2008/1. Framan af tímabilinu endurspeglar það fyrst og fremst áhrif aukinnar verðbólgu sem þegar eru komin fram, en einnig lægra gengi krónu. Þótt dregið hafi fyrr úr hagvexti en áður var reiknað með dugir það ekki til. Á næsta ári leiða annarrar umferðar áhrif til þess að verðbólga hjaðnar hægar en ella, m.a. vegna meiri hækkunar launa. Á hinn bóginn fer áhrifa hærri stýrivaxta en í síðustu grunnspá að gæta í vaxandi mæli síðar á því ári. Minni hagvöxtur í ár og 2010 hjálpar einnig til. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem lágu fyrir 1. júlí 2008, en spár byggjast á upplýsingum til 26. júní. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Meiri verðbólga og minni hagvöxtur Verðbólga á öðrum fjórðungi ársins reyndist umtalsvert meiri en Seðlabankinn spáði í apríl og verðbólguhorf- ur til næstu þriggja ára hafa versnað að óbreyttum þeim stýrivaxtaferli sem birtur var í apríl sl. Á sama tíma berast vísbendingar um að þjóðarbúskapurinn sé að kólna nokkru hraðar en áður var búist við. Fyrstu merki þess að samdráttarskeið sé í vændum eru að koma í ljós. Þessar aðstæður setja peningastefnuna í vandasama stöðu. Verðbólguþróunin bendir til þess að þörf sé á auknu aðhaldi á meðan minnkandi eftirspurn gæti bent til þess að draga muni úr verðbólguþrýstingi á næstu misserum. Forgangsröðun peningastefnunnar er skýr. Verðbólgumarkmiðið hefur forgang, ekki aðeins vegna þess að um það eru ótvíræð ákvæði í lögum, heldur einnig vegna þess að þegar horft er lengra fram í tímann fylgir því mikill kostnaður að vinna ekki bug á verð- bólguvanda. Af því hlýst meira framleiðslutap en ella. Í grunnspánni sem hér er birt er aðhald aukið með því að halda stýrivöxtum óbreyttum töluvert lengur en í spánni sem birt var í apríl. Svipuðum árangri má ná með því að hækka stýrivexti nokkuð nú, en lækka þá heldur fyrr en í grunnspánni. Í spám af þessu tagi er gengið út frá því að helstu markaðir sem skipta sköpum fyrir miðlun peningastefnunnar séu virkir. Á það hefur skort undanfarna mánuði. Það skapar óvissu um framhaldið, ekki síst um gengisþróunina. Því er ekki hægt að útiloka óhagstæðari gengisþróun framan af en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Ljóst er einnig að veruleg hætta er á meiri launahækkunum en gert er ráð fyrir í grunnspánni, einkum ef gengisþróun verður óhagstæð, því að forsendur kjarasamninga munu ekki standast. Verði sú raunin getur verðbólgan orðið meiri framan af og langdregnari en í grunnspánni og óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti enn frekar, þrátt fyrir samdrátt í þjóðarbúskapnum. Mynd I-1 Verðbólga á ýmsa mælikvarða janúar 2001 - júní 2008 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa Vísitala án beinna áhrifa lækkunar óbeinna skatta -2 0 2 4 6 8 10 12 14 20082007200620052004200320022001 Heimild: Hagstofa Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.